Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

þema, td. með því að búa til kynningu um Jamie Knight eða leita að upplýsingum um annað freestyle fótboltafólk. Önnur geta leitað að frekari upplýsingum um höfundana tvo á síðu 24, James Carter og Kenn Nesbitt, og búið til kynningu á þeim og verkum þeirra. Workbook bls. 24-25 5 What can you do? Svarið spurningunum. Byrjið með You can … og bætið við but you can’t … . 6 Jumbled words Raðið bókstöfunum í rétta röð og skrifið rétt orð úr What Can You Do With A Football. 7 Choose a heading Lestu hverja málsgrein og veldu fyrirsögn sem passar við. Það eru fleiri fyrirsagnir en þú þarf að nota. • Gefðu góðan tíma í þetta verkefni þar sem það getur verið snúið að finna út hvaða fyrir- sögn passar. Let’s play Let’s play – Tic-tac-toe Þátttakendur: Pör Efni: Mylluspjald, 2X3 spilapeð með X og O. • Veldu 9 orð úr textanum sem þú vilt að nemendur þjálfi. • Teiknaðu mylluspjald á töfluna með 9 reitum (3x3), og skrifaðu orðin, eitt í hvern reit. Mylluspjöldin getur þú útbúið fyrirfram eða látið nemendur gera það á staðnum. • Nemendur skiptast á að leggja niður eitt af sínum peðum og segja um leið eina setningu þar sem orðið á reitnum sem þau leggja á kemur fyrir. • Þegar bæði hafa lagt niður öll sín peð skiptast þau á að færa eitt peð í einu. Sá/sú sem fyrst fær röð með þremur peðum (lárétt, lóðrétt eða á ská) vinnur. Textbook bls. 26-27 Game On! Næsti texti fjallar um amerískan fótbolta og er samtal milli íslensks skiptinema og fósturbróður hans í Ameríku. Auk þess að bjóða upp á létt og skemmtilegt samtal, er markmið textans að kynna leikreglurnar, hluta búnaðarins og uppbyggingu vallarins í amerískum fóbolta. FIRST! Do you know what the Super Bowl is? Byrjaðu á því að sýna myndbandsbút frá Super Bowl, svo nemendur skynji andrúmsloftið þar og þá tilfinningaþrungnu stund þegar þjóðsöngurinn er sunginn. Á Íslandi eru fleiri og fleiri farnir að fylgjast með Super Bowl. Spurðu nemendurna hvort þau fylgist með eða þekkji einhvern sem gerir það. Ræðið einnig hvað nemendum finnst um íþróttina. • Do you know what the Super Bowl is? • Have you ever watched a game? • Have you ever tried playing American football? • What do you think about American football? 32 2 Get the Ball Rolling

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=