Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 14 | 3.5.8. Skráning á niðurstöðum lesfimiprófs Í Skólagátt er að finna eftirfarandi upplýsingar varðandi skráningu á niðurstöðum nemenda á lesfimiprófi: Nemandi les í tvær mínútur og kennari merkir inn á skráningarblaðið síðasta orðið sem nemandi las. Einnig þarf að merkja við öll rangt lesin orð en rangt lesin orð teljast rétt ef nemandinn leiðréttir sig sjálfur. Ef nemandi sleppir línu er mælt með því að leiðbeina honum á réttan stað. Ef það er ekki gert þarf að merkja öll orð sem nemandinn sleppti sem rangt lesin. Færið niðurstöður af skráningarblaðinu inn á viðeigandi innsláttarsvæði í Skólagátt með því að smella á rangt lesin orð sem litast þá gul. Smella þarf tvisvar á síðasta orð sem lesið var sem litast þá rautt. Síðasta orðið telst ekki villa þótt orðið hafi verið rangt lesið. Kennarar hafa ýmist skráð niðurstöður á ljósritað eintak fyrir hvern nemanda eða beint í rafræn gögn í Skólagátt til að spara pappír og stytta úrvinnslutímann. Gallinn við það að skrá niðurstöður beint í Skólagátt er sá að það hefur komið fyrir að kennarar hafa skráð niðurstöður á rangan nemanda og þá ekki haft nein gögn undir höndum til að skrá réttar niðurstöður á réttan nemanda. Kosturinn við að skrá villur í texta á pappír er sá að það gerir kennaranum kleift að strika undir rangt lesin orð, skrá hjá sér athugasemdir og skoða villur eftir að prófi lýkur en þær geta veitt ýmsar upplýsingar um lestrarfærni nemenda. Þar sem sama prófið er lagt fyrir þrisvar á skólaári er óþarft að ljósrita nýtt eintak handa hverjum nemanda heldur má nota sama eintakið við allar fyrirlagnirnar en skrá t.d. villur í hverri fyrirlögn með mislitum pennum, t.d. yfirstrikunarpennum. Þannig er hægt að bera frammistöðu nemanda saman milli prófafyrirlagna og spara pappír. Að gefnu tilefni eru kennarar minntir á að vista niðurstöður í lok skráningar til að koma í veg fyrir að gögn glatist. 3.5.9. Hvenær telst orð vera rangt lesið? Þar sem einn megintilgangur prófanna er að meta lestrarnákvæmni teljast öll frávik frá réttri umskráningu á texta sem villa. Dæmi um frávik: • Orð rangt lesið – nemandi þekkir ekki orð eða framburð þess. • Brottfall hljóða úr orði – ekki öll hljóð orðsins lesin. • Hluti samsetts orðs rangt lesinn – allt orðið telst rangt lesið. • Orðum víxlað – bæði orðin teljast rangt lesin. • Mislestur á smáorðum, t.d. á/í, að/af. • Hljóðum bætt inn í orð, t.d. ákveðnum greini bætt við nafnorð (t.d. maður/maðurinn). 3.5.10. Skráning á niðurstöðum ef nemandi lýkur prófi innan tveggja mínútna Það er ekki algengt að nemendum takist að ljúka lesfimiprófi innan tveggja mínútna og Skólagátt býður ekki upp á útreikninga eða skráningu í slíkum tilvikum. Segja má að nemendur sem ná þessu séu búnir að „sprengja skalann“ og aukinn raddlestrarhraði hefur mjög takmarkað nota-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=