Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 19 | Með því að setja bendilinn yfir gráu kassana fyrir ofan línuritið sem tilgreina viðmið 1, 2 og 3 og vinstrismella má fjarlægja brotalínurnar sem tákna viðmiðin af einkunnablaðinu. Það getur verið hvetjandi fyrir þá nemendur sem sækist lestrarnámið hægt að hafa ekki alltaf t.d. viðmið 2 og 3 fyrir augum þegar einkunnablaðið er skoðað. 3.7. Skil á námsmati í lesfimi Eins og áður segir metur lesfimipróf Lesferils tvo þætti lesfiminnar en ef vel á að vera og til að fá heildarmynd af lesfimi nemanda þarf einnig að meta lesfimi hans með matsramma fyrir lesfimi sem endurspeglar alla þætti lesfiminnar. Við skil á námsmati í lesfimi gefur það besta mynd af færni nemanda ef hann og forsjáraðilar fá í hendur bæði einkunnablaðið úr Skólagátt sem sýnir lesin orð á mínútu og matsrammann fyrir lesfimi þar sem kennari hefur lagt mat á og tekið saman upplýsingar um frammistöðu á öllum þáttum lesfiminnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=