58 5 A Nose for Crime Think and talk: Who did it? How did the police know? Svar: Morðinginn er þjónustustúlkan. Fjarvistarsönnun hennar var sú að hún hafi verið að sækja póstinn, þegar Sir John Carter var myrtur en morðið var framið á sunnudegi og þar sem pósturinn er ekki borinn út á sunnudegi er hún sú eina sem ekki er með haldbæra fjarvistarsönnun. Nemendur þekkja ef til vill til sambærilegra sakamálaþrauta. Það er ekki úr vegi að hlusta á fleiri slíkar. Einnig má gefa nemendum tíma til að leita í bókum, eða á netinu að fleiri slíkum og leggja fyrir bekkinn. Verkefnið gefur kost á samtölum um hver gerði hvað og hvers vegna og þar með fá nemendur gagnlega þjálfun í að spyrja spurninga. • The dead landlord 11 Take notes Lestu textann The dead landlord bls. 85 í Textbook, og svaraðu spurningunum. 12 Make a list of suspects Gerðu lista yfir grunaða. • Láttu nemendur skrifa upp þá sem gætu hafa myrt landeigandann. 13 Interview with a suspect Veldu einn af þeim grunuðu í verkefni 12. Skrifaðu svörin. • Nemendur skálda svör hins grunaða sem þau völdu úr listanum í verkefni 12. Láttu nemendur flytja samtölin sem leikþátt. Láttu helst öll sem grunuð eru koma fram. 14 Over to you Hvað heldur þú að hafi gerst? • Biddu nemendur að rökstyðja svar sitt. Let’s play Let’s play – How good a witness would you be? Þátttakendur: Allur bekkurinn eða para/hópverkefni. Efni: Ljósrit 12A-B • Deildu út ljósriti 12 A með forsíðuna niður svo nemendur sjái ekki spurningarnar. Láttu þau vita að þau fái 10 sekúndur til þess að skoða myndina og þurfi svo að geta lýst henni. • Sýndu þeim myndina á ljósriti 12B eða á netsvæðinu. Workbook bls. 76-77 The iced tea 9 Take notes Lestu textann The iced tea bls. 84 í Textbook, og svaraðu spurningunum. • Nemendur hafa þegar rætt verkefnið og þurfa því einungis að skrifa svörin. Ef þið farið yfir verkefnið munnlega geta nemendur rökstutt svör sín í heilum setningum. 10 Over to you Hvað heldur þú að hafi gerst? • Biddu nemendur að rökstyðja svar sitt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=