GraphoGame - handbók fyrir kennara

6 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Samhljóðasambönd Samhljóðasambönd kallast það þegar tveir eða fleiri samhljóðar standa saman í orði eins og sv-, st-, rj- o.s.frv. Samhljóðasambönd voru valin inn í forritið út frá greiningu á þeim samhljóðasamböndum sem unnið er markvisst með í námsefni sem algengt er að nota í íslenskum leik- og grunnskólum. Við greiningu á námsefninu var horft til samhljóðasambanda í G-PALS, Smábókaflokknum og Málhljóðakassanum sem Menntamálastofnun gaf út, Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur og í námsefninu Lubbi finnur málbein eftir Eyrúnu Í. Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Aðgreining bókstafa og hljóða Í nokkrum streymum í forritinu er unnið með aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum. Aðgreiningaræfingarnar reyna bæði á færni í að greina á milli hljóðlíkra bókstafa og útlitslíkra bókstafa. Í yfirliti yfir aðgreiningu hljóðlíkra og útlitslíkra bókstafa hér að framan má sjá hvaða bókstafi unnið er með í þessum æfingum. Ritháttur: Ósamræmi milli ritháttar og framburðar Í forritinu er unnið með þrjú atriði sem oft eru erfið í ritun þar sem ósamræmi er milli ritháttar og framburðar. Þessi atriði eru kynnt í gegnum lestur og ritun. Þau eru: • þ og ð: Ekkert orð byrjar á ð (raddað) og ekkert orð endar á þ (óraddað). • hv- orð, einkum spurnarfornöfn: Orð sem byrja á hv- og hljóma eins og framburður sé kv. • ng- og nk reglan: Í tengslum við þessa reglu eru hugtökin grannur og breiður sérhljóði kynnt og útskýrð og hvernig grannur sérhljóði er nær alltaf skrifaður á undan -ng- og -nk-. Í GraphoGame er lögð áhersla á að styrkja grunnþætti lestrar eins og tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðgreiningu, rím, hljóðtengingu, stafdrátt og ritun. Tengsl bókstafs og hljóðs Þekking nemenda á tengslum bókstafa og hljóða, og sjálfvirkni í umskráningu á bókstöfum í hljóð, er grunnforsenda þess að ná tökum á umskráningu. Til að öðlast slíka sjálfvirkni þarf að þekkja lögmál stafrófsins og þar með tengsl bókstafa og hljóða. Sjálfvirkni í umskráningu á bókstöfum í hljóð felst í því að nemandi geti án umhugsunar nefnt hljóð bókstafanna bæði hratt og af nákvæmni um leið og bókstafirnir birtast fyrir framan hann. Geti nemandinn þetta hefur hann áttað sig á lögmáli stafrófsins. Grunnþættir lestrar Í GraphoGame eru æfingar sem þjálfa tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðkerfisvitund, lestur, sporun bókstafa og ritun. Sjálfvirk þekking á tengslum bókstafa og hljóða er forsenda þess að á tökum á umskráningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=