Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

Workbook bls. 38-39 Námsmarkmið Soon • I can find and organize information. • I can share knowledge about the US. • I can write an informational text. • I can use prepositions. Í þessum kafla vinna nemendur með forsetningar,bæði í tengslum við tíma og staðsetningu. Sem fyrr eru dæmin valin út frá innihaldi og málfari kaflans. Persónurnar sem um ræðir munu því allar koma fyrir seinna í kaflanum. Spurðu nemendur í upphafi, hvaða forsetningar komi upp í huga þeirra. T.d. on, in, under o.s.frv. Skoðið því næst teikningarnar á bls. 38 og lesið dæmin upphátt. Láttu nemendur ef til vill þýða hugtökin á íslensku. Farið yfir vísuna neðst á bls. 38, og láttu nemendur velta fyrir sér dæmunum með At, In og On neðst á bls. 39. Það er ýmislegt hér sem þarf að meðtaka og því er nauðsynlegt að gefa rúman tíma og láta nemendur jafnvel vinna í pörum áður en samantekt er gerð með öllum hópnum. Þú getur einnig látið nemendur búa til sín eigin dæmi með forsetningunum þremur. A In, On or At Skrifaðu rétta forsetningu. B Write the correct preposition of place Skrifaðu rétta forsetningu. Drill Drill Unnið með verkefni á vefsvæði. Verkefnin eru mismunandi en byggja öll á orðaforða kaflans og leiðréttast sjálfkrafa. Textbook bls. 42-43 Notaðu kveikjumyndina Notaðu opnuna sem kveikju að samtali á ensku um væntingar nemenda til kaflans. Hvað segir titillinn okkur og hvaða hugsanir vekja ljósmyndirnar og teikningarnar? Gefa orðasamböndin einhverjar vísbendingar? Láttu nemendur nota orðasamböndin til að segja hvað þau telji kaflann fjalla um. • I think this chapter is about … • I think we’re going to read about … Láttu þau svo ljúka við orðasamböndin og búa til setningar. • At 10 o’clock I … • On Saturdays I … • In the summer I … Lestu inngangstextann upphátt, bættu við spurningum og leyfðu nemendum að skjóta inn svörum og athugasemdum. • Have you ever had to move? How did that make you feel? • Have you ever been on a road trip? • Do you know what a coyote is? • How many American states can you name? Ljúktu umræðunum með því að láta nemendur klára eftirfarandi hjálparsetningar: • When I look at the pictures, I think about … • I like the intro text about … • In this chapter we’re going to talk about … • The topic in this chapter is … Biddu nemendur að sækja vinnubókina og leysa verkefni 1 á bls. 40. Hlustið saman á Section 1-4 en nemendur leysa verkefnin sjálfstætt. 3 Break the Journey 39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=