Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

60 5 A Nose for Crime Workbook bls. 78-81 15 Read and answer Lestu og svaraðu spurningunum. • Lesskilningsverkefni. Nemendur geta notað textann til stuðnings, en orða svörin á sinn hátt. 16 Find the synonyms Tengdu saman samheitin. • Nemendur vinna í pörum. 17 What happens next? Skrifaðu fyrst samantekt. Skrifaðu svo, eða teiknaðu það sem þú heldur að gerist seinna í sögunni. • Þetta verkefni krefst rúms tímaramma þar sem nemendur eiga bæði að skrifa samantekt og halda áfram með söguna, annað hvort með því að teikna, eða skrifa í rammana þrjá. Til að undirbúa verkefnið getið þið sameiginlega rifjað upp það sem gerist í sögunni eða rætt um persónurnar, svo nemendur hafi eitthvað til að vinna út frá þegar þau byrja á verkefninu. Þau geta einnig unnið saman, tvö og tvö, og gert hugarkort yfir helstu viðburði sögunnar til að fá betri yfirsýn. • Þegar halda skal áfram með söguna geta þau byrjað á hugstormun í pörum eða minni hópum. Biddu þau að segja hvert öðru hvað þau ímyndi sér að gerist, og spyrja hvort annað spurninga úr efni sögunnar. Að því loknu geta þau haldið áfram með verkefnið. 18 Detective game Finndu út úr hversu góð leynilögregla þú ert. Fylgdu reglunum. • Lesið spilareglurnar í gula rammanum saman. Því næst er allt klárt til þess að spila. Hvert par spilar með einn tening. Textbook bls. 90-91 Escape from Alcatraz Mörg hafa eflaust heyrt um Alcatraz, fangelsið sem ógjörningur er að flýja úr, og það gæti verið áhugavert og hvetjandi að grúska aðeins meira í sögu þess, áður eða eftir að unnið er með textann um Anglin- bræðurna og Frank Morris. FIRST! What do you know about prisons? Finndu fleiri myndir eða myndbönd sem gefið geta mynd af staðsetningu fangelsisins. Spurðu nemendur hvort þau þekki til annarra fangelsa, t.d. frá kvikmyndum eða bókum. Hlustið því næst á frásögnina um eina af frægustu flóttatilraun frá Alcatraz. Engar sannanir hafa fundist fyrir því hvort tilraunin tókst, en lík fanganna hafa aldrei fundist. Eftir hlustun, og jafnvel lestur, segja nemendur hvert öðru frá því hvernig flóttatilraunin átti sér stað. Hver gerði hvað? Hvernig tókst mönnunum þremur að sleppa út? Þessi vinna tryggir að nemendur þjálfist í nýjum og sérhæfðum orðaforða og venjist því að búa til æ lengri setningar og efnisgreinar. Þegar nemendur hafa skipst á að segja hvert öðru frá flóttanum er tímabært að spyrja þau ítarlegra spurninga. Þá má skipta þeim í pör eða spyrja bekkinn sem heild. Ef ástæða er til að vinna meira með efnið er kjörið að láta nemendur búa til lista með spurningum sem þau vilja fá svör við og láta þau leita eftir upplýsingum á netinu. Eftir því sem svörin koma fram, má t.d. skrifa þau á sameiginlegt Padlet eða því um líkt, sem gerir öllum kleift að fylgjast með þróun verkefnisins. Spurningunum má einnig skipta milli nemenda og fara yfir svörin sameiginlega í lokin. Think and talk: What do you think? Did they survive the escape? • Þegar búið er að endursegja textann og ef til vill leita að ítarupplýsingum um Alcatraz, munu nemendur eiga auðveldara með að ræða spurninguna í Think and talk. Sum munu svara stutt og án rökstuðnings, en mörg munu eflaust geta svarað ítarlega með góðum rökum, byggðum á því sem þau hafa unnið með. Haldið áfram í verkefni 19-22 í Workbook. Hér er unnið með eignarfall, sem er málfræðiviðfangsefni kaflans, ásamt beygingu sagnorða í þátíð og núliðinni tíð. Að lokum vinna nemendur orðaþraut með völdum orðum úr textanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=