Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 17 | Á mynd 4 má sjá súlurit sem sýnir stöðu og framfarir hvers nemanda innan bekkjar/árgangs eftir atvikum. Með því að draga bendilinn yfir súlurnar má sjá hversu mörg orð nemandi las á mínútu í hverri próffyrirlögn. Á súluritinu má einnig sjá viðmiðin þrjú (gráar brotalínur) sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar heildarstaða nemendahópsins er skoðuð. Mynd 4. Staða og framfarir nemenda innan bekkjar/árgangs innan skólaárs. Litakóðunin í gagnatöflunni á mynd 5 veitir góðar upplýsingar um það viðmiðsbil sem nemendur lenda á eftir hverja fyrirlögn og þar sem taflan inniheldur upplýsingar um öll próf innan skólaárs er hægt að fylgjast með því hvort, hvenær og hvernig nemendur færast á milli viðmiðs- bila. Taflan veitir einnig góðar upplýsingar um fjölda nemenda sem lenda undir viðmiði 1 og þurfa stuðning og/eða góða eftirfylgni til að taka framförum fram að næsta lesfimimati. Hægt er að hlaða þessum gögnum niður í töflureikni og vinna nánar með þau. Niðurstöður í töflunni eru skáldaðar. Mynd 5. Gagnatafla sem sýnir m.a. frammistöðu nemenda á lesfimiprófi og litakóðað viðmiðsbil sem þeir falla inn á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=