Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

5 A Nose for Crime 59 • Leggðu mat á hvort nemendur skuli vinna sjálfstætt, í pörum eða hópum þegar þau svara spurningunum. Lestu innganginn fyrst upphátt. Inngangur: You are walking along the street when a thief runs from a jeweller’s shop and jumps into a waiting car. The car quickly disappears. Later, the police call you as a witness and you are asked to describe what you saw. Textbook bls. 86-89 Murder Most Unladylike Lesið innganginn í sameiningu svo tryggt sé að öll séu meðvituð um hvað sé í vændum. Farið ef til vill einnig yfir glósuorðin. Leggðu mat á hvort nemendur skuli hlusta og lesa öll saman, í pörum eða hvert fyrir sig. Eins og áður er það lestrarupplifunin sem skiptir mestu máli og þess er að sjálfsögðu ekki að vænta að nemendur skilji hvert orð. Það er því mikilvægt að brjóta sem minnst upp á meðan á lestri stendur, til að svara spurningum eða þýða, því það truflar flæðið í lestrinum og tekur athyglina frá innihaldinu og spennunni sem lesturinn á að gefa. Hjálpaðu þeim sem eiga erfitt með lesturinn, t.d. með því að gefa þeim meiri upplýsingar um innihaldið áður en lesturinn hefst eða með því að skipta textanum í minni hluta. Portrait Lesið Portrait vandlega og ræðið húmorinn í textanum. Ef til vill geta nemendur gert sambærilega sjálfslýsingu. Þetta er ekki hluti af verkefnunum en það gætu komið út úr því áhugaverðir og skemmtilegir textar. Ræðið hvað nemendur geta dregið fram og skreytt og hverju mætti snúa upp í eitthvað skemmtilegt. Robin Stevens er bresk/amerískur rithöfundur sem skrifar glæpasögur fyrir börn. Hún er fædd 15. janúar 1988 í USA en flutti til Englands þegar hún var þriggja ára. Eins og hún segir frá í lesbókinni, í kaflanum Portrait, er hún því með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hennar þekktasta ritröð er Murder Most Unladylike, sem einnig ber ameríska titilinn Murder in Bad Manners. Úrdrátturinn er úr fyrstu bókinni og fjallar um tvær stelpur í hefðbundum enskum heimavistarskóla fyrir stúlkur, Daisy Wells og Hazel Wong, sem hafa stofnað sína eigin leynilögregluskrifstofu. Á vef Robin Stevens má finna verkefni sem gætu nýst nemendum sem hafa þörf fyrir meira krefjandi verkefni. Auk þess birtir Robin Stevens nokkrum sinnum á ári, ritunar- verkefni fyrir lesendur á bloggsíðu sinni – a writing prompt. Þessi verkefni má nýta sem innblástur til viðbótarverkefna í söguritun á ensku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=