Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

Textbook bls. 15 FIRST! Would you like to try to live abroad? Hvað finnst nemendum um tilhugsunina um að búa í öðru landi til skamms tíma? Þekkja þau ef til vill einhvern sem hafa prófað það? Ræðið um kosti og galla. • Think about moving abroad for a few years. How would you feel about that? • What would be the most exciting thing about it? • What would be the most difficult or challenging thing about it? • If your parents told you that you had to live abroad ... then where would you like to go? Lesið inngangstextann og ræðið: • Who is Juliane? • Where is she from? • Where did she live for six months and why? Láttu nemendur skima glósurnar og segja frá ef einhverjar vangaveltur eru, t.d. varðandi framburð. Hlustið síðan á frásögn Juliane. Legðu mat á það hvort betur færi á því að skipta textanum í hluta. Biddu nemendur að taka eftir stöðum þar sem Juliane gefur góð ráð og stöðum þar sem hún bendir á eitthvað sem var sérstaklega erfitt. Þannig hafa allir sameiginlegan útgangspunkt þegar þið ræðið svo textann. Nemendur geta einnig hlustað og einbeitt sér að því sem Juliane segir um það að búa í útlöndum og kunna fleiri en eitt tungumál. • Can you tell me about some of the things that Juliane thought were hard when moving to England? • What do you think is the most important piece of advice from Juliane? • Why does Juliane think it’s important to speak more than just one language? Do you agree with her? Workbook bls. 15 19 Choose a heading Lestu hvert textabrot og veldu fyrirsögn sem passar við. Það er tveimur fyrirsögnum ofaukið. • Nemendur þurfa góðan tíma til að leysa verkefnin því það getur verið erfitt að átta sig á hvaða fyrirsögn á við hvar. Let’s do Let’s do – Mix-N-Match© Þátttakendur: allur bekkurinn Efni: Spil • Verkefnið gengur út á að tengja saman orð sem þýða það sama en eru skrifuð á mismunandi hátt. Hver nemandi fær eitt spil. • Kennarinn segir Mix, og nemendur fara um og skiptast á spilum við þá sem þau mæta. • Þegar kennarinn segir Match, leita nemendur að einhverjum með spil sem passar við þeirra • Þegar pörin hafa náð saman fara þau til hliðar til að léttara sé fyrir þau sem eftir eru að finna hvert annað. Textbook bls. 16-17 Greetings Around the World Það ætti ekki að koma nemendum á óvart að það finnast mismunandi leiðir til að heilsast. Og heldur ekki að það hvernig við heilsumst fer að algjörlega eftir því hverjum við erum að heilsa. Í þessum texta lesa nemendur um hvernig fólk heilsast í mismunandi menningarheimum. FIRST! How many ways of greetings do you know? Ræðið fyrst hvernig nemendur heilsa fjölskyldumeðlimum, vinum, kennara eða ókunnugum. Vita þau alltaf hvernig þau eiga að heilsa eða eru þau stundum í vafa? Eru þau með mismunandi skoðanir á hvernig heilsa á við hverju sinni? Spurðu nemendur hvort þau þekki til hvernig heilsast er í öðrum löndum. • What do you do when you meet someone for the first time? • How do you greet your grandparents? • How do you say hello to your friends? • How do people greet each other in other countries, in France for example? Ræðið myndirnar fjórar og biddu nemendur að lýsa þeim. Hlustið því næst og fylgist með í textunum fjórum. Ræðið um að það hvernig við heilsumst er einnig mikilvægt samskiptaform, líkt og hið talaða mál. 26 1 A World Language

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=