Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

Textbook bls. 6-7 A World Language Áður en þið hefjist handa með fyrsta textann er mikilvægt að ræða við nemendur um málvenjur þeirra og láta þau velta fyrir sér þýðingu málsins. Hvað þýðir móðurmál? Eru nemendur í bekknum sem tala fleiri en eitt tungumál? Hvaða kosti hefur það í för með sér og hvaða vanda veldur það ef til vill? Í kaflanum er lagt upp með að nemendur tengi tungumálakunnáttu ekki einungis við það að geta pantað sér ís í sumarfríi, heldur öðlist skilning á því hversu stóran sess tungumálið spilar í því að geta skilið menningu og siði þvert á landamæri. FIRST! Where do people speak English? Spurðu nemendur hvar í heiminum enska er töluð. Notaðu kortið sem vísbendingu. Láttu nemendur einnig lesa titil textans og milli- fyrirsagnirnar. • Where do people speak English? • Have you been to an English-speaking country? • Is English the same no matter where you’re from? Ræðið hvaða tungmál nemendur þekkja til. • What’s your first language? • Which languages do you speak at home? • Which languages would you like to learn? Vinnið með textann. Farið yfir glósuorðin. Hlustið og láttu nemendur lesa með. Leggðu mat á hvort ástæða sé til að stoppa eftir hverja efnisgrein, eða hvort henti betur að hlusta á allan textann án þess að lesa með og lesa svo í minni hlutum. Gakktu úr skugga um að nemendur meðtaki nöfn bæði persóna og landa, sem koma fyrir í textanum, svo auðveldara sé að ræða þau í framhaldinu. Ef nemendur lesa upphátt í pörum er mikilvægt að veita þeim stuðning og hjálpa til við framburð og tónfall. Spyrðu nemendur, sem eru fljót að leysa verkefnin, lýsandi spurninga, eða biddu þau að búa til spurningar úr textanum og spyrja hvert annað. Think and talk: Why did people say that the sun never sets on the British Empire? • Spurningunni er varpað fram til að vekja athygli nemenda á því hversu stórt svæði breska heimsveldið spannaði áður fyrr. Henni má til að mynda svara svona: - The expression was used to explain the vastness of the British Empire. Between the 18th and 20th century, the British Empire covered a fifth of the land in the world and therefore, at any given point, there would be daylight in one of the territories. Workbook bls. 7 2 Read and match Lestu og tengdu saman setningahluta. 3 Word search Finndu sex lönd með ensku sem móðurmál og skrifaðu nöfn þeirra. Let’s do Let’s do – Find someone who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 1 • Nemendur æfa sig að lesa og skilja spurningar í tengslum við orðaforða kaflans. Áður en ljósritum er dreyft til nemenda er mikilvægt að rifja stuttlega upp spurnarsetningarnar Do you speak …? Do you know …? Can you …? Prentaðu út ljósrit 1 og dreyfðu því til bekkjarins. • Nemendur fara um bekkinn og spyrja bekkjarfélaga sína spurninga af blaðinu. • Nemendur skrifa nöfn þeirra sem svara játandi. • Ef nemandi getur ekki svarað játandi fær hann/hún aðra spurningu af blaðinu. Nemendur geta aðeins safnað einni undirskrift frá hverjum bekkjarfélaga. 1 A World Language 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=