Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils Guðbjörg R. Þórisdóttir Berglind Hansen Auðun Valborgarson Sigurgrímur Skúlason
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 2 | Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils ISBN 978-9979-0-2962-5 ©2021 Guðbjörg R. Þórisdóttir, Berglind Hansen, Auðun Valborgarson, Sigurgrímur Skúlason Málfarslestur: Berglind Steinsdóttir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2021 rafræn 2. útgáfa 2024 rafræn Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 3 | Efnisyfirlit Listiyfirmyndir.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. . 5 Listi yfir töflur 5 Formáli2.útgáfu.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .6 1. Inngangur 7 2.Skólagátt.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .8 2.1.Tímarammi.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. . 8 2.2.Aðgangurkennara.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .8 2.3. Prófgögn í Skólagátt 8 3. Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu . . . . . . . . . . 9 3.1. Hvað er lesfimi? 9 3.2. Lesfimiviðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu . . . . . . 10 3.3.Matsrammifyrirlesfimi . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 3.4. Tengsl lesfimi og lesskilnings 11 3.5. Framkvæmd við fyrirlögn lesfimiprófs . . . . . . . . . . . . . 11 3.5.1. Hver á að leggja lesfimiprófið fyrir? 11 3.5.2. Á að leggja lesfimiprófið fyrir alla nemendur? 12 3.5.3. Mat á lesfimi hjá nemendum með lestrarerfiðleika eðaönnurfrávik.. .. .. .. .. .. .. .. .. 12 3.5.4. Undirbúningur nemenda undir próf . . . . . . . . . . . 13 3.5.5.Prófaðstæður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13 3.5.6. Lesfimiprófið: Sjálf fyrirlögnin 13 3.5.7. Prófgögn og fyrirmæli . . . . . . . . . . . . . . . . 13 3.5.8. Skráning á niðurstöðum lesfimiprófs 14 3.5.9. Hvenær telst orð vera rangt lesið? . . . . . . . . . . . . 14 3.5.10. Skráning á niðurstöðum ef nemandi lýkur prófi innantveggjamínútna . . . . . . . . . . . . . . . . 14 3.6. Birting á niðurstöðum lesfimiprófs í Skólagátt . . . . . . . . . . 15 3.7.Skilánámsmatiílesfimi . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 4. Stuðningsprófin: Orðleysulestur og sjónrænn orðaforði . . . . . . . . . 20 4.1. Framkvæmd við fyrirlögn stuðningsprófa 20 4.1.1. Hvaða nemendur eiga að taka stuðningsprófin? 20 4.1.2. Hver á að leggja stuðningsprófin fyrir? . . . . . . . . . . 20 4.1.3. Undirbúningur nemenda undir próf . . . . . . . . . . . 20 4.1.4.Prófaðstæður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .20
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 4 | 4.2. Orðleysulestur: Sjálf fyrirlögnin . . . . . . . . . . . . . . . . 21 4.2.1. Prófgögn og fyrirmæli . . . . . . . . . . . . . . . . 21 4.2.2. Skráning á niðurstöðum fyrir orðleysulestur . . . . . . . . 21 4.3. Sjónrænn orðaforði: Sjálf fyrirlögnin . . . . . . . . . . . . . . 22 4.3.1. Prófgögn og fyrirmæli . . . . . . . . . . . . . . . . 22 4.3.2. Skráning á niðurstöðum fyrir sjónrænan orðaforða 22 4.4. Birting á niðurstöðum stuðningsprófa í Skólagátt . . . . . . . . . 23 5.Notkunprófannaískólastarfi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 5.1 Samspil lesfimi- og stuðningsprófanna . . . . . . . . . . . . . 24 5.2. Greining og túlkun á niðurstöðum 27 5.2.1. Vinnuskjal til greiningar og túlkun á niðurstöðum 27 5.2.2. Staða bekkjar við upphaf skólaárs . . . . . . . . . . . . 28 5.2.3.Skjaliðfylltút. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 5.2.4. Túlkun á niðurstöðum og viðbrögð . . . . . . . . . . . . 29 6.Lestrarkennslan.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. ..33 6.1.Læsisstefnan.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. 33 6.2. Skipulag lestrarkennslu og lestrarstuðnings á skólavísu . . . . . . . 33 6.2.1. Lestrarstuðningur 34 6.2.2. Viðfangsefni lestrarkennslu . . . . . . . . . . . . . . 34 6.2.3. Viðfangsefni lestrarþjálfunar/heimalestrar 35 6.2.4. Læsisvefurinn – verkfærakista kennara 36 6.2.5. Samstarf við foreldra vegna lestrarnáms . . . . . . . . . . 36 7.Íhnotskurn.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. ..38 8.Heimildaskrá.. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .. .39
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 5 | Listi yfir myndir Mynd 1. Hlutfall nemenda á landsvísu á hverju viðmiðsbili. . . . . . . . . . . . . . 16 Mynd 2. Samanburður á meðaltali lesinna orða milli landsmeðaltals og skóla. . . . . . . 16 Mynd 3. Skráningarhlutfall skóla í samanburði við skráningarhlutfall á landsvísu. . . . . . 16 Mynd 4. Staða og framfarir nemenda innan bekkjar/árgangs innan skólaárs. . . . . . . . 17 Mynd 5. Gagnatafla sem sýnir m.a. frammistöðu nemenda á lesfimiprófi og litakóðað viðmiðsbil sem þeir falla inn á. 17 Mynd 6. Birting á niðurstöðu lesfimiprófs einstakra nemenda. . . . . . . . . . . . . 18 Mynd 7. Prentvænt einkunnablað nemanda úr 3. bekk. . . . . . . . . . . . . . . . 18 Mynd 8. Dæmi um framsetningu á niðurstöðum stuðningsprófs í Skólagátt. 23 Mynd9. Hringrásmatsogkennslu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Mynd 10. Samspil lesfimi- og stuðningsprófa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Mynd 11. Dæmi um greiningu á niðurstöðum 3. bekkjar í september. . . . . . . . . . . 27 Listi yfir töflur Tafla 1. Yfirlit yfir próftexta 9 Tafla 2. Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. 10 Tafla 3. Almenn viðmið um túlkun mælitalna. 23 Tafla 4. Notkun Lesferils í skólastarfi. 25 Tafla 5. Nemendur sem þurfa sérstaka lesfimiþjálfun eftir mat á lesfimi í september. 30 Tafla 6. Staðan eftir mat á lesfimi í september: Nemendur sem þurfa lestrarstuðning. 31 Tafla 7. Skipulag lestrarkennslu og lestrarstuðnings: Staða 3. bekkjar eftir septemberfyrirlögn. 34
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 6 | Formáli 2. útgáfu Lesfimiprófið hefur nú verið í notkun í sex ár og segja má að það hafi allt frá upphafi hlotið frábærar viðtökur hjá skólum. Frá árinu 2018 hafa að meðaltali 90% grunnskólanemenda þreytt prófið í maí enda veitir það mikilvægar upplýsingar um stöðu þessarar mikilvægu færni sem lesfimin er en hún er ein af mikilvægustu stoðum lesskilnings. Allt frá því að prófið fór í loftið hafa sérfræðingar Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu fylgst vel með notkun og virkni þess. Öll stöðluð próf þarf að endurskoða reglulega og þróa í samræmi við nýjustu þekkingu sem verður til á hverjum tíma en upplýsingar og ábendingar frá notendum eru ekki síður mikilvægar þegar kemur að því að þróa og endurbæta mælitæki. Það er því tilefni til að þakka öllum notendum prófsins sérstaklega fyrir ábendingar og hagnýtar upplýsingar sem verða til þess að gera lesfimiprófið að enn betra verkfæri til að meta lestrarfærni nemenda í íslenskum skólum. Endurskoðunin, sem nú fer fram, mun fela í sér nokkur skref svo að breytingarnar hafi sem minnst áhrif á notendur. Í þessari fyrstu umferð er próftextunum fækkað úr tíu í sex. Gerð er nánari grein fyrir nýju fyrirkomulagi í 3. kafla handbókarinnar. Að ári er stefnt að því að gefa út ný lesfimiviðmið sem byggja á þeim gögnum sem hafa safnast saman á liðnum árum en jafnframt að gefa út nýjar birtingarmyndir sem gefa nákvæmari mynd af frammistöðu nemenda og auðvelda túlkun á niðurstöðum. Eins og svo oft áður má reikna með því að miðstöðin muni enn og aftur leita eftir aðstoð og fá sýn notenda prófsins á fyrirhugaðar breytingar. Freyja Birgisdóttir Sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 7 | 1. Inngangur Notkun lesfimi- og stuðningsprófanna gerir kennurum kleift að kortleggja með nokkuð nákvæmum hætti stöðu nemenda sinna í lestri og fylgjast með framförum milli mælinga. Notkun prófanna er valfrjáls og hefur notkun lesfimiprófsins frá upphafi verið mjög útbreidd í íslenskum grunnskólum. Vöxtur er í notkun stuðningsprófanna (orðleysulestur og sjónrænn orðaforði), þeim er ætlað að veita nánari upplýsingar um ástæður slaks gengis á lesfimiprófi en geta einnig nýst til að fylgjast með framförum í grunnaðferðum lestrar (hljóðaaðferð og orðmyndalestri). Matsrammi fyrir lesfimi, sem er í formi leiðsagnarmats, veitir síðan mikilvægar upplýsingar um stöðu hrynrænna þátta lesfiminnar. Saman veita þessi matstæki heildstæðar upplýsingar um stöðu hinnar tæknilegu hliðar læsis eða stöðu umskráningarinnar en hún, ásamt góðum málskilningi, er meginforsenda góðs lesskilnings. Í handbókinni verður fjallað um eðli, framkvæmd og samspil prófanna, hvernig greina má niður- stöður og nota þær til grundvallar lestrarkennslu fyrir einstaka nemendur eða heilan bekk og hvernig þær geta jafnframt legið til grundvallar árangursríku heildarskipulagi lestrarkennslu skóla.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 8 | 2. Skólagátt Skólar hafa aðgengi að lesfimi- og stuðningsprófunum í gegnum vefgáttina Skólagátt en gáttin hýsir jafnframt og vinnur úr gögnum sem verða til við innslátt á niðurstöðum. Við upphaf skólaárs þurfa skólastjórar að skrá bekki sína í Skólagátt og velja þau próf sem leggja á fyrir árgangana þegar opnað er fyrir þau. Einungis skólastjórnendur, kennarar og aðilar innan Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu hafa aðgang að niðurstöðum nemenda í gegnum Skólagátt en skólastjórar ákveða jafnframt hverjir aðrir hafa aðgang að niðurstöðum skólans, s.s. kennsluráðgjafar eða forstöðumenn skólaskrifstofa. Hér er að finna nánari leiðbeiningar um notkun Skólagáttar en starfsfólk miðstöðvarinnar er jafnframt reiðubúið að aðstoða ef þörf krefur. 2.1. Tímarammi Lesfimi- og stuðningsprófin eru opin frá fyrsta degi fyrirlagnarmánaðar til miðnættis síðasta dags sama mánaðar eða 1.–30. september, 1.–31. janúar og 1.–31. maí. Það er á ábyrgð umsjónarkennara, eða þess sem leggur prófin fyrir, að skrá inn niðurstöður innan þess tímaramma sem prófin eru opin. Aðeins er hægt að skrá inn niðurstöður á meðan prófin eru opin og lokast því fyrir innskráningu á miðnætti síðasta dag fyrirlagnarmánaðar, þ.e. 30. september, 31. janúar og 31. maí. Ekki er hægt að skrá inn nýjar niðurstöður eftir lokun en hægt er að lagfæra mistök í skráningu ef haft er samband við miðstöðina. 2.2. Aðgangur kennara Skólastjóri sér um að stýra aðgengi kennara í Skólagátt og þegar aðgangur liggur fyrir skráir kennari sig inn í Skólagátt með rafrænum skilríkjum og hefur þá aðgang að sínum bekk/bekkjum. Með því að smella á próf sem leggja á fyrir kemst kennari á síðu sem inniheldur leiðbeiningar og prófgögn fyrir fyrirlögnina ásamt innsláttarsvæði fyrir niðurstöður. 2.3. Prófgögn í Skólagátt Undir hverju prófi (þ.e. lesfimi, orðleysulestri og sjónrænum orðaforða) má finna upplýsingar um prófin, nauðsynleg prófgögn, fyrirmæli og upplýsingar um hvernig skrá skal niðurstöður nemenda að prófi loknu. Prófgögnin eru aðgengileg í Skólagátt á því tímabili sem prófin eru opin. Kennari þarf að vera búinn að prenta út nauðsynleg prófgögn áður en fyrirlögn prófanna hefst. Nánari upplýsingar um hvernig nálgast má gögnin er að finna í umfjöllun um hvert próf fyrir sig.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 9 | 3. Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar er staðlað einstaklingspróf sem veitir upplýsingar um stöðu nemanda í lesfimi út frá viðmiðum sem miðstöðin hefur sett. Lesfimiprófið metur færni sem birtist í nákvæmum, sjálfvirkum og fyrirhafnarlausum lestri en þeir þættir, ásamt viðeigandi afmörkun hendinga og réttu hljómfalli, stuðla að auknum lesskilningi (Kuhn, Schwanenflugel og Meisinger, 2010). Haustið 2024 var próftextum fækkað úr tíu í sex og er það liður í endurskoðun prófsins sem nú stendur nú yfir. Með þessum breytingum verður stígandin í framför milli árganga skýrari en áður og í betra samræmi við það hvernig lesfimi barna þróast. Þróunin er langhröðust í fyrstu þremur árgöngunum. Hún er að jafnaði mest í 3. bekk en jafnast svo út eftir því sem ofar dregur. Textum er því fækkað frá og með 4. bekk sem auðveldar notendum prófsins að fylgjast með framförum nemenda þegar sami textinn er lesinn (eins og í 4. og 5. bekk, 6. og 7. bekk og 8. til 10. bekk). Þar sem textarnir stigþyngjast má búast við að lesinn orðafjöldi á prófi standi í stað eða lækki lítillega þegar nýr texti er lesinn. Lækkun í lesnum orðafjölda á mínútu þarf því ekki að vera merki um að árangur sé að dala heldur er textinn þyngri eins og áður segir. Textarnir raðast svona á bekki grunnskólans: Tafla 1. Yfirlit yfir próftexta. Bekkur/bekkir Próftexti Heiti texta 1. bekkur Sami og áður Kassabíll 2. bekkur Sami og áður Óskasteinar 3. bekkur Sami og áður Flöskuskeyti 4. og 5. bekkur Texti sem var áður lesinn í 4. bekk Heimsóknin 6. og 7. bekkur Texti sem var áður lesinn í 7. bekk Skíðaferðin 8. til 10. bekkur Texti sem var áður lesinn í 8. bekk Góðverk Þar sem prófið er staðlað er gert ráð fyrir að hver próftexti sé aðeins notaður fyrir þann bekk, eða þá bekki, sem þeim er ætlað að meta (sjá nánar kafla 3.5.3. Mat á lesfimi hjá nemendum með lestrarerfiðleika eða önnur frávik). 3.1. Hvað er lesfimi? Til að skilja betur hugsmíðina lesfimi þurfum við aðeins að fara yfir hvaða hugrænu ferli (e. cognitive process) eru virkjuð þegar texti er lesinn. Lestrarferlið byggist á mörgum ólíkum hugrænum ferlum eins og athygli, minni, sjónskynjun, hljóðskynjun, ásamt málskilningi svo eitthvað sé nefnt. Þessi ferli þurfa öll að vinna vel saman til þess að eðlilegur lestur geti átt sér stað. En hver er þá tengingin við lesfimi? Lesfimi er í grunninn ekkert annað en lýsing á lestri og er lýsingin þrenns konar: Sjálfvirkni (hversu mikil athygli lesanda fer í það að lesa textann), nákvæmni (hversu nákvæmur lesturinn er) og hrynjandi (hversu rétt eða eðlilegt hljómfall og mótun hendinga við lestur er). Lýsing þessi er svo notuð til þess að lýsa lestri lesarans, samanber „lestur nemandans er fimlegur“ eða „lestur nemandans er stirðlegur“. Fimlegur
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 10 | lestur gefur vísbendingu um að þessi ólíku hugrænu ferli vinni vel saman en stirðlegur lestur gefur vísbendingar um að lestrarferlið gangi ekki nægjanlega smurt fyrir sig og þarfnist einhvers inngrips. 3.2. Lesfimiviðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Lesfimiviðmiðin eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í lestrarfærni nemenda frá 1. og upp í 10. bekk. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að standast á næstu stigum náms. Tafla 2. Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Bekkur Viðmið 1 90% viðmið Viðmið 2 50% viðmið Viðmið 3 25% viðmið 1. 20 55 75 2. 40 85 100 3. 55 100 120 4. 80 120 145 5. 90 140 160 6. 105 155 175 7. 120 165 190 8. 130 180 210 9. 140 180 210 10. 145 180 210 Viðmiðin eru svokölluð væntingaviðmið um árangur þar sem stefnt var að því að 90% nemenda næðu viðmiði 1, 50% nemenda næðu viðmiði 2 og 25% nemenda næðu viðmiði 3. Þessi viðmið voru byggð á niðurstöðum fyrstu fyrirlagna lesfimiprófsins og væntingum um bættan árangur í lestri sem komu fram í Hvítbók um umbætur í menntun (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2014). Viðmiðin voru skilgreind af hópi átta sérfræðinga, fjögurra úr hópi starfsmanna Menntamálastofnunar og fjögurra sérfræðinga sem störfuðu við sérkennslu eða háskólakennslu á sviði lestrarkennslu. Í grunninn var stuðst við niðurstöður í lesfimi í maí 2016 en einnig var horft til Hvítbókar um umbætur í menntun (Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið, 2014) og væntinga sem þar komu fram um að nemendur næðu í ríkari mæli betri árangri í lestri. Væntingar Hvítbókarinnar höfðu einna mest áhrif á viðmiðin á miðstigi. Upphaflega stóð til að útbúa einnig viðmið sem endurspegluðu frammistöðu nemenda á landinu öllu, niðurstöður sem fælu í sér svipaðar upplýsingar og raðeinkunnir en horfið var frá því með ákvörðun læsisteymis. Mat á leshraða eða sjálfvirkni og nákvæmni lestrar með raddlestri er í raun eina aðferðin sem hægt er að nota til að fylgjast með þróun umskráningarfærni nemenda. Raddlestrarhraði gefur vísbendingar um hljóðlestrarhraða sem þarf að aukast samhliða kröfum um aukna námsefnisyfirferð eftir því sem líður á skólagönguna. Nemendur eiga því alltaf að stefna að því að ná viðmiði 2 enda endurspeglar það færni sem nauðsynleg er til að þeir geti tekist á við viðfangsefni í námi hverju sinni með árangursríkum hætti.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 11 | 3.3. Matsrammi fyrir lesfimi Lesfimiprófið í Lesferli metur sjálfvirkni og nákvæmni við lestur. Í leiðbeiningum um framkvæmd eru fyrirmælin til nemenda þegar prófið er lagt fyrir „Lestu eins hratt og vel og þú getur“. Orðið „vel“ vísar hér til lestrarnákvæmni þar sem hún, ásamt lesnum orðum á mínútu, liggur til grundvallar útreikningum á frammistöðu nemenda. Upplýsingar um sjálfvirkni umskráningar eru mjög mikilvægar en sjálfvirknin er ein af meginforsendum þess að lesari geti einbeitt sér að innihaldi texta og skilið hann. Sé skilgreiningin á lesfimi hins vegar höfð í huga er ljóst að lesfimiprófið metur aðeins tvo meginþætti hennar en til að fá góða hugmynd af heildarstöðunni þurfa kennarar einnig að nota matsramma fyrir lesfimi sem býður upp á mat á hrynrænum þáttum til viðbótar. Saman veita lesfimiprófið og matsramminn góðar upplýsingar en notkun rammans býður jafnframt upp á útvíkkun í lestrarkennslu og þjálfun og getur gert hvort tveggja fjölbreytt og áhugavert. Matsrammann má finna á Læsisvefnum ásamt leiðbeiningum. 3.4. Tengsl lesfimi og lesskilnings Setning lesfimiviðmiða og mælingar á sjálfvirkni og nákvæmni lestrar hafa hlotið nokkra gagnrýni og telja ýmsir að hvort tveggja leiði til ofuráherslu á lestrarhraða í lestrarkennslu í stað þess að athyglinni sé fremur beint t.d. að því að efla lesskilning nemenda eða áhugahvötina. Ef mikill leshraði er eina markmið lestrarkennslu og eini þáttur lestrar sem metinn er þá er þetta réttmæt gagnrýni því þessi nálgun á lestur og lestrarkennslu endurspeglar of þröngan skilning á því hvað lestur felur í sér og hver tilgangur hans er (Cartwright og Duke, 2019; Guðbjörg R. Þórisdóttir, 2021). Nákvæmur, áreynslulaus og sjálfvirkur lestur, þar sem lesarinn er því sem næst ómeðvitaður um lestrarferlið sem fer fram í huga hans, er hins vegar ein mikilvægasta forsenda þess að hann geti einbeitt sér að innihaldi textans og skilið hann (LaBerge og Samuels, 1974). Góð lestrarfærni er einnig meginforsenda þess að lesarar geti haft ánægju af lestri. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með þróun lesfimi hjá nemendum því hún er ein af meginstoðum læsis því sé hún ekki nægileg getur það sett hömlur á möguleika nemenda til að komast yfir lesefni, nýta sér lestur á árangursríkan hátt í námi og lesa sér til yndisauka. 3.5. Framkvæmd við fyrirlögn lesfimiprófs 3.5.1. Hver á að leggja lesfimiprófið fyrir? Meginreglan er sú að kennari sem annast lestrarkennslu tiltekins nemanda á að leggja fyrir hann prófið. Þetta er mikilvægt þar sem lestrarkennarinn skipuleggur áherslur og viðfangsefni í lestrarnáminu og fylgist með framvindu þess frá degi til dags. Hann er því best í stakk búinn til að meta frammistöðu og túlka niðurstöður þar sem hann hefur reynslu af vinnu með nemandanum og getur t.d. metið hvort próflausn sé dæmigerð fyrir færni nemanda eða ekki. Í flestum tilvikum eru þetta umsjónarkennarar á yngsta og miðstigi eða kennarar sem annast lestrarstuðning nemenda sem glíma við lestrarvanda og geta verið rétt yfir og undir viðmiði 1. Þar sem lestrarkennsla fellur undir íslensku eru það íslenskukennarar á unglingastigi sem þurfa að huga að kennslu og stöðu nemenda í lesfimi en þar sem þeir kenna oft mörgum árgöngum þurfa fleiri að koma að fyrirlögn lesfimiprófsins á stiginu ef leggja á prófið fyrir alla nemendur. Þar er gott að hafa í huga að allir kennarar eru læsiskennarar og að auðvelt er að þjálfa kennara í að leggja prófið fyrir.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 12 | 3.5.2. Á að leggja lesfimiprófið fyrir alla nemendur? Lesfimiprófið má leggja fyrir alla nemendur sem til þess hafa forsendur en í næsta kafla er fjallað um mat á lesfimi hjá nemendum með lestrarerfiðleika. Í tilviki nemenda sem náð hafa góðum tökum á lesfimi og eru komnir á efri stig í grunnskóla geta skólar mótað sér sjálfstæða stefnu varðandi það hverjir fara í lesfimipróf og hverjir ekki en færa má góð rök fyrir því að óþarft sé að prófa nemendur sem búa þegar yfir góðri lesfimi og hafa náð æskilegu viðmiði. Vilji skólar hins vegar safna gögnum til að skoða hjá sér árangur af kennslu milli ára má leggja prófin fyrir alla þar sem það er ekki mjög tímafrekt og unglingar oft áhugasamir um frammistöðu sína á lesfimiprófi. 3.5.3. Mat á lesfimi hjá nemendum með lestrarerfiðleika eða önnur frávik Einstaka nemendur eiga í töluverðum erfiðleikum með að ná tökum á lestri vegna lestrarvanda eða þroskafrávika og fyrir þessa nemendur getur það reynst mikil raun að þreyta lesfimipróf árgangs síns. Þar sem prófútgáfur eru staðlaðar fyrir ákveðinn aldur á ekki að leggja fyrir þessa nemendur próf yngri árganga því þannig fæst ekki marktækur samanburður við jafnaldra og niðurstöður gefa ekki rétta mynd af færni nemanda. Ef kennari/skóli telur að ekki fáist nægar upplýsingar um stöðu lesfimi nemanda með því að leggja fyrir hann lesfimipróf Lesferils þar sem það er of þungt þarf að ræða bæði við nemandann og foreldra um að leggja annars konar próf fyrir. Hafa þarf í huga mikilvægi þess að leggja fyrir próf sem reyni ekki um of á nemandann, gefi rétta mynd af stöðu hans og góðar upplýsingar um möguleg næstu skref í kennslu og þjálfun. Jafnframt þarf að ræða með hvaða hætti niðurstöður verða settar fram og hvernig framfarir verða metnar. Í slíkum tilvikum er lagt til að notuð séu önnur úttalin lesfimipróf til að meta framfarir (t.d. próf sem skólinn á eða Leið til læsis lesfimiprófin sem finna má á læstu svæði kennara á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu). Velja ætti texta sem reynir hæfilega á nemandann og gefur góða mynd af stöðu hans í lesfimi. Einnig er mikilvægt að meta aðra þætti lesfiminnar ef mögulegt er með því að nota matsrammann fyrir lesfimi til að fá heildstæða mynd af stöðu nemandans. Líkt og í tilviki nemenda sem leysa staðlaða prófið er sami textinn lagður fyrir þrisvar yfir skólaárið en með því að leggja sama texta fyrir er hægt að fá góða tilfinningu fyrir framförum. Í kjölfarið geta nemendur svo sett sér persónubundin, raunhæf markmið með aðstoð kennara. Niðurstöður úr öðrum prófum en stöðluðum prófum Lesferils er hvorki hægt að skrá í Skólagátt né bera saman við upplýsingar sem þar birtast, s.s. viðmið og meðaltal bekkjar. Það er hins vegar auðvelt að útbúa yfirlit yfir feril nemandans í Excel enda skiptir það máli bæði fyrir hann og foreldra að niðurstaðan sé sett fram í skýru samhengi og með raunhæfum en hvetjandi hætti. Það er mjög mikilvægt að nemandi missi aldrei trú á eigin getu og viðhaldi jákvæðu hugarfari til íhlutunar og þjálfunar. Framfarir eru mjög einstaklingsbundnar en nemandi sem fær markvissa íhlutun og þjálfun er í stöðugri framför og hrósa þarf fyrir hvert lítið skref sem tekið er í rétta átt.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 13 | 3.5.4. Undirbúningur nemenda undir próf Prófið krefst ekki sérstaks undirbúnings af hálfu nemenda. Það er gott að tilkynna prófdag með fyrirvara svo eldri nemendur, sem lesa oftast í hljóði, geti æft raddlestur en hann getur orðið stirður ef nemendur lesa lítið upphátt. 3.5.5. Prófaðstæður Þar sem kennari verður að geta heyrt lestur nemandans, og til að lágmarka áreiti á meðan nemandi leysir prófið, þarf það að fara fram þar sem næði er gott og lítið um önnur áreiti í umhverfinu. Nemandi getur fundið fyrir streitu rétt áður en hann leysir prófið og ætti kennari að gefa sér örlítinn tíma til að hjálpa honum að koma ró á huga sinn áður en hann leysir prófið. 3.5.6. Lesfimiprófið: Sjálf fyrirlögnin Í Skólagátt er að finna eftirfarandi upplýsingar um prófið: Lesfimipróf Lesferils eru stöðupróf þar sem metnir eru tveir þættir í lestri nemandans; sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Hér er um að ræða einstaklingspróf sem taka tvær mínútur í fyrirlögn. Góð lesfimi stuðlar að auknum lesskilningi þar sem hún gefur nemendum færi á að beina aukinni athygli að innihaldi textans. Ef nemandi nær ekki góðum tökum á lesfimi verður lestur ónákvæmur og tafsamur. Lesfimi er hæfileiki sem þarf að þjálfa og viðhalda eins og hverri annarri færni. Minnt er á að til að fá heildarmynd af stöðu nemenda í lesfimi þarf einnig að meta aðra þætti hennar með matsramma fyrir lesfimi. Í leiðbeiningum með rammanum má finna nánari útskýringar á notkun hans og mikilvægi þess að meta alla þætti lesfiminnar. 3.5.7. Prófgögn og fyrirmæli Prófblað nemenda og skráningarblað kennara er að finna í Skólagátt undir lista yfir nemendur sem skráðir eru í prófin. Önnur prófgögn eru skriffæri, tímamælir og upptökutæki ef taka á upp lesturinn. Það getur verið gott að taka lesturinn upp í tilviki nemenda með lestrarvanda því nánari greining á villum getur gefið nákvæmari hugmynd um það sem þarfnast þjálfunar. Fyrirmæli til nemenda er að finna í Skólagátt og prófeintaki kennara en til hægðarauka eru þau einnig höfð með hér: „Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Mikilvægt er að gefa nemendum svigrúm til að svara spurningunum til að tryggja að þeir skilji fyrirmælin vel og leysi prófið á réttan hátt.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 14 | 3.5.8. Skráning á niðurstöðum lesfimiprófs Í Skólagátt er að finna eftirfarandi upplýsingar varðandi skráningu á niðurstöðum nemenda á lesfimiprófi: Nemandi les í tvær mínútur og kennari merkir inn á skráningarblaðið síðasta orðið sem nemandi las. Einnig þarf að merkja við öll rangt lesin orð en rangt lesin orð teljast rétt ef nemandinn leiðréttir sig sjálfur. Ef nemandi sleppir línu er mælt með því að leiðbeina honum á réttan stað. Ef það er ekki gert þarf að merkja öll orð sem nemandinn sleppti sem rangt lesin. Færið niðurstöður af skráningarblaðinu inn á viðeigandi innsláttarsvæði í Skólagátt með því að smella á rangt lesin orð sem litast þá gul. Smella þarf tvisvar á síðasta orð sem lesið var sem litast þá rautt. Síðasta orðið telst ekki villa þótt orðið hafi verið rangt lesið. Kennarar hafa ýmist skráð niðurstöður á ljósritað eintak fyrir hvern nemanda eða beint í rafræn gögn í Skólagátt til að spara pappír og stytta úrvinnslutímann. Gallinn við það að skrá niðurstöður beint í Skólagátt er sá að það hefur komið fyrir að kennarar hafa skráð niðurstöður á rangan nemanda og þá ekki haft nein gögn undir höndum til að skrá réttar niðurstöður á réttan nemanda. Kosturinn við að skrá villur í texta á pappír er sá að það gerir kennaranum kleift að strika undir rangt lesin orð, skrá hjá sér athugasemdir og skoða villur eftir að prófi lýkur en þær geta veitt ýmsar upplýsingar um lestrarfærni nemenda. Þar sem sama prófið er lagt fyrir þrisvar á skólaári er óþarft að ljósrita nýtt eintak handa hverjum nemanda heldur má nota sama eintakið við allar fyrirlagnirnar en skrá t.d. villur í hverri fyrirlögn með mislitum pennum, t.d. yfirstrikunarpennum. Þannig er hægt að bera frammistöðu nemanda saman milli prófafyrirlagna og spara pappír. Að gefnu tilefni eru kennarar minntir á að vista niðurstöður í lok skráningar til að koma í veg fyrir að gögn glatist. 3.5.9. Hvenær telst orð vera rangt lesið? Þar sem einn megintilgangur prófanna er að meta lestrarnákvæmni teljast öll frávik frá réttri umskráningu á texta sem villa. Dæmi um frávik: • Orð rangt lesið – nemandi þekkir ekki orð eða framburð þess. • Brottfall hljóða úr orði – ekki öll hljóð orðsins lesin. • Hluti samsetts orðs rangt lesinn – allt orðið telst rangt lesið. • Orðum víxlað – bæði orðin teljast rangt lesin. • Mislestur á smáorðum, t.d. á/í, að/af. • Hljóðum bætt inn í orð, t.d. ákveðnum greini bætt við nafnorð (t.d. maður/maðurinn). 3.5.10. Skráning á niðurstöðum ef nemandi lýkur prófi innan tveggja mínútna Það er ekki algengt að nemendum takist að ljúka lesfimiprófi innan tveggja mínútna og Skólagátt býður ekki upp á útreikninga eða skráningu í slíkum tilvikum. Segja má að nemendur sem ná þessu séu búnir að „sprengja skalann“ og aukinn raddlestrarhraði hefur mjög takmarkað nota-
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 15 | gildi fyrir þá. Þannig verða öll lesin orð, umfram það sem prófið mælir, í raun aukaatriði þrátt fyrir að nemandinn geti verið spenntur fyrir því að bæta sig í hraða. Þá er um að gera að velja sér aðrar áherslur í þjálfuninni eins og bætt lestrarlag eða góðan lesskilning ef nemandinn þarf á að halda. 3.6. Birting á niðurstöðum lesfimiprófs í Skólagátt Tilgangur prófa er að afla upplýsinga um stöðu nemenda og bregðast við þeim með markvissum hætti en lesfimiprófin meta afmarkaða færni sem ásamt öðrum þáttum mynda læsi eða hæfni nemenda til að nýta sér upplýsingar úr texta. Af þessum sökum er ekki hægt að tala um eða túlka niðurstöður lesfimiprófanna sem „hæfnimiðaðar“ en þær veita engu að síður mikilvægar upplýsingar sem varða heildarstöðu læsis nemenda. Í Skólagátt hafa niðurstöður lesfimiprófsins verið settar fram með ýmsum hætti þar sem hægt er að skoða hlutfall nemenda sem lenda á tilteknu viðmiðsbili, bera árangur skóla saman við landsmeðaltal, bera meðaltal lesinna orða árganga í skóla saman við landsmeðaltöl, þátttökutölur og framfarir einstakra nemenda á milli mælinga. Í gáttinni má einnig finna gagnatöflu þar sem niðurstöður einstakra nemenda eru birtar en sú tafla er mjög mikilvæg þegar skipuleggja þarf lestrarkennslu og lestrarstuðning (sjá mynd 5). Mynd 1 er sú sem blasir fyrst við þegar niðurstöður lesfimiprófs eru skoðaðar. Fyrsti stöpullinn endurspeglar væntingar samkvæmt viðmiðum miðstöðvarinnar um dreifingu nemendahóps í öllum árgöngum. Þannig er gert ráð fyrir að: • 10% nemenda lendi undir viðmiði 1 • 40% nemenda lendi á milli viðmiðs 1 og 2 • 25% nemenda lendi milli viðmiðs 2 og 3 • 25% nemenda lendi yfir viðmiði 3 Hinir stöplarnir sýna raunverulegt hlutfall nemenda á hverju viðmiðsbili en með því að draga bendilinn yfir hvert bil er hægt að kalla fram nákvæma prósentutölu yfir hlutfall nemenda á hverju bili. Myndin sýnir hlutfall nemenda á landsvísu á hverju viðmiðsbili eftir fyrirlögn í maí 2021 en allir skólar hafa aðgang að upplýsingum um landsmeðaltöl á prófinu. Þessar upplýsingar eru jafnframt aðgengilegar á heimasíðu á heimasíðu miðstöðvarinnar. Ekki hafa orðið miklar breytingar á hlutfalli nemenda á hverju viðmiðsbili samkvæmt maíniðurstöðum frá því að lesfimiprófið var fyrst lagt fyrir árið 2016 en fyrirhuguð er endurskoðun á lesfimiviðmiðum og framsetningu þeirra á grundvelli gagna sem hafa safnast saman á undanförum árum.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 16 | Mynd 1. Hlutfall nemenda á landsvísu á hverju viðmiðsbili. Í Skólagátt geta skólar borið meðaltal lesinna orða hjá nemendum sínum saman við landsmeðaltal. Með því að draga bendilinn yfir hvern gagnapunkt má sjá nákvæma tölu yfir meðaltal lesinna orða í árgangi á skólavísu og landsvísu. Gráu brotalínurnar tákna viðmið 1, 2 og 3. Sjá mynd 2. Mynd 2. Samanburður á meðaltali lesinna orða milli landsmeðaltals og skóla. Skólagáttin heldur utan um upplýsingar varðandi það hvenær niðurstöður prófsins eru skráðar innan fyrirlagnartímabilsins og þar geta skólar einnig fundið upplýsingar um eigið skráningarhlutfall í samanburði við skráningarhlutfall á landsvísu. Mynd 3. Skráningarhlutfall skóla í samanburði við skráningarhlutfall á landsvísu.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 17 | Á mynd 4 má sjá súlurit sem sýnir stöðu og framfarir hvers nemanda innan bekkjar/árgangs eftir atvikum. Með því að draga bendilinn yfir súlurnar má sjá hversu mörg orð nemandi las á mínútu í hverri próffyrirlögn. Á súluritinu má einnig sjá viðmiðin þrjú (gráar brotalínur) sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar heildarstaða nemendahópsins er skoðuð. Mynd 4. Staða og framfarir nemenda innan bekkjar/árgangs innan skólaárs. Litakóðunin í gagnatöflunni á mynd 5 veitir góðar upplýsingar um það viðmiðsbil sem nemendur lenda á eftir hverja fyrirlögn og þar sem taflan inniheldur upplýsingar um öll próf innan skólaárs er hægt að fylgjast með því hvort, hvenær og hvernig nemendur færast á milli viðmiðs- bila. Taflan veitir einnig góðar upplýsingar um fjölda nemenda sem lenda undir viðmiði 1 og þurfa stuðning og/eða góða eftirfylgni til að taka framförum fram að næsta lesfimimati. Hægt er að hlaða þessum gögnum niður í töflureikni og vinna nánar með þau. Niðurstöður í töflunni eru skáldaðar. Mynd 5. Gagnatafla sem sýnir m.a. frammistöðu nemenda á lesfimiprófi og litakóðað viðmiðsbil sem þeir falla inn á.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 18 | Niðurstöður nemenda á lesfimiprófi eru birtar sem vegin orð á mínútu. Það er gert til að draga úr þyngdarmun í texta. Þyngdarmunurinn getur verið innan texta en einnig milli texta í ólíkum árgöngum. Þar sem niðurstöður eru gefnar í vegnum orðum á mínútu geta þær verið ólíkar þeirri útkomu sem kæmi út ef fjöldi rétt lesinna orða á mínútu væri fenginn með því að telja út lesinn orðafjölda á prófblaðinu. Ásamt því að vigta fyrir þyngd texta er vigtað fyrir fjölda villna en því fleiri villur sem nemandinn gerir því þyngra vægi fá þær. Þetta er gert til þess að draga úr vægi þess að lesa texta hratt með lítilli nákvæmni. Mynd 6. Birting á niðurstöðu lesfimiprófs einstakra nemenda. Eins og sjá má á mynd 6 eiga kennarar þess kost að prenta út einkunnablöð en þau sýna frammistöðu hvers nemanda í síðustu fjórum próffyrirlögnum (sjá mynd 7). Þetta eru niðurstöður nemanda í 3. bekk sem sýna að hann les 89 o. á mín. og er á milli viðmiðs 1 og viðmiðs 2 í þessari próffyrirlögn. Ef gagnapunktarnir fjórir eru skoðaðir í töflunni fyrir neðan línuritið á mynd 7 má sjá að svo virðist sem nemanda hafi farið aftur milli maímælingar 2020 og 2021 en þá þarf að hafa í huga að ekki er um sama próf að ræða og að prófið í 3. bekk er nokkru þyngra en prófið í 2. bekk. Jafnframt þarf að forðast að bera saman niðurstöður í maí og september 2020 þar sem aðlæg kvörðun milli prófútgáfa í 2. og 3. bekk (eða milli annarra árganga) hefur ekki farið fram og því má ekki bera saman niðurstöður á milli ára heldur aðeins innan skólaárs þar sem sama prófið er lagt fyrir allt árið. Almenna reglan er sú að þegar nemandi les nýjan og þyngri próftexta má búast við því að lesin orð á mínútu standi í stað eða lækki lítillega. Það er ekki endilega merki um að árangur sé að dala heldur getur þyngri texti haft þessi áhrif. Mynd 7. Prentvænt einkunnablað nemanda úr 3. bekk.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 19 | Með því að setja bendilinn yfir gráu kassana fyrir ofan línuritið sem tilgreina viðmið 1, 2 og 3 og vinstrismella má fjarlægja brotalínurnar sem tákna viðmiðin af einkunnablaðinu. Það getur verið hvetjandi fyrir þá nemendur sem sækist lestrarnámið hægt að hafa ekki alltaf t.d. viðmið 2 og 3 fyrir augum þegar einkunnablaðið er skoðað. 3.7. Skil á námsmati í lesfimi Eins og áður segir metur lesfimipróf Lesferils tvo þætti lesfiminnar en ef vel á að vera og til að fá heildarmynd af lesfimi nemanda þarf einnig að meta lesfimi hans með matsramma fyrir lesfimi sem endurspeglar alla þætti lesfiminnar. Við skil á námsmati í lesfimi gefur það besta mynd af færni nemanda ef hann og forsjáraðilar fá í hendur bæði einkunnablaðið úr Skólagátt sem sýnir lesin orð á mínútu og matsrammann fyrir lesfimi þar sem kennari hefur lagt mat á og tekið saman upplýsingar um frammistöðu á öllum þáttum lesfiminnar.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 20 | 4. Stuðningsprófin: Orðleysulestur og sjónrænn orðaforði Tilgangur stuðningsprófanna er að veita nánari upplýsingar um stöðu grunnaðferða í lestri en markviss notkun stuðningsprófanna getur einnig veitt góðar vísbendingar um hvaða nemendur það eru sem e.t.v. glíma við undirliggjandi lestrarvanda. Markviss greining og notkun á niðurstöðum ætti að liggja til grundvallar skipulagi og viðfangsefnum lestrarkennslu eða lestrarstuðningi fyrir einstaka nemendur, bekk, árgang eða jafnvel skipulagi lestrarkennslu á skólavísu en með skýru skipulagi er hægt að tryggja flestum nemendum góða lestrarfærni og nýta bjargráð vel. 4.1. Framkvæmd við fyrirlögn stuðningsprófa 4.1.1. Hvaða nemendur eiga að taka stuðningsprófin? Viðmiðunarreglan er sú að leggja á stuðningsprófin fyrir nemendur sem eru undir og rétt yfir viðmiði 1 á lesfimiprófi þar til viðunandi árangur næst eða skýring á slakri frammistöðu liggur fyrir. Þetta á við um nemendur á öllum stigum grunnskólans því skortur á færni í grunnaðferðum lestrar kemur í veg fyrir að nemendur nái góðum tökum á lesfimi óháð aldri. Kennarar geta einnig lagt stuðningsprófin fyrir þyki þeim ástæða til að fá nýrri upplýsingar um stöðu nemenda í lestri, t.d. þegar nemandi hefur flutt sig á milli skóla, eða til að fá nýjar upplýsingar í kjölfar íhlutunar hjá nemendum með lestrargreiningu. 4.1.2. Hver á að leggja stuðningsprófin fyrir? Líkt og í tilviki lesfimiprófsins er það lestrarkennari nemandans sem leggur stuðningsprófin fyrir. Eins og áður segir eru þetta alla jafna umsjónarkennarar á yngsta og miðstigi en íslenskukennarar á unglingastigi. Sérkennari eða annar sérfræðingur annast svo mat á nemendum sem hann hefur umsjón með. Reikna má með því að þörfin fyrir að leggja stuðningsprófin fyrir sé meiri á fyrri stigum náms en meginreglan er sú að leggja stuðningsprófin fyrir til að fá skýringu á slöku gengi á lesfimiprófi hjá nemendum á öllum stigum. Í töflu 4 í kafla 5.1 er að finna upplýsingar varðandi fyrirlögn stuðningsprófanna og annarra matstækja sem geta gefið upplýsingar um gengi nemenda í lestri. 4.1.3. Undirbúningur nemenda undir próf Stuðningsprófin krefjast ekki sérstaks undirbúnings af hálfu nemenda. Það er gott að tilkynna prófdag með fyrirvara svo eldri nemendur, sem oftast lesa í hljóði, geti æft raddlestur en hann getur orðið stirður ef nemendur lesa lítið upphátt. 4.1.4. Prófaðstæður Þar sem kennari verður að geta heyrt lestur nemandans, og til að lágmarka áreiti á meðan nemandi leysir prófið, þarf það að fara fram þar sem næði er gott og lítið um önnur áreiti í umhverfinu. Nemendur geta fundið fyrir streitu rétt áður en þeir leysa prófið og ættu kennarar að gefa sér örlítinn tíma til að hjálpa nemanda að koma ró á huga sinn áður en hann leysir prófið.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 21 | 4.2. Orðleysulestur: Sjálf fyrirlögnin Í Skólagátt er að finna eftirfarandi upplýsingar um prófið: Próf í orðleysulestri er 40 atriða einstaklingspróf sem tekur 1-2 mínútur í fyrirlögn á hvern nemanda (sjálfur próftökutíminn er 1 mínúta). Lestur orðleysa er eitt besta mælitækið til að meta þekkingu nemanda á tengslum bókstafs og hljóðs sem er undirstaða umskráningar í lestri. Öryggi við beitingu hljóðaaðferðar er forsenda þess að nemandi geti byggt upp sjónrænan orðaforða og sjálfvirkur lestur orðmynda er forsenda góðrar lesfimi. 4.2.1. Prófgögn og fyrirmæli Prófblað nemenda og skráningarblað kennara er að finna í Skólagátt undir lista yfir nemendur sem skráðir eru í prófin. Önnur prófgögn eru skriffæri, tímamælir og upptökutæki ef taka á upp lesturinn. Það getur verið gott að taka lesturinn upp í tilviki nemenda með lestrarvanda því nánari greining á villum getur gefið nákvæmari hugmynd um það sem þarfnast þjálfunar. Við fyrirlögn byrjar kennarinn á því að fara yfir æfingaverkefnið sem er á bakhlið prófblaðs svo nemandi skilji í hverju verkefnið er fólgið en mikilvægt er að nemandinn viti nákvæmlega hvað hann á að gera áður en próffyrirlögn hefst. Því næst er nemendablaðið brotið í tvennt eftir miðjulínunni og kennarinn les fyrirmælin fyrir nemandann. Fyrirmælin er að finna í Skólagátt en til hægðarauka eru þau höfð með hér: „Í þessu verkefni átt þú að lesa orð eins hratt og vel og þú getur í eina mínútu. Þetta eru ekki venjuleg orð, þetta eru bullorð. Þú lest orðin eins og þau eru skrifuð. Ef þú ert ekki viss þá er betra að giska en segja ekki neitt. Orðin sem þú lest eru miserfið. Þau eru í röð á blaðinu og þú byrjar á því efsta og lest niður blaðið. Þegar því er lokið snýrðu blaðinu við og heldur áfram að lesa þar til ég segi þér að stoppa. Gott er að láta fingur fylgja orðunum þegar þú lest niður blaðið. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Mikilvægt er að gefa nemendum svigrúm til að svara spurningunum til að tryggja að þeir skilji fyrirmælin vel og leysi prófið á réttan hátt. 4.2.2. Skráning á niðurstöðum fyrir orðleysulestur Í Skólagáttinni er að finna upplýsingar um skráningu á niðurstöðum nemenda á lestri orðleysa: Próftími er hámark 1 mínúta. Tími nemandans er skráður neðst á skráningarblað kennara. Merkt er við þau orð sem nemandi las rangt ef einhver eru. Öll frávik frá réttri og nákvæmri umskráningu teljast sem villa. Færið niðurstöður af skráningarblaðinu inn á viðeigandi innsláttarsvæði í Skólagátt með því að smella á rangt lesin orð sem litast þá gul. Smella þarf tvisvar á síðasta orð sem lesið var sem litast þá rautt. Síðasta orðið telst ekki villa þótt orðið hafi verið rangt lesið. Ef allur orðalistinn er lesinn á undir 60 sekúndum þá er tvísmellt á síðasta orð listans og valið úr fellilista í hversu margar sekúndur nemandinn las.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 22 | 4.3. Sjónrænn orðaforði: Sjálf fyrirlögnin Í Skólagátt er að finna eftirfarandi upplýsingar um prófið: Próf í sjónrænum orðaforða er 40 atriða einstaklingspróf sem ætlað er að meta sjónrænan orðaforða. Sjónrænn orðaforði er safn orðmynda þar sem nemandinn þekkir hljóðræna og sjónræna mynd orða ásamt merkingu fyrirhafnarlaust og án umhugsunar. Góður sjónrænn orðaforði er forsenda þess að nemandi geti lesið texta af öryggi og áreynslulaust og er þar af leiðandi forsenda lesfimi. 4.3.1. Prófgögn og fyrirmæli Prófblöð nemenda og skráningarblað kennara er að finna í Skólagátt undir lista yfir nemendur sem skráðir eru í prófin. Önnur prófgögn eru skriffæri, tímamælir og upptökutæki ef taka á upp lesturinn. Það getur verið gott að taka lesturinn upp í tilviki nemenda með lestrarvanda því nánari greining á villum getur gefið nákvæmari hugmynd um það sem þarfnast þjálfunar. Við upphaf fyrirlagnar er prófblað nemanda brotið í tvennt eftir miðjulínunni og kennarinn les fyrirmælin fyrir nemandann. Fyrirmælin er að finna í Skólagátt en til hægðarauka eru þau höfð með hér: „Í þessu verkefni átt þú að lesa orð eins hratt og vel og þú getur í eina mínútu. Orðin eru í röð á blaðinu og þú byrjar á því efsta og lest niður blaðið. Þegar því er lokið snýrðu blaðinu við og heldur áfram að lesa þar til ég segi þér að stoppa. Ef þú þekkir ekki eitthvert orðanna mátt þú giska. Gott er að hafa fingur á orði þegar þú lest niður blaðið. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Mikilvægt er að gefa nemendum svigrúm til að svara spurningunum til að tryggja að þeir skilji fyrirmælin vel og leysi prófið á réttan hátt. 4.3.2. Skráning á niðurstöðum fyrir sjónrænan orðaforða Í Skólagáttinni er að finna upplýsingar um skráningu á niðurstöðum nemenda við lestur á sjónrænum orðaforða: Próftími er hámark 1 mínúta. Tími nemandans er skráður neðst á skráningarblað kennara. Merkt er við þau orð sem nemandi las rangt ef einhver eru. Öll frávik frá réttri og nákvæmri umskráningu teljast sem villa. Færið niðurstöður af skráningarblaðinu inn á viðeigandi innsláttarsvæði í Skólagátt með því að smella á rangt lesin orð sem litast þá gul. Smella þarf tvisvar á síðasta orð sem lesið var sem litast þá rautt. Síðasta orðið telst ekki villa þótt orðið hafi verið rangt lesið. Ef allur orðalistinn er lesinn á undir 60 sekúndum þá er tvísmellt á síðasta orð listans og valið úr fellilista í hversu margar sekúndur nemandinn las.
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 23 | 4.4. Birting á niðurstöðum stuðningsprófa í Skólagátt Frammistaða nemenda á stuðningsprófum eru settar fram í mælitölum og hverju mælitölubili fylgir lýsing sem gefur til kynna stöðu á kvarða ásamt samanburði við frammistöðu jafnaldra. Notkun mælitalna gerir kennaranum kleift að túlka og bera saman niðurstöður á mismunandi prófum og prófútgáfum þegar sama próf er notað hjá mörgum aldurshópum. Í töflu 3 gefur að líta staðlaðan túlkunarramma sem unnt er að tengja við stigatölur á ólíkum mælitækjum (Sigurgrímur Skúlason, 2020, bls. 104; Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson og Guðbjörg R. Þórisdóttir, 2021, bls. 11) en lýsingin auðveldar skilning á stöðu nemenda sem falla inn á tiltekin mælitölubil. Tafla 3. Almenn viðmið um túlkun mælitalna. Mælitala Lýsing Almenn túlkun niðurstöðu 1 til 3 Neðri mörk kvarða Veikleiki miðað við jafnaldra 4 til 6 Fyrir neðan meðaltal Veikleiki miðað við jafnaldra 7 til 8 Neðri hluti meðaltals Innan eðlilegra marka 9 til 11 Meðaltal Innan eðlilegra marka 12 til 13 Efri hluti meðaltals Innan eðlilegra marka 14 til 16 Fyrir ofan meðaltal Styrkur miðað við jafnaldra 17 til 19 Efri mörk kvarða Styrkur miðað við jafnaldra (Byggt á Flanagan og Kaufman, 2009; Sattler, 2018.) Eins og tafla 3 gefur til kynna þarf að huga sérstaklega að færni nemenda sem fá mælitölur á bilinu 1-6 en prófin veita vísbendingar um vanda og að skoða þurfi nálgun í kennslu og þjálfun betur. Mynd 8. Dæmi um framsetningu á niðurstöðum stuðningsprófs í Skólagátt. Ef stuðningsprófin hafa verið lögð fyrir nemendur þarf að gera grein fyrir niðurstöðum þeirra samhliða skilum á lesfimimati. Útskýra þarf fyrir foreldrum hvaða hugsmíðar stuðningsprófin meta, samspil þeirra við lesfimi og hvernig erfiðleikar í grunnþáttum lestrar geta haft áhrif á frammistöðu nemenda í lestri. Með notkun stuðningsprófanna fást því meiri upplýsingar sem geta veitt nemendum og foreldrum nokkra skýringu á því hvers vegna nemendum getur sóst lestrarnámið hægar en öðrum. Frekari upplýsingar um túlkun á niðurstöðum stuðningsprófa er að finna í Túlkun á niðurstöðum stuðningsprófa í Lesferli: Aldursviðmið fyrir Orðleysulestur og Sjónrænan orðaforða (Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson og Guðbjörg R. Þórisdóttir, 2021).
MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 24 | 5. Notkun prófanna í skólastarfi Með tilkomu lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils hafa skapast forsendur til að meta árangur af lestrarkennslu, fá samanburðarhæfar upplýsingar um stöðu nemenda og vísbendingar um veikleika í lestrarferli þeirra. Séu niðurstöður notaðar á markvissan hátt geta þær lagt grunninn að árangursríkri lestrarkennslu sem skilar öllum nemendum nauðsynlegri og góðri lestrarfærni. Sameiginleg rýni skólastjórnenda og kennara í niðurstöður leiðir til mikilvægs samtals um gæði lestrarkennslu og getur átt þátt í að efla og bæta hana í þágu allra nemenda. Það er mikilvægt fyrir skóla að hafa í huga að með notkun matstækja skapast siðferðileg skylda til að bregðast við niðurstöðum með skýrum og afgerandi hætti. Þannig ber kennurum að læra vel á matstækin, þekkja hugsmíðina sem liggur að baki hverju prófi, að vanda framkvæmd og túlkun og vera vel í stakk búnir til að bregðast við niðurstöðum allra nemenda. Þannig verður til ákveðin hringrás sem í raun tekur ekki enda fyrr en allir nemendur hafa náð fullnægjandi árangri eða eins góðum og þeir hafa forsendur til. 5.1 Samspil lesfimi- og stuðningsprófanna Eins og áður segir er tilgangur stuðningsprófanna að fá betri upplýsingar um ástæður fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófi en í töflunni hér á eftir er tillaga að því hvenær æskilegt er að leggja stuðningsprófin fyrir. Eðlilegt er að stuðningsprófin séu notuð oftar með ungum nemendum sem eru að ná tökum á lestri á meðan forsendur þeirra til lestrarnáms eru að skýrast en um leið og nemendur hafa náð tökum á grunnaðferðum lestrar og frammistaða á stuðningsprófum verður fullnægjandi minnkar þörfin fyrir notkun þeirra. Eins og áður hefur verið nefnt er viðmiðunarreglan sú að leggja á stuðningsprófin fyrir nemendur sem eru undir og rétt yfir viðmiði 1 á lesfimiprófi þar til viðunandi árangur næst eða skýring á slöku gengi í lestrarnámi liggur fyrir. Þetta á við um nemendur á öllum stigum grunnskólans því skortur á færni í grunnaðferðum lestrar kemur í veg fyrir að nemendur nái góðum tökum á lesfimi óháð aldri. Kennarar geta einnig lagt stuðningsprófin fyrir þyki þeim ástæða til að afla nýrra upplýsinga um stöðu nemenda sem eru t.d. rétt yfir viðmiði 1 eða til að fá nýjar upplýsingar í kjölfar íhlutunar um stöðu grunnaðferða í lestri hjá nemendum með greindan lestrarvanda. Mynd 9. Hringrás mats og kennslu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=