1 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 GraphoGame lestrarleikur Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Handbók fyrir kennara
2 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 GraphoGame lestrarleikur: Handbók fyrir kennara ISBN 978-9979-0-2980-9 © 2024 Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Guðbjörg Rut Þórisdóttir Málfarslestur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Öll réttindi áskilin. Efnisyfirlit Inngangur . . . . . . . . . . . . . . ............... 3 Fyrir hvern er GraphoGame lestrarleikur? .. 4 Einstaklingsmiðun og endurtekning . . ... 5 Viðfangsefni . . . . . . . . . . . ............. 5 Hljóð . . . . . . . . . . . . . .............. 5 Samhljóðasambönd . . . . . . . ......... 6 Aðgreining bókstafa og hljóða . . . .... 6 Ritháttur: Ósamræmi milli ritháttar og framburðar . . . . . . ....... 6 Grunnþættir lestrar . . . . . . . . .......... 6 Tengsl bókstafs og hljóðs . . . . . . . . . . . 6 Hljóðgreining og rím . . . . . . . ........ 7 Hljóðtenging . . . . . . . . . . ............ 7 Sporun – réttur stafdráttur . . . . ...... 7 Ritun . . . . . . . . . . . . . ............... 7 Leikurinn spilaður . . . . . . . . . . ............ 8 Fylgst með framvindu nemenda í leiknum . . . . . . . . .......... 8 Verkefnum sleppt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Mat fyrir og eftir þjálfunarlotur . . . . . ...... 9 Samantekt . . . . . . . . . . . . . .............. 10 Viðauki: Viðfangsefni og þjálfunarþættir streyma . . . . . . . ......... 11
3 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Inngangur Lestrarforritið GraphoGame á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hönnun þess byggist á rannsóknum sem gerðar voru í Háskólanum í Jyväskylä til að greina þætti sem hafa forspárgildi um dyslexíu. Forritið var fyrst gefið út í Finnlandi undir nafninu Ekapeli og voru gerðar fjölmargar rannsóknir til að meta árangur af notkun þess. Árið 2017 var fyrirtækið GraphoGame stofnað þar sem finnskt tæknifyrirtæki og Háskólinn í Jyväskylä gerðu með sér samstarfssamning um útgáfu og eftirfylgni við staðfæringu á önnur tungumál og rannsóknir þeim tengdar. Gerðar hafa verið yfir 100 rannsóknir víða um heim á áhrifum og árangri GraphoGame og er það nú mest rannsakaða menntatækniforrit í heiminum. Niðurstöður rannsókna sýna að GraphoGame getur hjálpað þeim sem eru að læra að lesa að tileinka sér grunnundirstöður lestrar á mun styttri tíma en án stuðnings frá forritinu og mest þeim hópi sem hefur af einhverjum ástæðum dregist aftur úr í lestri. Vorið 2023 hófst vinna við að staðfæra GraphoGame yfir á íslensku. Birgir Örn Birgisson og Vésteinn Hauksson hjá Billboard ehf. fóru af stað með verkefnið og höfðu umsjón með framkvæmd en Tryggvi Hjaltason sá um verkefnisstjórn. Billboard ehf. fjármagnaði alla vinnu við verkið. Staðfæring var í höndum Sigurlaugar Rúnar Brynleifsdóttur læsisfræðings og studdi Félag læsisfræðinga á Íslandi staðfæringuna dyggilega með faglegri ráðgjöf og yfirlestri. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari ljáðu forritinu raddir sínar. Audioland sá um hljóðupptökur. Í byrjun árs 2024 var forritið tilbúið og í framhaldinu hófst vinna við undirbúning samanburðarrannsóknar sem fór fram í Kópavogi á tímabilinu 9. apríl–28. maí. Þátttakendur í rannsókninni voru 375 nemendur í 1. bekk í níu grunnskólum. Þeim var skipt í tvo hópa, annars vegar hóp sem spilaði GraphoGame og hins vegar samanburðarhóp sem spilaði ekki leikinn. Báðir hópar tóku próf í forritinu í upphafi og við lok rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður hennar sýna að þátttakendur sem spiluðu GraphoGame lestrarleikinn í sjö vikur náðu við lok rannsóknar betri árangri á öllum þáttum en þátttakendur í samanburðarhópnum. Árangurinn var mestur í þáttum sem kanna þekkingu á tengslum bókstafa og hljóða og í ritun orða. Niðurstöður gefa til kynna að þeir þátttakendur sem stóðu verst í upphafi náðu mestum framförum á milli prófa.
4 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 GraphoGame var upphaflega hannað með þarfir nemenda með lestrarvanda í huga og þá sérstaklega nemenda sem glíma við hljóðkerfisvanda og þurfa mikla æfingu og endurtekningu á tengslum bókstafs og hljóðs. Útgefendur GraphoGame auglýsa forritið þannig að öll börn geti lært að lesa með því að nota forritið þar sem það lagar sig að stöðu hvers barns og tryggir því næga endurtekningu sem er nauðsynleg svo það geti náð tökum á grunnatriðum í lestri. Þrátt fyrir það er mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir hafa sýnt að börn sem nota forritið undir leiðsögn kennara eða foreldra hafa náð betri árangri en þau sem spila leikinn sjálfstætt. Þar skiptir samtalið um gengi og hvatning hins fullorðna mestu máli. Þegar kennarar nota forritið samhliða stafainnlögn með nemendum í 1. bekk er gott að horfa til yfirlits um í hvaða röð unnið er með hljóðin í forritinu, (sjá viðauka aftast). Það er til dæmis tilvalið að hefjast handa þegar búið er að leggja inn fyrstu þrjú hljóðin sem unnið er með í leiknum; á, ó og s. Þegar nemendur spila leikinn sjá þeir engin skýr mörk á því hvenær þeir færast á milli streyma í leiknum, það er sem sagt ekkert í leiknum sem segir að eitt streymi sé búið og annað að hefjast. Hins vegar bætast inn ný hljóð í hverju nýju streymi. Kennari getur skoðað hversu lengi leikurinn hefur verið spilaður í hverju tæki en þeir sjá hins vegar ekki í hvaða streymi nemendur eru staddir nema þá með því að gægjast yfir öxl nemanda. Tilvalið er að nota GraphoGame lestrarleikinn með nemendum sem eru með annað móðurmál en íslensku og eru að stíga fyrstu skrefin í að læra íslensku málhljóðin. Þá gagnast leikurinn einnig nemendum sem eiga í lestrarvanda og þá sérstaklega þegar um hljóðrænan vanda er að ræða eins og áður segir. Rannsóknir sýna að hægt er að hámarka ávinning af notkun GraphoGame með eftirfarandi hætti: Fyrir hvern er GraphoGame lestrarleikur? • Með reglubundinni og markvissri notkun; dagleg notkun í 15 mínútur í senn. • Með því að nota GraphoGame sem hluta af vel skipulagðri kennslu. • Með markvissri handleiðslu fullorðinna, forsjáraðila eða kennara. • Með því að hvetja barnið áfram og ræða við það um gengi, árangur og framfarir. • Þegar reglubundið mat er notað til að meta framfarir nemenda eins og stafakönnun eða einfalt lestrarpróf. GraphoGame er hannað fyrir nemendur sem þurfa mikla æfingu og endurtekningu í tengslum bókstafs og hljóðs. Rannsóknir sýna að GraphoGame skilar meiri árangri þegar forritið er notað undir leiðsögn kennara eða foreldra. GraphoGame má nota með nemendum sem eru að læra íslensku málhljóðin.
5 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Þegar kemur að lestrarkennslu og lestrarnámi má ekki vanmeta mikilvægi endurtekningarinnar. Endurtekningin er mikilvæg til að þjálfa upp sjálfvirkni í umskráningu bókstafa í hljóð en auk þess skiptir endurtekningin máli þegar kemur að því að þekkja rithátt orða og að geta umskráð orð án umhugsunar. Við lærum best með því að endurtaka nógu oft. Í GraphoGame er lögð áhersla á endurtekningu innan hvers streymis og í hverju verkefni fyrir sig. GraphoGame aðlagar verkefnin að færni hvers og eins nemanda. Nemendur komast ekki áfram í leiknum nema þeir nái ákveðnum lágmarksárangri í hverju verkefni. Til að komast áfram í næsta verkefni þurfa nemendur að svara rétt í að lágmarki 75% tilvika í hverju verkefni fyrir sig. Ef þeir komast ekki áfram þá þurfa þeir að endurtaka verkefnið þar til lágmarksárangri er náð. Forritið er einnig hannað þannig að ef nemandi gerir villu þá fækkar truflandi áreitunum á skjánum í næstu æfingum á eftir. Þegar nemandinn gerir síðan rétt tvisvar í röð fer áreitunum að fjölga aftur. Í kaflanum Leikurinn spilaður á blaðsíðu 8 er fjallað um það hvernig hægt er að laga forritið að stöðu nemenda með því að sleppa verkefnum sem þjálfa færni sem nemandinn hefur þegar náð tökum á. Íslenska útgáfa GraphoGame skiptist í 30 streymi sem hvert um sig inniheldur á bilinu 10–27 verkefni. Í viðauka má sjá má sjá yfirlit yfir hljóð, samhljóðasambönd, aðgreiningarverkefni og réttritun sem unnið er með í hverju streymi. Á yfirlitinu má líka sjá hvers konar æfingar eru í hverju streymi fyrir sig, það er æfingar sem þjálfa tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðkerfisvitund, lestur orða, sporun bókstafa og ritun. Einstaklingsmiðun og endurtekning Meginviðfangsefni GraphoGame er að vinna með bókstafi og hljóð og styrkja tengslin þar á milli. Þetta er bæði gert með verkefnum sem snúa að því að vinna með einstök hljóð og samhljóðasambönd, og aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum. Hljóð Í GraphoGame er unnið með íslensku málhljóðin. Til málhljóðanna teljast íslenska stafrófið auk tvíhljóðanna au, ey og ei. Bókstafurinn g er kynntur með þremur mismunandi hljóðum: Lokhljóði, önghljóði og með gj framburði eins og má til dæmis heyra í orðum þar sem bókstafirnir g og æ fara saman. Dæmi um slík orð eru gæs, gæta og gæfa. Við röðun hljóða inn í forritið var horft til algengi þeirra í málinu og í hvaða röð unnið er með málhljóðin í öðru námsefni sem gefið hefur verið út hér á landi, t.d. í Lestrarlandinu og PALS námsefninu. Viðfangsefni Í GraphoGame er unnið með íslensku málhljóðin, samhljóðasambönd, aðgreiningu bókstafa og hljóða, og réttan rithátt. Aðgreining hljóðlíkra og útlitslíkra bókstafa. Aðgreining hljóðlíkra bókstafa Aðgreining útlitslíkra bókstafa Aðgreining hljóðlíkra- og útlitslíkra bókstafa ð – þ g – k d – t f – þ b – d æ – é au – ei, ey b – p
6 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Samhljóðasambönd Samhljóðasambönd kallast það þegar tveir eða fleiri samhljóðar standa saman í orði eins og sv-, st-, rj- o.s.frv. Samhljóðasambönd voru valin inn í forritið út frá greiningu á þeim samhljóðasamböndum sem unnið er markvisst með í námsefni sem algengt er að nota í íslenskum leik- og grunnskólum. Við greiningu á námsefninu var horft til samhljóðasambanda í G-PALS, Smábókaflokknum og Málhljóðakassanum sem Menntamálastofnun gaf út, Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur og í námsefninu Lubbi finnur málbein eftir Eyrúnu Í. Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Aðgreining bókstafa og hljóða Í nokkrum streymum í forritinu er unnið með aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum. Aðgreiningaræfingarnar reyna bæði á færni í að greina á milli hljóðlíkra bókstafa og útlitslíkra bókstafa. Í yfirliti yfir aðgreiningu hljóðlíkra og útlitslíkra bókstafa hér að framan má sjá hvaða bókstafi unnið er með í þessum æfingum. Ritháttur: Ósamræmi milli ritháttar og framburðar Í forritinu er unnið með þrjú atriði sem oft eru erfið í ritun þar sem ósamræmi er milli ritháttar og framburðar. Þessi atriði eru kynnt í gegnum lestur og ritun. Þau eru: • þ og ð: Ekkert orð byrjar á ð (raddað) og ekkert orð endar á þ (óraddað). • hv- orð, einkum spurnarfornöfn: Orð sem byrja á hv- og hljóma eins og framburður sé kv. • ng- og nk reglan: Í tengslum við þessa reglu eru hugtökin grannur og breiður sérhljóði kynnt og útskýrð og hvernig grannur sérhljóði er nær alltaf skrifaður á undan -ng- og -nk-. Í GraphoGame er lögð áhersla á að styrkja grunnþætti lestrar eins og tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðgreiningu, rím, hljóðtengingu, stafdrátt og ritun. Tengsl bókstafs og hljóðs Þekking nemenda á tengslum bókstafa og hljóða, og sjálfvirkni í umskráningu á bókstöfum í hljóð, er grunnforsenda þess að ná tökum á umskráningu. Til að öðlast slíka sjálfvirkni þarf að þekkja lögmál stafrófsins og þar með tengsl bókstafa og hljóða. Sjálfvirkni í umskráningu á bókstöfum í hljóð felst í því að nemandi geti án umhugsunar nefnt hljóð bókstafanna bæði hratt og af nákvæmni um leið og bókstafirnir birtast fyrir framan hann. Geti nemandinn þetta hefur hann áttað sig á lögmáli stafrófsins. Grunnþættir lestrar Í GraphoGame eru æfingar sem þjálfa tengsl bókstafs og hljóðs, hljóðkerfisvitund, lestur, sporun bókstafa og ritun. Sjálfvirk þekking á tengslum bókstafa og hljóða er forsenda þess að á tökum á umskráningu.
7 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Hljóðgreining og rím Í GraphoGame er unnið með hljóðgreiningu og rím. Í rímæfingum eiga nemendur að finna orð á skjánum sem rímar við það sem þeir heyra. Þegar smellt er á orðin sem birtast á skjánum heyrast þau lesin. Hljóðgreiningarverkefnin eru tvenns konar. Annars vegar eru verkefni þar sem hlusta á eftir hljóðum og þá fá nemendur fyrirmæli um eftir hvaða hljóði á að hlusta og myndir birtast á skjánum. Þegar smellt er á myndirnar heyrast orð lesin. Nemandinn velur síðan myndina sem inniheldur hljóðið sem leitað er eftir. Hins vegar er um að ræða verkefni þar sem nemendur eiga að hlusta eftir fyrsta hljóði í orði og velja viðeigandi bókstaf. Hljóðtenging Þegar nemandinn er farinn að þekkja hljóð bókstafanna ætti hann að vera fær um að tengja hljóð saman í orð. Þegar nemandinn les orð tengir hann rithátt orðsins við framburð þess og eftir því sem hann les orð oftar því meiri líkur eru á að það festist í minni hans og að hann geti lesið orðið sjálfvirkt án þess að þurfa að hljóða sig í gegnum hvern bókstaf orðsins. Þegar orðið hefur fests í minni nemandans er það orðið hluti af sjónrænum orðaforða hans. Sporun – réttur stafdráttur Að æfa sig að spora og skrifa bókstafina styrkir enn frekar tengsl bókstafa og hljóða. Í GraphoGame er leturgerðin Skriftís notuð, í daglegu tali kölluð ítalíuskrift, sem er sama leturgerð og nemendum er kennd í íslenskum grunnskólum. Í sporunarverkefnum er upphafsstaður merktur með punkti og er mikilvægt að kennarar fylgi því vel eftir að nemendur dragi rétt til bókstafanna. Ritun Ákveðin samvirkni ríkir á milli lesturs og ritunar. Báðir þættirnir byggjast á lögmálum stafrófsins; ritun á skráningu en lestur á umskráningu. Kennsla í stafsetningu og æfingar þar að lútandi í yngstu bekkjum grunnskóla byggjast að miklu leyti á því að nemendur læri að nýta sér tengsl bókstafa og hljóða til að koma rituðu máli á blað. Þess vegna skiptir miklu máli að nemendur fái tækifæri til að æfa ritun samhliða lestrarþjálfun.
8 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Leikurinn spilaður Til að kennarar kynnist leiknum sem best er mikilvægt að þeir spili hann sjálfir. Best er að spila í gegnum allan leikinn til að fá góða tilfinningu fyrir innihaldi hans og hvernig hann virkar. Ef kennarar ætla að láta alla nemendur spila leikinn á sama tíma þarf hver nemandi að hafa eitt tæki, spjaldtölvu eða síma. Ef tækjakosturinn í skólanum er þannig að nemendur samnýta tækin þarf að gæta þess að nemendur fái alltaf sama tækið þegar þeir spila leikinn því þeir búa sér til aðgang í tækinu sjálfu, ekki á netinu. Í byrjun skrá nemendur sig til leiks inni í forritinu og búa sér til sinn leikmann. Nemendur þurfa líka að búa sér til lykilorð. Alltaf þegar þeir spila byrja þeir á að velja sinn leikmann og setja inn lykilorðið sitt (þrír tölustafir/myndir af hlutum). Það getur verið gott fyrir kennara að setja annaðhvort reglur um lykilorð nemendahópsins eða skrá hjá sér lykilorð þannig að auðvelt sé að aðstoða nemendur við innskráningu ef á þarf að halda. Kennarar þurfa að finna út hvaða vinnulag hentar þeim best þannig að auðvelt sé að hjálpa hverjum og einum nemanda með innskráninguna ef lykilorðin gleymast. Nemendur og kennarar geta fylgst með framvindu í leiknum. Það er gert með því að smella á tákn með börnum og tannhjóli í opnunarviðmóti leiksins. Á svæðinu sem opnast er hægt að velja þá nemendur sem hafa búið sér til aðgang og spilað í viðkomandi tæki. Þegar nemandi er valinn er hægt að fá eftirfarandi upplýsingar: • Heildartími í forriti (tími í spilun). • Heildartími í spilun og verkefnavinnu (tími í borði). • Hvenær leikurinn var spilaður síðast. • Hvenær leikmaðurinn var búinn til. Það er mikilvægt að kennarar spili GraphoGame sjálfir til að fá góða tilfinningu fyrir innihaldi og hvernig leikurinn virkar. Ef nemendur þurfa að samnýta tæki þarf að gæta þess að þeir fái alltaf sama tækið til að spila leikinn í. • Hversu mörg borð er búið að spila. • Hlutfall réttra svara. • Hversu stórum hluta leiksins er lokið. Til að skoða framvinduna í leiknum þarf kennarinn að opna tækin sem nemendur spila leikinn í. Mælt er með að kennarar fari reglulega yfir framvinduna í leiknum með hverjum og einum nemanda, sérstaklega með þeim sem hafa sýnt vísbendingar um lestrarvanda, eiga í erfiðleikum með að læra hljóð bókstafanna eða eiga erfitt með að læra að tengja hljóð saman í orð. Með því að fylgjast með framvindunni sýnir kennarinn nemendum að framvindan og frammistaða þeirra í leiknum skiptir máli. Fylgst með framvindu nemenda í leiknum
9 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Hægt er að sleppa verkefnum sem þjálfa færni sem nemandinn hefur þegar náð tökum á. Byrja þarf á að velja nemanda og fara inn á lykilorðinu hans. Velja skal aðgerðahnappinn niðri í vinstra horninu. Eftir það er farið í stillingar og „Stillingar spilara“ valið. Þá opnast myndin hér til hliðar og hægt að velja stillinguna „Sleppa innihaldi“ neðst á skjámyndinni. Undir því er hægt að velja hvaða streymum skal sleppa. Yfirlit yfir innihald streyma er að finna í viðauka. Mat fyrir og eftir þjálfunarlotur Við upphaf og lok hvers streymis fara nemendur í gegnum mat þar sem skoðuð er þekking á hljóðunum sem unnið er með í viðkomandi streymi. Samhliða einstaklingsmiðuninni í forritinu er gott að kennarar meti reglulega framvindu nemenda, til dæmis með stafakönnun, einföldum lestrarprófum eða stuðningsprófum frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Til að byrja með ætti stafakönnun að gefa góða mynd af framförunum en hún getur veitt upplýsingar um hvaða bókstöfum og hljóðum nemendur hafa náð sjálfvirkum tökum á. Mikilvægt er að kanna einnig öryggi nemenda við ritun bókstafanna því nemendur hafa ekki náð fullum tökum á lögmáli stafrófsins fyrr en þeir geta bæði nefnt og ritað öll bókstafstákn og hljóð án umhugsunar. Eftir að nemendur hafa lokið rúmlega helmingi leiksins eru þeir búnir að fara í gegnum öll íslensku málhljóðin. Á þeim tímapunkti tekur við vinna með aðgreiningu á hljóðum og bókstöfum og æfingar í lestri og ritun orða með samhljóðasamböndum. Þá er gott að nota einföld lestrarpróf, próf í sjónrænum orðaforða og próf í orðleysulestri til að meta árangur og framfarir nemenda. Það er mikilvægt fyrir kennara að meta stöðu nemenda reglulega til að fá upplýsingar um framfarir. Verkefnum sleppt Nánari upplýsingar um stafakönnun og framkvæmd hennar má finna á Læsisvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þar eru einnig upplýsingar um sjónrænan orðaforða og lestur orðleysa. Nemendur þurfa að geta nefnt og ritað öll bókstafstákn og hljóð af öryggi og án umhugsunar.
10 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Samantekt Eins og áður segir var GraphoGame upphaflega hannað sem leikur fyrir nemendur sem glíma við lestrarvanda. Forritið býður upp á einstaklingsmiðuð verkefni og þá miklu endurtekningu sem þessi hópur nemenda þarf á að halda til að ná tökum á tengslum bókstafs og hljóðs. Rannsóknir sýna að hámarka má ávinning af notkun GraphoGame ef þjálfunin er hluti af vel skipulagðri kennslu sem fer fram undir markvissri handleiðslu fullorðinna, forsjáraðila eða kennara, og ef staða nemenda er metin reglulega.
11 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Viðauki: Viðfangsefni og þjálfunarþættir streyma Viðfangsefni Grunnþættir lestrar Streymi Hljóð/samhljóðasamb. Aðgreining Ritháttur Bókstafir og hljóð Hljóðgrein. Rím Hljóðtenging Sporun Ritun 1 á, ó, s X X X X X 2 r, l, í X X X X X 3 a, i, m X X X X X 4 v, ú, e X X X X X 5 u, f, æ X X X X X 6 j, o, n X X X X X 7 é, t, h X X X X X 8 ð, ö, g (lokhljóð og gj framburður) X X X X X 9 g (önghljóð) X X X X 10 b, k, ý X X X X X 11 þ, au X X X X X 12 y, d X X X X X 13 ei, x X X X X X 14 ey, p X X X X X 15 au, ei, ey X X X X X 16 þ, ð reglan um þ og ð X X X X X 17 k, g (lokhljóð) X X X X X 18 b, p X X X X X 19 d, t X X X X X 20 æ, é X X X X X 21 þ, f X X X X X 22 d, b X X X X X 23 hv- orð X X X 24 ng- og nk- reglan X X X 25 sk, skr, st, str X X X 26 sm, sp, sl, sv X X 27 hn, hr, hl, hj X X X X 28 bl, fl, gl, kl X X X 29 br, dr, fr, gr, kr, pr, tr, þr X X 30 bj, fj, gj, lj, rj X X X
12 40776 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 40776
island.isRkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=