MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 15 | gildi fyrir þá. Þannig verða öll lesin orð, umfram það sem prófið mælir, í raun aukaatriði þrátt fyrir að nemandinn geti verið spenntur fyrir því að bæta sig í hraða. Þá er um að gera að velja sér aðrar áherslur í þjálfuninni eins og bætt lestrarlag eða góðan lesskilning ef nemandinn þarf á að halda. 3.6. Birting á niðurstöðum lesfimiprófs í Skólagátt Tilgangur prófa er að afla upplýsinga um stöðu nemenda og bregðast við þeim með markvissum hætti en lesfimiprófin meta afmarkaða færni sem ásamt öðrum þáttum mynda læsi eða hæfni nemenda til að nýta sér upplýsingar úr texta. Af þessum sökum er ekki hægt að tala um eða túlka niðurstöður lesfimiprófanna sem „hæfnimiðaðar“ en þær veita engu að síður mikilvægar upplýsingar sem varða heildarstöðu læsis nemenda. Í Skólagátt hafa niðurstöður lesfimiprófsins verið settar fram með ýmsum hætti þar sem hægt er að skoða hlutfall nemenda sem lenda á tilteknu viðmiðsbili, bera árangur skóla saman við landsmeðaltal, bera meðaltal lesinna orða árganga í skóla saman við landsmeðaltöl, þátttökutölur og framfarir einstakra nemenda á milli mælinga. Í gáttinni má einnig finna gagnatöflu þar sem niðurstöður einstakra nemenda eru birtar en sú tafla er mjög mikilvæg þegar skipuleggja þarf lestrarkennslu og lestrarstuðning (sjá mynd 5). Mynd 1 er sú sem blasir fyrst við þegar niðurstöður lesfimiprófs eru skoðaðar. Fyrsti stöpullinn endurspeglar væntingar samkvæmt viðmiðum miðstöðvarinnar um dreifingu nemendahóps í öllum árgöngum. Þannig er gert ráð fyrir að: • 10% nemenda lendi undir viðmiði 1 • 40% nemenda lendi á milli viðmiðs 1 og 2 • 25% nemenda lendi milli viðmiðs 2 og 3 • 25% nemenda lendi yfir viðmiði 3 Hinir stöplarnir sýna raunverulegt hlutfall nemenda á hverju viðmiðsbili en með því að draga bendilinn yfir hvert bil er hægt að kalla fram nákvæma prósentutölu yfir hlutfall nemenda á hverju bili. Myndin sýnir hlutfall nemenda á landsvísu á hverju viðmiðsbili eftir fyrirlögn í maí 2021 en allir skólar hafa aðgang að upplýsingum um landsmeðaltöl á prófinu. Þessar upplýsingar eru jafnframt aðgengilegar á heimasíðu á heimasíðu miðstöðvarinnar. Ekki hafa orðið miklar breytingar á hlutfalli nemenda á hverju viðmiðsbili samkvæmt maíniðurstöðum frá því að lesfimiprófið var fyrst lagt fyrir árið 2016 en fyrirhuguð er endurskoðun á lesfimiviðmiðum og framsetningu þeirra á grundvelli gagna sem hafa safnast saman á undanförum árum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=