Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

56 5 A Nose for Crime Textbook bls. 80-81 Are You Also an Armchair Detective? Þessar tvær síður samanstanda af nokkrum þáttum og nemendur geta unnið með þá í hvaða röð sem er. Inngangstextinn er í 1. persónu eintölu, sem auðveldar nemendum að fylgja eftir, en ná um leið að máta við eigin skoðanir. Vektu athygli á glósuorðunum sem koma að góðum notum meðan lesið er, eða hlustað. Það er kjörið að leyfa nemendum að skoða opnuna vel áður en hafist er handa og jafnvel að láta þau lesa hvert fyrir sig. Því næst geta þau unnið í pörum og t.d. skipst á að lesa upphátt, vísa í textagreinar eða fræða hvert annað um þrjár greinar glæpasagna. Að lokum taka þau afstöðu til hvorrar af bókunum sem fjallað er um, þau myndu helst kjósa að lesa. Farið yfir það sem fjallað hefur verið um og láttu nemendur rökstyðja val sitt ítarlega, með fjölbreyttum rökum, sem vitna í það sem þau hafa lesið. Think and talk: Which genre would you prefer? • Please tell us which genre you prefer. • What’s special about crime fiction for children? • What’s the best thing about crime fiction in your opinion? Workbook bls. 73 2 Read and match Lestu og tengdu saman. 3 Finish the sentences Ljúktu við setningarnar. • Nemendur nota textann til að ljúka við setningarnar. 4 Scan the text Skimaðu textann Are You Also an Armchair Detective bls. 80-81 í Textbook. Finndu og skrifaðu fjögur nafnorð, fjögur sagnorð og fjögur lýsingarorð. Let’s do Let’s do – Find someone who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 11 • Nemendur æfa sig að lesa og skilja spurningar, sem tengjast orðaforða kaflans. Áður en nemendur fá ljósritið er mikilvægt að rifja upp spurnarformin Have you heard of …? Have you seen …? Do you like …? Are you good at …? Prentið út ljósritið og dreifið í bekknum. • Nemendur fara um kennslustofuna og spyrja bekkjarfélaga spurninganna af ljósritinu. • Nöfn þeirra sem svara játandi eru skrifuð á blaðið. • Þau sem ekki svara játandi fá aðra spurningu af blaðinu. Einungis má skrifa hvert nafn einu sinni á blaðið. Textbook bls. 82-83 A Flawed Hero Ræðið fyrst um hugtakið A Flawed Hero. Hvernig fer það saman með hefðbundinni ímynd hetjunnar? Geta nemendur gefið dæmi um þekktar hetjur úr bókmenntum eða kvikmyndum? FIRST! Do you know any famous ­ detectives? Kannaðu hversu mikið nemendur vita um Sherlock Holmes. Sum þeirra hafa ef til vill séð bresku þáttaröðina með Benedict Cumberbatch, önnur þekkja eflaust myndirnar um Enola Holmes. Hvað vita þau meira? • Have you heard about Sherlock Homes? • Have you seen the film about Enola Holmes? Please, tell us about it. • What does Enola Holmes think about her

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=