Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

Break the Journey 3 Break the Journey hbeinir sjónum að Bandaríkjum Norður-Ameríku og því hversu stórt landið er. Textinn samanstendur af fjórum stuttum, myndskreyttum frásögnum úr daglegu lífi fjögurra persóna á fjórum tímabeltum og er að hluta til byggður á smásögunni GO WEST EAST. Tilgangur efnistakanna er að gera nemendur meðvitaða um að Bandaríkin eru á allan hátt, landfræðilega, efnahagslega og ¬félagslega, gríðarstórt land með afskaplega fjölbreytta lífshætti. Kaflinn byggir á venjulegum aðstæðum venjulegs fólks og sniðgengur allar staðalímyndir um staði og fólk. Textarnir eru skáldaðir en inn í þá fléttast þó töluvert af raunverulegum staðreyndum. Áherslur kaflans eru góð frásögn, málvitund og lestrarupplifun. Eftir að hafa skoðað kort af Bandaríkjunum á blaðsíðum 44 og 45 og kynningu á spurningunni um tímabelti vinna nemendur með fjóra texta frá Maine, Alabama, Colorado og Alaska. Hér kynnast þau fjórum mjög ólíkum einstaklingum sem hvert um sig gefa innsýn í það sem þau eru að gera á nákvæmlega sama tíma á fjórum mismunandi tímabeltum. Því næst fara nemendur í road trip um Bandaríkin. Í smásögunni GO WEST EAST er þriggja manna fjölskyldu fylgt eftir á ferðalagi þvert yfir Bandaríkin til nýrra heimkynna í Maryland. Sagan er sögð af hinni ungu Beth, sem er ekki alveg sátt, hvorki við það að þurfa að flytja frá vinum sínum í Kaliforníu né að þurfa að deila aftursætinu með litla bróður sínum á ferðalaginu. Engu að síður reynist ferðin kærkomið tækifæri fyrir hana til að hugleiða líf sitt, og fjölskyldu sinnar, á nýjan hátt og í kjölfarið opnast nýir möguleikar. Tungumálið einkennist af kímni og hlýju og flæðandi samtölum milli systkinanna. Æfingarorð og orðasambönd • across time zones states border settlers highway rest area yard porch • At 10 o’clock I … • In the summer I … • On Saturdays I … Málfræðiáherslur Forsetningar Magic words suddenly snow air white cried he’s morning wind river looks stopped should looking cold run park outside ask forever ready 38 3 Break the Journey

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=