GraphoGame - handbók fyrir kennara

8 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Leikurinn spilaður Til að kennarar kynnist leiknum sem best er mikilvægt að þeir spili hann sjálfir. Best er að spila í gegnum allan leikinn til að fá góða tilfinningu fyrir innihaldi hans og hvernig hann virkar. Ef kennarar ætla að láta alla nemendur spila leikinn á sama tíma þarf hver nemandi að hafa eitt tæki, spjaldtölvu eða síma. Ef tækjakosturinn í skólanum er þannig að nemendur samnýta tækin þarf að gæta þess að nemendur fái alltaf sama tækið þegar þeir spila leikinn því þeir búa sér til aðgang í tækinu sjálfu, ekki á netinu. Í byrjun skrá nemendur sig til leiks inni í forritinu og búa sér til sinn leikmann. Nemendur þurfa líka að búa sér til lykilorð. Alltaf þegar þeir spila byrja þeir á að velja sinn leikmann og setja inn lykilorðið sitt (þrír tölustafir/myndir af hlutum). Það getur verið gott fyrir kennara að setja annaðhvort reglur um lykilorð nemendahópsins eða skrá hjá sér lykilorð þannig að auðvelt sé að aðstoða nemendur við innskráningu ef á þarf að halda. Kennarar þurfa að finna út hvaða vinnulag hentar þeim best þannig að auðvelt sé að hjálpa hverjum og einum nemanda með innskráninguna ef lykilorðin gleymast. Nemendur og kennarar geta fylgst með framvindu í leiknum. Það er gert með því að smella á tákn með börnum og tannhjóli í opnunarviðmóti leiksins. Á svæðinu sem opnast er hægt að velja þá nemendur sem hafa búið sér til aðgang og spilað í viðkomandi tæki. Þegar nemandi er valinn er hægt að fá eftirfarandi upplýsingar: • Heildartími í forriti (tími í spilun). • Heildartími í spilun og verkefnavinnu (tími í borði). • Hvenær leikurinn var spilaður síðast. • Hvenær leikmaðurinn var búinn til. Það er mikilvægt að kennarar spili GraphoGame sjálfir til að fá góða tilfinningu fyrir innihaldi og hvernig leikurinn virkar. Ef nemendur þurfa að samnýta tæki þarf að gæta þess að þeir fái alltaf sama tækið til að spila leikinn í. • Hversu mörg borð er búið að spila. • Hlutfall réttra svara. • Hversu stórum hluta leiksins er lokið. Til að skoða framvinduna í leiknum þarf kennarinn að opna tækin sem nemendur spila leikinn í. Mælt er með að kennarar fari reglulega yfir framvinduna í leiknum með hverjum og einum nemanda, sérstaklega með þeim sem hafa sýnt vísbendingar um lestrarvanda, eiga í erfiðleikum með að læra hljóð bókstafanna eða eiga erfitt með að læra að tengja hljóð saman í orð. Með því að fylgjast með framvindunni sýnir kennarinn nemendum að framvindan og frammistaða þeirra í leiknum skiptir máli. Fylgst með framvindu nemenda í leiknum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=