4 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 GraphoGame var upphaflega hannað með þarfir nemenda með lestrarvanda í huga og þá sérstaklega nemenda sem glíma við hljóðkerfisvanda og þurfa mikla æfingu og endurtekningu á tengslum bókstafs og hljóðs. Útgefendur GraphoGame auglýsa forritið þannig að öll börn geti lært að lesa með því að nota forritið þar sem það lagar sig að stöðu hvers barns og tryggir því næga endurtekningu sem er nauðsynleg svo það geti náð tökum á grunnatriðum í lestri. Þrátt fyrir það er mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir hafa sýnt að börn sem nota forritið undir leiðsögn kennara eða foreldra hafa náð betri árangri en þau sem spila leikinn sjálfstætt. Þar skiptir samtalið um gengi og hvatning hins fullorðna mestu máli. Þegar kennarar nota forritið samhliða stafainnlögn með nemendum í 1. bekk er gott að horfa til yfirlits um í hvaða röð unnið er með hljóðin í forritinu, (sjá viðauka aftast). Það er til dæmis tilvalið að hefjast handa þegar búið er að leggja inn fyrstu þrjú hljóðin sem unnið er með í leiknum; á, ó og s. Þegar nemendur spila leikinn sjá þeir engin skýr mörk á því hvenær þeir færast á milli streyma í leiknum, það er sem sagt ekkert í leiknum sem segir að eitt streymi sé búið og annað að hefjast. Hins vegar bætast inn ný hljóð í hverju nýju streymi. Kennari getur skoðað hversu lengi leikurinn hefur verið spilaður í hverju tæki en þeir sjá hins vegar ekki í hvaða streymi nemendur eru staddir nema þá með því að gægjast yfir öxl nemanda. Tilvalið er að nota GraphoGame lestrarleikinn með nemendum sem eru með annað móðurmál en íslensku og eru að stíga fyrstu skrefin í að læra íslensku málhljóðin. Þá gagnast leikurinn einnig nemendum sem eiga í lestrarvanda og þá sérstaklega þegar um hljóðrænan vanda er að ræða eins og áður segir. Rannsóknir sýna að hægt er að hámarka ávinning af notkun GraphoGame með eftirfarandi hætti: Fyrir hvern er GraphoGame lestrarleikur? • Með reglubundinni og markvissri notkun; dagleg notkun í 15 mínútur í senn. • Með því að nota GraphoGame sem hluta af vel skipulagðri kennslu. • Með markvissri handleiðslu fullorðinna, forsjáraðila eða kennara. • Með því að hvetja barnið áfram og ræða við það um gengi, árangur og framfarir. • Þegar reglubundið mat er notað til að meta framfarir nemenda eins og stafakönnun eða einfalt lestrarpróf. GraphoGame er hannað fyrir nemendur sem þurfa mikla æfingu og endurtekningu í tengslum bókstafs og hljóðs. Rannsóknir sýna að GraphoGame skilar meiri árangri þegar forritið er notað undir leiðsögn kennara eða foreldra. GraphoGame má nota með nemendum sem eru að læra íslensku málhljóðin.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=