Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

Our Planet kaflinn býður upp á fjölda texta sem allir snúast um loftslagsmál. Textarnir eru af mismunandi tegundum, þ.m.t. fréttir, ítarefni, vísindaskáldsaga, og uppskrift. Auk þess þurfa þau að gera grein fyrir afstöðu sinni til loftslags- og umhverfismála. Vísindaskáldsagan Immram er hrífandi og spennandi saga um írsku stúlkuna Dana, sem þurfti að yfirgefa land sitt í kjölfar hnatthlýnunar, styrjaldar og heimsfaraldurs. Hún berst við að finna leiðir til að lifa af. Í lok kaflans er unnið með textann Good News, sem beinir sjónum að jákvæðri viðleitni til í átt að bættu umhverfi. Í kjölfar lestursins semja nemendur sína eigin Good News texta. Æfingarorð og orðasambönd • earthquake bushfire food waste survive save recycle reduce environment • I will reduce … • I will turn off … • I will no longer … Málfræðiáherslur Fleirtöluendingar nafnorða Magic words 4 Our Planet Workbook bls. 54-55 Námsmarkmið Soon • I can talk about natural disasters. • I can talk about how to look after the environment. • I can write an instruction. • I can use plural nouns and uncountable nouns. Í þessum kafla vinna nemendur með fleirtölumyndir nafnorða. Þau eru nú þegar meðvituð um að flest nafnorð bæta við sig -s í fleirtölu, en nú kynnast þau annars konar fleirtölu- endingum auk fjölda óteljanlegra nafnorða. Ræddu við nemendur um hugtakið hvíslhljóð og farið yfir dæmin í sameiningu. Spurðu nemendur hvort þau geti sett ensk orð í fleirtölu. Biddu þau að koma með mismunandi dæmi og gættu að því að þau nefni einnig nafnorð sem ekki bæta við sig -s. Skrifaðu dæmin á töfluna og flokkaðu þau ef við á. Ef nemendur koma ekki sjálf með dæmi um orð með t.d. -es eða -ves þá getur þú lagt til nokkur. Skrifaðu t.d. orðið life, og spurðu hvort þau viti hvernig það er í fleirtölu. Leggðu mat á hversu mörg dæmi skulu skoðuð áður en bls. 54 í verkefnabók er unnin. Þegar þið hafið farið yfir dæmin á bls. 54 í verkefnabók, haldið þið áfram að ræða um óteljan- leg nafnorð. Spurðu nemendur hvernig þau geti notað orð eins og t.d. rain. Geta þau sett eitthvað fyrir framan þau? Geta þau bætt -s aftan við? Láttu nemendur nota orðið í eigin setningar og bera þær saman. Skoðið því næst dæmin efst á bls. 55 og ræðið hvernig hægt er að tiltaka magn með því að nota a glass of, a slice of o.s.frv. í stað þess að setja nafnorð í fleirtölu. Lesið dæmin þrjú í gulu talblöðrunum og spurðu nemendur hvort þau sjái rauðan þráð í þeim. Þetta gefur þeim hugmynd um hvert meginefni kaflans er. Láttu nemendur vinna með verkefni A og B. any birds rabbits trees bad feet keep top eyes ever end fly crazy nearly lucky alone forget save survive world 4 Our Planet 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=