Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

Textbook bls. 66-71 Immram Líkt og í 3. kafla er hér boðið upp á smásögu af lengri gerðinni. Tilgangurinn er að gefa nemendum tækifæri til að sökkva sér í óþekktan ímyndaðan heim, sem þau rannsaka nánar, meðal annars með því að vinna með persónueinkenni og ritrýni. Það er mikilvægt að kynna innganginn vel ásamt skilgreiningunni á Immram á bls. 66, það auðveldar skilning þegar unnið er áfram með textann. Ræðið um væntingar nemenda til lestursins, ýmist út frá innganginum, myndskreytingum eða glósuorðum, sem saman gefur góða mynd af þeim heimi sem þau eru að fara að kynnast. Spurðu hvað nemendur sjái fyrir sér að muni gerast. • What are you going to read about? • What do you think will happen? • Do you think this will be a scary or sad story? • What do you think about this topic? Sökkvið ykkur ofan í smásöguna, annað hvort með því að hlusta og lesa í sameiningu eða með því að skipta nemendum í smærri hópa sem lesa saman. Gættu að því að lestrarupplifunin verði heildstæð svo nemendur eigi auðveldara með að lifa sig inn í söguna. Ef hlé er gert á lestri/hlustun, skal það eingöngu gert til að tryggja að öll nái að fylgjast með. Ekki til að spyrja ítarlegra spurninga úr textanum. Eftir hverja efnisgrein má láta nemendur vinna með verkefni 10 í Workbook, og setja hring um orðin sem þeim þykir lýsa Dana best, í listanum hægra megin á blaðsíðunni, sem tilheyrir verkefni 11. Sjálft verkefni 11, ásamt verkefnum 12-13 leysa þau svo þegar búið er að lesa alla söguna. Að lestri loknum er líka tilvalið að fara aftur yfir skilgreininguna á Immram í samhengi við það sem þau hafa nú lesið. Ræðið einnig um hetjuhugtakið sem nemendur þekkja úr margs konar samhengi. • Why does our hero, Dana, set out on a voyage? • How would you characterize a hero? • Does a hero always only have positive character traits? • Please tell us about some of the heroes that you’ve read about or seen in films. What do they have in common? Workbook bls. 61-62 10 Reflect and write Hvaða hugsanir vekur smásagan? Skrifaðu á línurnar. • Nemendur vinna sjálfstætt og velta fyrir sér hvaða hugrenningar textinn vekur. Minntu þau á að gætu þurft að útskýra svör sín betur þegar þið farið yfir efnið síðar. Rifjið einnig upp hvernig þið getið brugðist við því sem aðrir leggja til málana, t.d. I agree with you · I’ve also written that · Why did you like that? · I’ve also read that book. 11 Describe Dana Skoðaðu orðin og veldu þau fimm sem þér finnst lýsa Dana best. Skrifaðu eina setningu með hverju orði. • Í þessu verkefni vinna nemendur áfram sjálfstætt. Biddu þau að gefa sér góðan tíma til að lesa listann yfir persónueinkenni, áður en þau velja hverju þau vilja svara. Verkefnið gefur kjörið tækifæri til að vinna með persónulýsingar. Leggðu mat á hvort ástæða er til að láta nemendur vinna frekar með slíkar lýsingar, t.d. með því að láta þau lýsa persónum úr sýnum uppáhalds bókum eða fjölskyldumeðlimum. 12 Hope for the future Veltu fyrir þér sögulokunum. Er von fyrir framtíðina? Skrifaðu á línurnar. 13 Short story review Skrifaðu ritdóm. Fylgdu forminu. • Nemendur gera samantekt úr undan- förnum verkefnum í formi stutts ritdóms um Immram. Farðu um kennslustofuna og fylgstu með nemendum vinna. Ræðið að lokum og veljið nokkra punkta úr ritdómunum til að ígrunda og ræða enn frekar. 50 4 Our Planet

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=