Textbook bls. 8-9 English Around the World Textarnir sex eru byggðir á sama innihaldi og með sömu máluppbyggingu og gefa nemendum innsýn í hvernig ensk tunga er notuð um allan heim af fólki sem hefur hana ekki að móðurmáli. Nemendum gefst tækifæri til þess að greina mismun og líkindi milli barnanna sex og bera þau svo saman við þau sjálf. Hér hentar að ganga út frá nærumhverfi nemenda og ræða hvaða þýðingu enska hefur er varðar þeirra skólagöngu, frístundir, ferðalög eða framtíðardrauma. FIRST! When do you speak English? Nemendur segja frá því hvenær þau tala ensku og við hvern. Biddu þau að skoða börnin sex og fánana þeirra. Vita nemendur hvaðan börnin eru? Biddu þau að skima textana og finna út hvaða tungumál þau tala. • Where do these six young people come from? • When do you think they speak English? • What do you think their first language is? • Can you spot any foreign languages in the texts? Hlustið á börnin 6 segja frá því hvaða mál þau tala, hvenær og við hvern. Farið yfir einn eða tvo af textunum í sameiningu og láttu því næst nemendur vinna í pörum. Minntu þau á að nýta sér glósuorðin og að fá hjálp við framburð og tónfall, eftir þörfum. Nemendur sem eru fljótt búin geta borið saman lýsingar barnanna og t.d. sett þau upp í mengi eða á annan myndrænan hátt. Think and talk: Why is it a good idea to learn English? • Nemendur geta svarað út frá textunum sex eða út frá eigin vangaveltum. Hjálpaðu þeim af stað með því að minna á þessar setningar: - Hans says that he speaks … - In my opinion, it’s important to speak English because … - I don’t know if I’ll use English when I grow up. I like … Workbook bls. 8-9 4 Read and mark Lestu setningarnar og merktu við True eða False. 5 Read and answer Lestu English Around the World í Textbook bls. 8-9, og svaraðu spurningunum. • Nemendur skulu svara í heilum setningum. 6 When do you use English? Skrifaðu þrjár setningar um hvenær þú notar ensku. • Notaðu þetta verkefni sem útgangspunkt fyrir spjall um mót mismunandi menningar. Verkefnið krefst þess að nemendur hafi lesið og skilið textana og tekið eftir ákveðnum smáatriðum í þeim, borið saman við eigin reynslu og geti tjáð hugleiðingar sínar. Einnig að þau beini sjónum sínum enn frekar að og hafi áhuga á að kanna hug sinn til vangaveltna um heimstungumál. Hvernig gæti það nýst þeim? Hvaða möguleika gæfi það? 7 Write the missing verbs in the past tense Skrifaðu rétt sagnorð í þátíð á línurnar. • Nemendur geta stuðst við listann yfir óregluleg sagnorð bls. 4. 8 Answer the questions Svaraðu spurningunum. 22 1 A World Language
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=