Let’s play Let’s play – Vocabulary battleship Þátttakendur: Paraverkefni Efni: Ljósrit 7 • Hver nemandi fær eitt eintak. Ákveðið hvað fimm orð skulu notuð. • Á efri hlutann skrifar hver nemandi orðin fimm, lárétt eða lóðrétt. Spilafélaginn má ekki sjá staðsetninguna. • Nemendur reyna að „skjóta niður“ orð hvort annars með því að giska á stað- setningu þeirra. Þau skiptast á að spyrja um reit og skrá um leið á neðri hluta blaðsins. • Spilið heldur áfram þar til annar spilari hefur hitt öll skip hins. Dæmi: Nemandi A: What do you have in 5C? Nemandi B: I have nothing./It’s a miss. Nemandi B: What do you have in 7A? Nemandi A: I have an F./It’s a hit. 9 Wild animals Leitaðu að upplýsingum á netinu um fjallaljónið eða sléttuúlfinn og svaraðu spurningunum. • ENemendur halda áfram að leita á vefnum og skrifa upplýsingarnar á línurnar. Did you know-reitirnir tveir krefjast þess að þau lesi og velji tvö atriði sem ekki eru hefðbundnar staðreyndaupplýsingar. 10 Choose the right verb Lestu setningarnar og skrifaðu sagnorðið sem vantar. 11 Choose the right heading Lestu hverja málsgrein og veldu fyrirsögnina sem passar best. Fyrirsagnirnar eru fleiri en þú þarft að nota. • Gefa þarf góðan tíma til að leysa verkefnið þar sem það getur verið snúið að finna út hvaða fyrirsögn passar hvar. 12 Underline the prepositions Strikaðu undir forsetningarnar í verkefni 11. • Upprifjun á málfræðiáherslum kaflans. Let’s do Let’s do – Mix-N-Match© Þátttakendur:Allur bekkurinn Efni: Spil • Verkefnið gengur út á að para saman ensk og íslensk orð. Hver nemandi fær eitt spil. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar þau hafa fundið hvert annað fara þau til hliðar svo það sé auðveldara fyrir þau sem eftir eru að para sig saman. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju. 13 Alaska facts Finndu upplýsingar á netinu og merktu staðina inn á kortið. Skrifaðu upplýsingarnar sem vantar á línurnar. • Nemendur leita sjálf að upplýsingum á netinu til að merkja tiltekna staði inn á kortið og skrifa upplýsingarnar sem vantar. 14 Odd one out Gerðu hring utan um orðið sem passar ekki við hin. 15 Underline the correct word Lestu uppskriftina. Strikaðu undir rétt orð í sviganum. • Bakið pönnukökur eftir uppskriftinni. Það er tilvalið að hlusta á smásöguna á næstu síðum meðan þið borðið þær. 42 3 Break the Journey
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=