Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 18 | Niðurstöður nemenda á lesfimiprófi eru birtar sem vegin orð á mínútu. Það er gert til að draga úr þyngdarmun í texta. Þyngdarmunurinn getur verið innan texta en einnig milli texta í ólíkum árgöngum. Þar sem niðurstöður eru gefnar í vegnum orðum á mínútu geta þær verið ólíkar þeirri útkomu sem kæmi út ef fjöldi rétt lesinna orða á mínútu væri fenginn með því að telja út lesinn orðafjölda á prófblaðinu. Ásamt því að vigta fyrir þyngd texta er vigtað fyrir fjölda villna en því fleiri villur sem nemandinn gerir því þyngra vægi fá þær. Þetta er gert til þess að draga úr vægi þess að lesa texta hratt með lítilli nákvæmni. Mynd 6. Birting á niðurstöðu lesfimiprófs einstakra nemenda. Eins og sjá má á mynd 6 eiga kennarar þess kost að prenta út einkunnablöð en þau sýna frammistöðu hvers nemanda í síðustu fjórum próffyrirlögnum (sjá mynd 7). Þetta eru niðurstöður nemanda í 3. bekk sem sýna að hann les 89 o. á mín. og er á milli viðmiðs 1 og viðmiðs 2 í þessari próffyrirlögn. Ef gagnapunktarnir fjórir eru skoðaðir í töflunni fyrir neðan línuritið á mynd 7 má sjá að svo virðist sem nemanda hafi farið aftur milli maímælingar 2020 og 2021 en þá þarf að hafa í huga að ekki er um sama próf að ræða og að prófið í 3. bekk er nokkru þyngra en prófið í 2. bekk. Jafnframt þarf að forðast að bera saman niðurstöður í maí og september 2020 þar sem aðlæg kvörðun milli prófútgáfa í 2. og 3. bekk (eða milli annarra árganga) hefur ekki farið fram og því má ekki bera saman niðurstöður á milli ára heldur aðeins innan skólaárs þar sem sama prófið er lagt fyrir allt árið. Almenna reglan er sú að þegar nemandi les nýjan og þyngri próftexta má búast við því að lesin orð á mínútu standi í stað eða lækki lítillega. Það er ekki endilega merki um að árangur sé að dala heldur getur þyngri texti haft þessi áhrif. Mynd 7. Prentvænt einkunnablað nemanda úr 3. bekk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=