Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 16 | Mynd 1. Hlutfall nemenda á landsvísu á hverju viðmiðsbili. Í Skólagátt geta skólar borið meðaltal lesinna orða hjá nemendum sínum saman við landsmeðaltal. Með því að draga bendilinn yfir hvern gagnapunkt má sjá nákvæma tölu yfir meðaltal lesinna orða í árgangi á skólavísu og landsvísu. Gráu brotalínurnar tákna viðmið 1, 2 og 3. Sjá mynd 2. Mynd 2. Samanburður á meðaltali lesinna orða milli landsmeðaltals og skóla. Skólagáttin heldur utan um upplýsingar varðandi það hvenær niðurstöður prófsins eru skráðar innan fyrirlagnartímabilsins og þar geta skólar einnig fundið upplýsingar um eigið skráningarhlutfall í samanburði við skráningarhlutfall á landsvísu. Mynd 3. Skráningarhlutfall skóla í samanburði við skráningarhlutfall á landsvísu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=