Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

1 A World Language 19 tíð. Sá næsti þar á eftir breytir setningunni yfir í þátíð. Ef nemendur hafa nægjanlega þekkingu á núliðinni tíð má láta næsta gera setningu á því formi. Einnig má skrifa setning á töfluna, jafnvel spurnarsetningu, þar sem sagnorðið vantar og nemendur finna orðið sem vantar. • Unnið í pörum. Annar nemandinn velur sagnorð í nútíð eða nútíð. Hinn segir orðið í nafnhætti og býr til setningu með því. Til að gera verkefnið erfiðara má bæta við núliðinni tíð. Nemendurnir skiptast á hlutverkum. • Að lokum má búa til spurningar með útvöldum sagnorðum, sem nemendur svara áður en unnið er með verkefnin á bls. 5. Lestu óreglulegu sagnorðin upphátt og gefðu dæmi um hvernig má nota þau á mismunandi hátt t.d. - Have you been to a foreign country this summer? - Have you done anything special during the summer? Í verkefninu á bls. 5 er unnið með óregluleg sagnorð í nútíð og þátíð. Í öllum málfræðiverkefnunum vinna nemendur með orðaforða og innihald viðkomandi kafla. Viðbótarverkefni má finna á vefsvæði námsefnisins undir Drill. A Write the right tense of the verb Skrifaðu rétt form sagnorðsins og skrifaðu það í setninguna. B Find the irregular verbs in the past tense Finndu óreglulegu sagnorðin í þátíð. Orðin eru á ská og aftur á bak. Mælt er með því að minna á sagnorðin af og til í kaflanum. Til dæmis þegar unnið er með lestextana. Biddu nemendur um að benda á sagnir í nútíð eða þátíð og jafnvel að útskýra hvers vegna sagnorðið er á viðkomandi formi. Drill Drill Unnið með verkefni á vefsvæðinu. Verkefnin eru mismunandi en byggja öll á orðaforða kaflans og leiðréttast sjálfkrafa. Textbook bls. 4-5 Notaðu úrdrátt úr textanum og myndirnar Notaðu opnuna sem kveikju að samtali á ensku um væntingar nemenda til kaflans. Hvað segir titillinn okkur og hvað fá ljósmyndirnar og teikningarnar okkur til að hugsa? Gefa orðasamböndin einhverjar vísbendingar? Geta þau notað orðasamböndin í setningar? Lestu A World Language 1 I speak English when ... People speak English in ... Page 12 Do you know where the word geyser comes from? Page 6 Have you ever wondered how English became a world language? Page 16 Page 8 I speak Hindi with my family, but at school we use English. How do you greet other people? Maybe by sticking out yout tongue? Read about greetings around the world. 4 / four five / 5 Verkefni 1 Page 14 Do you take out the garbage or the rubbish? kynningartextana upphátt og gefðu nemendum tækifæri á að tjá sig um þá og spyrja inn á milli. Í sumum tilfellum eru þau spurð spurninga. Notaðu þær og láttu nemendur svara. Í öðrum tilfellum geta þau tjáð sig um fullyrðingar eða tilvitnanir. T.d. • I speak Hindi with my family, but at school we use English. • I speak Icelandic at home but I learn two foreign languages at school. Að lokum ljúka þau þessum hjálparsetningum: • When I look at the pictures, I think about … • I like the intro text about … • In this chapter we’re going to talk about … • The topic in this chapter is … Biddu nemendur að finna til verkefnabókina og leysa verkefni 1 bls. 6. Hlustið á Section 1-4 sameiginlega, en láttu nemendur leysa verkefnin hvert fyrir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=