Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

5 A Nose for Crime 53 5 A Nose for Crime Í síðasta kafla bókarinnar, A Nose for Crime, vinna nemendur með mismunandi fleti glæpabókmennta. Óhjákvæmilega kynnast þau Sherlock Holmes ásamt D.B. Cooper og Alcatrazföngunum, Frank Morris og Anglin-bræðrunum. Að auki lesa þau úrdrátt úr sögu Robin Stevens, Murder Most Unladylike, tvo ritdóma um glæpasögur fyrir ungmenni, fræðitexta um glæpasögur og vinsældir þeirra, kynnast nokkrum undirflokkum glæpasagna og leysa stuttar ráðgátur. Kaflinn veitir jákvæða lestrarupplifun, kynnir nemendum spennandi glæpasögur og gefur þeim tækifæri til að ræða um heillandi heim glæpasagna. Fyrsti hluti kaflans er kynning á glæpabókmenntum. Sögumaður gerir grein fyrir sambandi sínu við glæpasögur og reynir að útskýra hvað gerist í heilanum þegar honum tekst að afhjúpa glæpamann eða leysa sakamál. Nemendur lesa skilgreiningar á spennusögum, glæpa-spennu trylli og ráðgátum ásamt meðmælum um tvær bækur. Að því loknu ættu þau að vera tilbúin að kafa ofan í bæði skáldsögur og sannar sögur úr heimi glæpa. Æfingarorð og orðasambönd • real-life criminals alibi motive mystery detective solve clues suspects escape prison • My theory is … • I can remember … • I think the murderer is … Málfræðiáherslur Notkun eignarfalls Magic words better gone really jumped book once before there’s dragon miss which most tell inside best planting took wrong answer said Workbook bls. 70-71 Námsmarkmið Soon • I can use information from texts and deduce my own theories. • I can read and talk about children’s literature in English. • I can talk about unsolved crimes. • I can use the genitive. Notkun eignafalls getur oft valdið ruglingi, bæði í íslensku og ensku. Einhver gætu átt eftir að blanda saman reglum tungumálana tveggja og gera þá jafnvel villur í báðum. Þegar hér er komið við sögu hafa nemendur séð mörg dæmi um eignarfall og flest munu geta útskýrt að oftast skal sett úrfellingarkomma og -s aftan við nafnorð. Rifjið fyrst upp þessa reglu og vekið athygli á því að úrfellingarkommur eru almennt ekki notaðar í íslensku. • Look at this example: This is Doctor Watson, ______ friend. (Sherlock). What do I have to write on the line? • Please write the same example in Icelandic. Is there a difference?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=