Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

Let’s play Let’s play – American states Þátttakendur: Allur bekkurinn • Hver nemandi fær útdeilt einu fylki Bandaríkjanna. • Nemendur stilla sér upp í hring. • Fyrsti segir nafn síns fylki upphátt, t.d. Alaska. • Sá næsti endurtekur Alaska og bætir sínu fylki við, t.d. Alabama. • Þriðji segir Alaska, Alabama og bætir við sínu fylki t.d. Arizona. Haldið áfram þannig allan hringinn. Ef einhver á í vandræðum með að muna röðina er sjálfsagt að gefa vísbendingar, t.d. fyrsta bókstafinn. Ef tími gefst má svo gera þetta í öfugri röð en það krefst virkilega góðs minnis. Textbook bls. 52-57 GO WEST EAST IÍ smásögunni er ýmislegt uppi á teningnum. Sagan gefur góða innsýn í þá upplifun sem Route 50 býður upp á, en einnig innsýn í huga og innri átök aðalpersónunnar Beth, meðan á ferðinni stendur. Hún er ósátt við að þurfa að flytja frá vinum sínum og skólanum og óar við tilhugsuninni um bílferðina löngu, þvert yfir Bandaríkin til nýrra heimkynna í Maryland. Eftir því sem líður á söguna kynnumst við fjölskyldunni betur og því hvers vegna það er ekki alltaf auðvelt að vera Beth. Eins og í fyrri textum kaflans fléttast svo lýsingar af náttúrunni og áhugaverðum stöðum á flæðandi hátt inn í frásögnina um fjölskylduna litlu, án þess að lesandinn upplifi að hann sé að lesa ferðabækling. Málið einkennist af hnyttnum samtölum, kímni, eldmóði, gremju, kaldhæðni og stuttum setningum. Þetta skapar stemningu, en gefur einnig rými til íhugunar og vangaveltna þar sem auðvelt er að setja sig í spor aðalpersónanna. Workbook bls. 48-51 Day 1-3 16 Read and match Lestu og tengdu saman þannig að setningarnar verði réttar. 17 Circle the animals Gerðu hring utan um dýranöfnin í orðaslöngunni. 18 Write the missing words Skrifaðu orðin sem vantar. • Innihald þessa verkefnis er heldur þyngra en í fyrri, sambærilegum verkefnum og krefst þess að lesið sé ítarlega áður en rétt orð er valið. Day 4 19 AT, IN or ON Skrifaðu at, in eða on í setningarnar. • Unnið með málfræðiáherslur. 20 Write Skrifaðu um lengstu bílferð þína til þessa. Notaðu spurnarorðin. • Nemendur skrifa sjálfstætt og styðjast við spurnarorðin. 21 Conjugate the verbs in the past tense Beygðu sagnorðin í þátíð. • Upprifjun á málfræðiáherslum úr kafla 1. 3 Break the Journey 43

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=