Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

3 Til kennara Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa yfirlit yfir hvernig vinna má með kennsluefnið Yes we can 7. Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók og stafrænu efni á vef. Í efninu er boðið uppá fjölbreytta texta hvað varðar efnisval, lengd og þyngd. Nemendur takast á við úrval munnlegra og skriflegra verkefna sem reyna á orðaforða, mál og málnotkun auk sjálfsmats. Áhersla á orðaforða Í Yes we can 7 er, sem fyrr, áhersla lögð á tileinkun orðaforða og nemendur vinna markvisst með orð og orðasambönd sem tengjast viðfangsefnum hvers kafla. Þau fá tækifæri til þess að tjá sig með blæbrigðum, bæði munnlega og skriflega, og verða um leið æ meðvitaðri um hvaða lestrar- og hlustunaraðferðir nýtast þeim best. Hvatning til að íhuga reglulega eigin nám og námsaðferðir er liður í námsmati því sem Yes we can styðst við. Áhugavekjandi efnistök Með því að leita fanga í viðfangsefnum úr nærumhverfi nemenda, annars vegar, og alþjóðlegum málefnum hins vegar, gefast tækifæri til innsýnar í hvað ungt fólk í enskumælandi löndum verja tíma sínum í innan og utan skólans. Með umfjöllun um aðrar þjóðir og menningarheima opnast gáttir að fjölbreyttri menningu, aukinni víðsýni, skilningi, umburðarlyndi og virðingu gagnvart ólíkum háttum. Þannig má einnig stuðla að auknum skilningi á eigin menningu. Það er einnig mikilvægt að vekja nemendur til umhugsunar um hvers vegna enska er alheimstungumál og hvers vegna það gangast þeim að læra ensku. Málfræði Í Yes we can er unnið með málfræði út frá innihaldi textanna. Hver kafli hefst á kynningu á málfræðiáherslum kaflans sem farið er yfir í sameiningu. Í kjölfarið vinna nemendur sjálfstætt að verkefnum bæði í verkefnabók og á vef. Málfræðiáherslur hvers kafla koma svo fyrir jafnt og þétt í kaflanum, þar sem nemendur mæta þeim, og vinna með, í eðlilegu samhengi. Með dæmum og verkefnum komast nemendur í kynni við orð og setningamyndir sem þeir mæta svo síðar í textum og verkefnum kaflans. Í námsmatshlutanum, Let´s go er metið hvort nemandi hafi náð að tileinka sér málfræðihluta kaflans. Námsmat Nemendur vinna markvisst að mati á eigin námi og eru hvattir til að íhuga og ræða námsaðferðir og áskoranir sem þeir mæta í textum og verkefnum. Leiðsagnarmat fer fram samhliða náminu sjálfu og er liður í vinnu nemenda með skapandi verkefnum, matssíðum, samvinnu- námi, aukaverkefnum og samtölum í kennslustundum. Námsefnið bíður uppá skýrt samhengi milli náms, kennslu og námsmats og lagt er upp með að námsmatið sé leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi. Staða nemandans er metin jafnóðum í samvinnu nemanda og kennara og út frá henni metið hvernig næstu skref í náminu skulu vera. Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningarnar gefa yfirsýn yfir innihald hvers kafla, þ.m.t. orð og setningagerð, áherslur í töluðu máli og framburðarreglur, auk yfirlits yfir hvaða hæfniviðmiðum er unnið að hverju sinni. Efni kaflans er kynnt og lagt til hvernig vinna má með hvert viðgangsefni fyrir sig. Tengslum nemendabókar og verkefnabókar eru gerð skil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=