Hlustið á fyrsta samtalið án þess að fylgjast með í textanum. Nemendur eiga að skynja andrúmsloftið á milli systkinanna tveggja og einnig fá innsýn í leikreglurnar. Biddu þau að taka eftir því hvaða hugtök eru nefnd, svo sem touchdown, field goal og endzone. Ræðið það sem nemendur tóku eftir og spurðu þau hvernig þau telji að sambandið milli Luca og John sé. Láttu ef til vill nemendur vinna með verkefni 9 bls. 27 í Workbook, áður en þau vinna áfram með textana. Það gefur möguleika á að þjálfa hlustunarfærni nemenda. Workbook bls. 26-27 8 Explain the words Veldu fimm orð og útskýrðu hvað þau þýða. 9 Read and mark Lesið setningarnar og merkið við True eða False. • Leysið þetta verkefni ef til vill áður en samtalið er lesið til að þjálfa hlustunarfærni nemenda. Let’s play Let’s play – Who scores the first goal? Þátttakendur: 3ja til 4ra manna hópar Efni: Ljósrit 4, einn teningur á hóp, eitt spilapeð á mann og spil með fullyrðingum um fótbolta. • Leggið bunkan með spilunum á borði. • Leikendur byrja hvert á sínum fótbolta. Þau skiptast á að kasta tengingnum og færa sig um þann fjölda reita sem teningurinn sýnir. Þau velja sjálf hvaða leið þau fara ef það er fleiri en ein leið í boði. • Svartur reitur þýðir: Bíðið eina umferð. • Ef lent er á fótbolta les einhver af hinum upp af einu spili og sá sem er að gera metur hvort fullyrðingin er kostur eða ókostur við fótbolta og svarar með heilli setningu. Því næst er spilið lagt aftur neðst í bunkann. Æfið þessar setningar áður en spilið byrjar: • In my opinion this is a statement for/ against football. • I think this is a statement for/against football. 10 Spot the chunks Lesið Game On! á bls. 26-27, og finnið hugtök sem lýsa aðgerðum í American football. Skrifið á línurnar. Textbook bls. 28-29 Letter of Complaint Spurðu nemendur hvort þau þekki hugtakið Letter of complaint. Dettur þeim í hug aðstæður þar sem þau sjálf hefðu viljað skrifa slíkt. Skoðið myndina á síðu 29 og láttu nemendur lýsa henni. Lesið því næst Did you know textann, sem útskýrir hvers vegna konur verða fyrr þreyttar en menn þegar þær spila fótbolta. FIRST! What do you know about women’s soccer? Hvað hafa nemendur að segja um kvennafótbolta? Fylgjast þau með honum? Spila stelpurnar í bekknum fótbolta? Þekkja þau til íslenskra kvenfótboltaleikmanna? What is the biggest difference between women’s and men’s soccer? • What do you know about the Danish national team? Any special players? • Why do you think men’s soccer is more popular than women’s soccer? • Do you play soccer on a girls’ team? Vinnið með textann Tillaga 1: Hlustið án þess að fylgjast með í textanum og láttu nemendur fara beint í verkefni 11 og 12 í Workbook bls 27-28. Þannig þjálfa nemendur sérstaklega hlustunartækni sína. Láttu þau ef til vill lesa gegnum verkefnin áður en þau hlusta svo þau viti hverju þau þurfi að taka eftir. Tillaga 2: Hlustið á og lesið erindið frá Jen Sharpton, sem er ósátt við æfingatíma stelpnanna. Biddu einn hóp að einblína Röksemdir Jen og annan að einblína á lýsingu hennar á spilastíl strákana. Gerið samantekt að lokum og finndu út hvort nemendur eru sammála eða ósammála Jen. Biddu þau að rökstyðja. 2 Get the Ball Rolling 33
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=