Þann 26. ágúst síðastliðinn var mikill gleðidagur, því þá tókum við á móti góðum hópi Miðju máls og læsis frá Reykjavíkurborg, sem verður hluti af starfsemi okkar næstu tvö árin hið minnsta. Miðja máls og læsis er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi málþroska, læsi, íslensku sem annað mál, fjöltyngi og fjölmenningu. Nú stendur til að efla þjónustuframboð okkar á þessum sviðum til skólakerfisins um allt land undir merkjum MEMM - menntun - móttaka - menning . Sú þekking og reynsla sem starfsfólk MML býr yfir er mikill fengur í þeirri vegferð, enda árangur af starfi þeirra hjá Reykjavíkurborg mikill. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hús og hlökkum til samstarfsins um leið og við hvetjum öll til að kynna sér betur starfsemina á heimasíðu teymisins. Útgáfa Í kynningarskrá Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu getur þú kynnt þér allt námsefnið sem við erum með í útgáfu. Með því að smella á titlana færðu nánari kynningu á efninu. Þá getur þú séð hverjir eru höfundar texta, myndhöfundar, lesarar, forritarar og aðrir sem hafa komið að námsefnisgerðinni. Námsefnið er á fjölbreyttu formi eins og nemenda- og verkefnabækur, kennsluleiðbeiningar, vefir, hlustunaræfingar, hlaðvörp, hljóðbækur, rafbækur, myndbönd og verkefni til útprentunar. Fréttabréf Læsisráðstefna á Akureyri Kennarar, aðrir sérfræðingar og áhugafólk um læsi flykktust norður til Akureyrar í september á ráðstefnuna Hvað er að vera læs? Ráðstefnan var haldin var á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri. Boðið var upp á áhugaverð málstofuerindi og vinnustofur. Á vinnustofu í skrift spreyttu áhugasamir kennarar sig á grunnatriðum skriftarkennslu og fengu kynningu á nýútkomnu námsefni í skrift. Nýja námsefnið er hugsað í fjórum þrepum fyrir yngsta stig og upp á miðstig. Í haust kom út Skrift 1a og Skrift 1b ásamt kennsluleiðbeiningum á vef en efnið er ætlað 1.-2. bekk. Við stefnum á að gefa út Skrift 2 á vormisseri og Skrift 3 og 4 næsta haust. Á næstu vikum kemur auk þess út handbók kennara og Skriftarvefurinn en þar verður fræðilegur grunnur, margs konar ítarefni og ýmislegt til útprentunar. Menntaþing var haldið mánudaginn 30. október. Þar hlýddi fjöldi gesta á fjölbreytt erindi um næstu aðgerðir í menntastefnu til ársins 2030 og tók þátt í vinnustofum þeim tengdum. Á þinginu var meðal annars rædd staða menntakerfisins, hvað verið er að gera og næstu skref í menntaumbótum. Fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík Nordica. Fagmennska, kennaramenntun, virðing og samvinna stóðu upp úr í könnun meðal þinggesta um hvað sé mikilvægast til að efla menntakerfið. Einbeittir kennarar spreyta sig á að skrifa, sumir að rifja upp gamla takta og aðrir að læra nýja! Farið var yfir vegferðina við gerð bókarinnar og þær rannsóknir sem hún er byggð á. Einnig voru hugmyndabankar opnaðir auk vefefnis. Í vinnustofunni var leitast við að miðla og prófa verklegt efni sem tengist bókinni. Vinnustofan var ætluð leik – og grunnskólakennurum, til viðbótar þeim sem kenna íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum. Menntaþing 2024 Komdu og skoðaðu í kistuna mína Orð eru ævintýri og tengt efni!
island.isRkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=