10 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Samantekt Eins og áður segir var GraphoGame upphaflega hannað sem leikur fyrir nemendur sem glíma við lestrarvanda. Forritið býður upp á einstaklingsmiðuð verkefni og þá miklu endurtekningu sem þessi hópur nemenda þarf á að halda til að ná tökum á tengslum bókstafs og hljóðs. Rannsóknir sýna að hámarka má ávinning af notkun GraphoGame ef þjálfunin er hluti af vel skipulagðri kennslu sem fer fram undir markvissri handleiðslu fullorðinna, forsjáraðila eða kennara, og ef staða nemenda er metin reglulega.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=