Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

Let’s play Let’s play – Memory Þátttakendur: Allur bekkurinn • Veldu 10-12 orð úr textanum, sem þú vilt að nemendur æfi sig á. • Skrifaðu þau á töfluna í handahófskenndri röð. • Láttu nemendur horfa á þau í 30 sekúndur, áður en þú strokar þau út. Let’s test our memory! Who can remember the words that were written on the board? Well done! Come up and write a word on theboard, please. Can you make a sentence with the word, too? Textbook bls. 10-11 Let’s Travel the World Margir nemendur hafa ferðast um heiminn og nú fá þau tækifæri til að lesa um fjóra enskumælandi áfangastaði sem allir bjóða upp á stórkostlegar upplifanir, m.a. hvað varðar náttúru, matarmenningu og útilíf. Notaðu myndirnar fjórar sem kveikju að samtali um hvað freistar nemenda þegar þau eru á ferðalagi. Hvað er það fyrsta sem þau taka eftir? Hvert vilja þau helst fara? • What comes to your mind when you look at these photos? • Have you ever been to any of these places? • What do you like to do when you travel? FIRST! Which English-speaking countries do you know? Kannaðu hvort öll hafi sömu hugmyndir um hvaða lönd teljist enskumælandi. Láttu þau skrifa niður 3-5 lönd sem koma upp í hugann. Gakktu um og kíktu á hvað þau skrifa til að fá hugmynd um hvort þau séu með sömu lönd í huga. Láttu eitt þeirra segja sín lönd og skrifaðu þau á töfluna. Hversu margir skrifuðu sömu lönd? Haltu áfram með næsta nemanda sem kannski getur bætt við landi, o.s.frv. Finnið út hvaða 3 lönd voru nefnd oftast. • Which countries have you written down? • Who else has written down these countries? • Have you thought about any other countries? Farið yfir glósurnar og hlustið því næst á kynningarnar fjórar án þess að fylgjast með í textanum. Biddu nemendur að hlusta eftir einhverju sem hefur að gera með tungumál og athafnir. Fyrir aðra hlustun, þar sem nemendur lesa líka með, getið þið rætt það sem þau heyrðu. • Did you hear about any languages? • Which activities can you do if you visit the four places? • Where would you prefer to go? • Which photo do you like the most and why? Það eru nokkur ný orð sem mikilvægt er að endurtaka áður en lengra er haldið. Biddu nemendur að lesa textana í pörum og biddu þau síðan að útskýra valin orð eða orðasambönd. • There are 150 islands but only 20 of them are inhabited. What does that mean? • Singapore is a former British colony. Explain the word former. • What is a melting pot? • What does it mean when a language is predominant? • Maori is a language spoken by the indigenous people of New Zealand. Please explain what indigenous means. Workbook bls. 10-11 9 Find information Finnið upplýsingar í Let’s Travel the World í Textbook bls. 10-11, og skrifið á línurnar. Taktu tíma til að bera saman svör nemenda svo þeir geti æft orðaforða. Biddu þau til dæmis að útskýra nánar hvaða erfiðu orð þau hafa skrifað niður eða útskýra hvað sagnirnar fjórar þýða. • Which difficult word did you write? Do you know the meaning of it now? How will you be able to remember it? Can you use it in a sentence now? • Which verb did you find in the text? How would you explain the meaning of it to someone who doesn’t know the word? 1 A World Language 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=