Eins og fyrirsögnin bendir til, er hér fjallað um ýmsar sérkennilegar útfærslur af fótbolta. Myndirnar og glósuorðin gefa vísbendingar og vekja forvitni nemenda. Ræðið í upphafi hvað fótbolti er, í huga nemenda. Ræðið einnig myndirnar á opnunni. • What does football mean to you? • What do you think about when you hear the word football? • Can you describe the photos? • Do you know any of these kinds of football? FIRST! How many kinds of football do you know? Nemendur eru þegar komnir í hugarflæði um fótbolta og munu því ekki vera í vandræðum með að svara þessari spurningu. Minntu á að þau geta einnig notað fyrirsagnirnar sem innblástur. Spyrðu nemendur hvernig þeim lítist á þessar mismunandi útfærslur á fótbolta, við fyrstu sýn og hvort þau hafi prófað einhverja þeirra. Hlustið á textanna og láttu nemendur fylgjast með í bókinni. Því næst geta þau lesið upphátt tvö og tvö, eða sagt frá innihaldi þeirra án þess að sjá bókina. Ræðið Did you knowtextann og spurðu hvort nemendur þekki sérkennilegar útfærslur á öðrum íþróttagreinum. Think and talk: Which of these football versions would you like to try? Think and talk: Which of these football versions would you like to try? Workbook bls. 23 2 Scan the text Futsal and answer the questions Lesið textan Futsal bls. 23 og svarið spurningunum. 3 Read and match the synonyms Tengið saman orð sem þýða það sama. 4 Which sport? Lesið og merkið við rétta íþróttagrein. Let’s do Let’s do – Find someone who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: ljósrit 3 • Nemendur æfa sig að lesa og skilja spurningar sem innihalda orðaforða kaflans. Áður en nemendur fá ljósritið er mikilvægt að rifja upp spurnarformin Have you …? Are you …? Did you …? Prentaðu út ljósritið og dreifðu því í bekknum. • Nemendur fara um bekkinn og spyrja bekkjarfélaga sína spurninga af ljósritinu. • Nemendur sem svara játandi skrifa nöfn sín á blað spyrjandans. • Ef einhver svarar neitandi fær viðkomandi nýja spurningu. Það má aðeins safna einni undirskrift frá hverjum nemanda. Textbook bls. 24-25 What Can You Do With A Football? FIRST! Can you do any tricks with a football? • Ræðið fótboltabrellur. Einhver nemendanna spila fótbolta sjálf, önnur geta sagt frá sínum fótboltahetjum eða frá fótboltabrellum sem þau hafa séð. Skoðið ef til vill síðu 25, þar sem 3 mismunandi brellur eru sýndar. Lesið lýsingarnar, ræðið þær, og hvort nemendur þekki til þeirra. Gaman væri einnig að gefa nemendum tækifæri til að spreyta sig á þeim. Hlustið á ljóðin tvö á blaðsíðu 24 og láttu nemendur æfa sig að lesa þau upphátt með skýrum framburði og tónfalli. Þetta má leysa á mismunandi hátt, t.d. geta nemendur lesið upphátt í pörum, eða skipta má þeim í hópa þar sem þau skiptast á að lesa hvert sína línu. Það síðarnefnda krefst þess að þau fylgist vel með upplestri hinna, til að lesturinn verði flæðandi. Hlustið og lesið áfram á síðu 25, þar sem fræðst er um Freestyle fótbolta. Ef við á, geta einhver nemenda unnið áfram með með þetta 2 Get the Ball Rolling 31
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=