Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

Textbook bls. 72-73 Go Green • Let’s Save the Earth Í bæði Go Green og Let’s Save the Earth beina nemendur sjónum að því hvað þau sjálf geta gert til að vernda umhverfið. Mörg ráðanna hafa eflaust borið á góma áður bæði heima og í tengslum við aðrar námsgreinar. Það sem er nýtt hér, er að nú er unnið með efnið á ensku og þurfa þau að æfa sig í að tala um það með bæði viðeigandi og sértækum orðaforða. Blaðsíðurnar innihalda nokkra þætti – fáein ráð, kynningu á Earth Day, nokkra Did you knowtexta, ásamt tilvitnun. Það hentar vel að leyfa nemendum að vinna með textana í pörum eða litlum hópum og ákveða sjálf í hvaða röð þau taka þá fyrir. Ljúkið yfirferðinni með því að ræða í sameiningu um spurningarnar tvær í Think and talk. Biddu nemendur að undirbúa svör sín í pörunum eða hópunum og koma sér saman um hvað þau munu segja í lokin. Einhverjir hópar ná kannski ekki að komast að samkomulagi um hvaða Go Green tips þau vilja prófa. Í því tilfelli segja þau frá því hvert vill hvað og gera grein fyrir svörum sínum. Think and talk: Which three Go Green tips do you want to try out? Think and talk: What can you do to save the Earth? Workbook bls. 63-65 14 Sort and recycle Flokkaðu orðin og skrifaðu þau í réttar ruslafötur. • Hvað vita nemendur um sorpflokkun? Ræðið hvernig þið flokkið sorp heima. Hvaða skoðun hafa þau á því? 15 Tick the boxes with the most eco-friendly statements Merktu við umhverfisvænstu fullyrðinguna. 16 Listen and write the missing words Hlustaðu og skrifaðu orðið sem vantar. • Sönginn finnur þú á vef námsefnisins. 17 My Earth Day contract Hvað gerir þú til að bjarga jörðinni? Merktu við það sem við á. Skrifaðu líka eigin hugmyndir. • Verkefnið má einnig leysa þannig að nemendur forgangsraði atriðunum á listanum. Því næst getið þið borið saman og búið til yfirlit yfir hvað er algengast að nemendur geri til að huga að umhverfisvernd. Let’s do Let’s do – Quiz-Quiz-Trade© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Spil • Hver nemandi er með spil með spurningu á. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þeir kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. Textbook bls. 74-75 Good News Byrjið á að ræða hvað nemendur tengja við hugtakið Good news. Það má bæði hugsa það út frá eigin reynslu eða þema kaflans. Skoðið spurninguna í First, sem svo tengist inn á þemað og fjallar um umhverfi og loftslag. FIRST! What good news have you heard about recently? Lesið því næst stutta textann sem segir frá því hvernig sífellt fleiri þjóðir eru meðvitaðar um afleiðingar notkunar einnota plasthnífapara og hafa innleitt nýjar reglur um notkun þeirra. 4 Our Planet 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=