5 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Þegar kemur að lestrarkennslu og lestrarnámi má ekki vanmeta mikilvægi endurtekningarinnar. Endurtekningin er mikilvæg til að þjálfa upp sjálfvirkni í umskráningu bókstafa í hljóð en auk þess skiptir endurtekningin máli þegar kemur að því að þekkja rithátt orða og að geta umskráð orð án umhugsunar. Við lærum best með því að endurtaka nógu oft. Í GraphoGame er lögð áhersla á endurtekningu innan hvers streymis og í hverju verkefni fyrir sig. GraphoGame aðlagar verkefnin að færni hvers og eins nemanda. Nemendur komast ekki áfram í leiknum nema þeir nái ákveðnum lágmarksárangri í hverju verkefni. Til að komast áfram í næsta verkefni þurfa nemendur að svara rétt í að lágmarki 75% tilvika í hverju verkefni fyrir sig. Ef þeir komast ekki áfram þá þurfa þeir að endurtaka verkefnið þar til lágmarksárangri er náð. Forritið er einnig hannað þannig að ef nemandi gerir villu þá fækkar truflandi áreitunum á skjánum í næstu æfingum á eftir. Þegar nemandinn gerir síðan rétt tvisvar í röð fer áreitunum að fjölga aftur. Í kaflanum Leikurinn spilaður á blaðsíðu 8 er fjallað um það hvernig hægt er að laga forritið að stöðu nemenda með því að sleppa verkefnum sem þjálfa færni sem nemandinn hefur þegar náð tökum á. Íslenska útgáfa GraphoGame skiptist í 30 streymi sem hvert um sig inniheldur á bilinu 10–27 verkefni. Í viðauka má sjá má sjá yfirlit yfir hljóð, samhljóðasambönd, aðgreiningarverkefni og réttritun sem unnið er með í hverju streymi. Á yfirlitinu má líka sjá hvers konar æfingar eru í hverju streymi fyrir sig, það er æfingar sem þjálfa tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðkerfisvitund, lestur orða, sporun bókstafa og ritun. Einstaklingsmiðun og endurtekning Meginviðfangsefni GraphoGame er að vinna með bókstafi og hljóð og styrkja tengslin þar á milli. Þetta er bæði gert með verkefnum sem snúa að því að vinna með einstök hljóð og samhljóðasambönd, og aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum. Hljóð Í GraphoGame er unnið með íslensku málhljóðin. Til málhljóðanna teljast íslenska stafrófið auk tvíhljóðanna au, ey og ei. Bókstafurinn g er kynntur með þremur mismunandi hljóðum: Lokhljóði, önghljóði og með gj framburði eins og má til dæmis heyra í orðum þar sem bókstafirnir g og æ fara saman. Dæmi um slík orð eru gæs, gæta og gæfa. Við röðun hljóða inn í forritið var horft til algengi þeirra í málinu og í hvaða röð unnið er með málhljóðin í öðru námsefni sem gefið hefur verið út hér á landi, t.d. í Lestrarlandinu og PALS námsefninu. Viðfangsefni Í GraphoGame er unnið með íslensku málhljóðin, samhljóðasambönd, aðgreiningu bókstafa og hljóða, og réttan rithátt. Aðgreining hljóðlíkra og útlitslíkra bókstafa. Aðgreining hljóðlíkra bókstafa Aðgreining útlitslíkra bókstafa Aðgreining hljóðlíkra- og útlitslíkra bókstafa ð – þ g – k d – t f – þ b – d æ – é au – ei, ey b – p
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=