9 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Hægt er að sleppa verkefnum sem þjálfa færni sem nemandinn hefur þegar náð tökum á. Byrja þarf á að velja nemanda og fara inn á lykilorðinu hans. Velja skal aðgerðahnappinn niðri í vinstra horninu. Eftir það er farið í stillingar og „Stillingar spilara“ valið. Þá opnast myndin hér til hliðar og hægt að velja stillinguna „Sleppa innihaldi“ neðst á skjámyndinni. Undir því er hægt að velja hvaða streymum skal sleppa. Yfirlit yfir innihald streyma er að finna í viðauka. Mat fyrir og eftir þjálfunarlotur Við upphaf og lok hvers streymis fara nemendur í gegnum mat þar sem skoðuð er þekking á hljóðunum sem unnið er með í viðkomandi streymi. Samhliða einstaklingsmiðuninni í forritinu er gott að kennarar meti reglulega framvindu nemenda, til dæmis með stafakönnun, einföldum lestrarprófum eða stuðningsprófum frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Til að byrja með ætti stafakönnun að gefa góða mynd af framförunum en hún getur veitt upplýsingar um hvaða bókstöfum og hljóðum nemendur hafa náð sjálfvirkum tökum á. Mikilvægt er að kanna einnig öryggi nemenda við ritun bókstafanna því nemendur hafa ekki náð fullum tökum á lögmáli stafrófsins fyrr en þeir geta bæði nefnt og ritað öll bókstafstákn og hljóð án umhugsunar. Eftir að nemendur hafa lokið rúmlega helmingi leiksins eru þeir búnir að fara í gegnum öll íslensku málhljóðin. Á þeim tímapunkti tekur við vinna með aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum og æfingar í lestri og ritun orða með samhljóðasamböndum. Þá er gott að nota einföld lestrarpróf, próf í sjónrænum orðaforða og próf í orðleysulestri til að meta árangur og framfarir nemenda. Það er mikilvægt fyrir kennara að meta stöðu nemenda reglulega til að fá upplýsingar um framfarir. Verkefnum sleppt Nánari upplýsingar um stafakönnun og framkvæmd hennar má finna á Læsisvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þar eru einnig upplýsingar um sjónrænan orðaforða og lestur orðleysa. Nemendur þurfa að geta nefnt og ritað öll bókstafstákn og hljóð af öryggi og án umhugsunar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=