Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 10 | lestur gefur vísbendingu um að þessi ólíku hugrænu ferli vinni vel saman en stirðlegur lestur gefur vísbendingar um að lestrarferlið gangi ekki nægjanlega smurt fyrir sig og þarfnist einhvers inngrips. 3.2. Lesfimiviðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Lesfimiviðmiðin eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í lestrarfærni nemenda frá 1. og upp í 10. bekk. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að standast á næstu stigum náms. Tafla 2. Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Bekkur Viðmið 1 90% viðmið Viðmið 2 50% viðmið Viðmið 3 25% viðmið 1. 20 55 75 2. 40 85 100 3. 55 100 120 4. 80 120 145 5. 90 140 160 6. 105 155 175 7. 120 165 190 8. 130 180 210 9. 140 180 210 10. 145 180 210 Viðmiðin eru svokölluð væntingaviðmið um árangur þar sem stefnt var að því að 90% nemenda næðu viðmiði 1, 50% nemenda næðu viðmiði 2 og 25% nemenda næðu viðmiði 3. Þessi viðmið voru byggð á niðurstöðum fyrstu fyrirlagna lesfimiprófsins og væntingum um bættan árangur í lestri sem komu fram í Hvítbók um umbætur í menntun (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2014). Viðmiðin voru skilgreind af hópi átta sérfræðinga, fjögurra úr hópi starfsmanna Menntamálastofnunar og fjögurra sérfræðinga sem störfuðu við sérkennslu eða háskólakennslu á sviði lestrarkennslu. Í grunninn var stuðst við niðurstöður í lesfimi í maí 2016 en einnig var horft til Hvítbókar um umbætur í menntun (Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið, 2014) og væntinga sem þar komu fram um að nemendur næðu í ríkari mæli betri árangri í lestri. Væntingar Hvítbókarinnar höfðu einna mest áhrif á viðmiðin á miðstigi. Upphaflega stóð til að útbúa einnig viðmið sem endurspegluðu frammistöðu nemenda á landinu öllu, niðurstöður sem fælu í sér svipaðar upplýsingar og raðeinkunnir en horfið var frá því með ákvörðun læsisteymis. Mat á leshraða eða sjálfvirkni og nákvæmni lestrar með raddlestri er í raun eina aðferðin sem hægt er að nota til að fylgjast með þróun umskráningarfærni nemenda. Raddlestrarhraði gefur vísbendingar um hljóðlestrarhraða sem þarf að aukast samhliða kröfum um aukna námsefnisyfirferð eftir því sem líður á skólagönguna. Nemendur eiga því alltaf að stefna að því að ná viðmiði 2 enda endurspeglar það færni sem nauðsynleg er til að þeir geti tekist á við viðfangsefni í námi hverju sinni með árangursríkum hætti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=