Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

A World Language 1 18 1 A World Language Enska skipar stóran sess í lífi nemanda og flest hafa, þegar hér er komið við sögu, öðlast mikinn orðaforða. Nemendur hafa greiðan aðgang að tungumálinu í daglegu lífi og öðlast nýja þekkingu daglega þegar þau hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir eða myndbönd. Kaflinn beinir sjónum að ensku sem heimstungumáli og lagt er upp með að vekja nemendur til umhugsunar um það hvernig tungumálakunnátta nýtist þeim. Hvernig erum við háð tungumálum? Hvers vegna er mikilvægt að tala fleiri en eitt tungumál? Hvaða gildi hefur tungumálakunnátta þegar mismunandi menningarheimar mætast? Æfingarorð og orðasambönd • language, greet, former, global, citizens, translated, pronounced, spelled, differences, similarities • I speak English when ... • People speak English in … Magic words hot sun sat boat, window hard why tea last each friends because its use even thing along ago different Workbook bls. 4-5 Námsmarkmið Soon • I can talk about English as a world language. • I can use English in various ways and in different situations. • I can show some differences between AmE and BrE. • I can use irregular verbs in the past tense. Byrjið á að fara yfir markmiðin sameiginlega og fáðu nemendur til að gefa þér dæmi um sagnorð sem tengjast ferðalögum, tungumálum eða samskiptum. Rifjaðu upp beygingu reglulegra sagna í nútíð og þátíð og láttu nemendur útskýra. Þessi umræða má gjarna fara fram á íslensku. Irregular verbs in the past tense Nemendur hafa þegar unnið nokkuð með ensk sagnorð. Í Yes we can 5 var áhersla lögð á nútíðarmynd reglulegra sagnorða, þar með 3. persónu endingu í eintölu, og nemendur unnu einnig lítils háttar með þátíð reglulegra sagnorða. Þessu var fylgt eftir í Yes we can 6, þar sem unnið var með algengar óreglulegar sagnir. Í gegnum allt enskunámið hafa þau þar að auki reglulega rekist á mismunandi þátíðarmyndir útvalinna óreglulegra sagna án þess að unnið hafi verið með þær sérstaklega. Í Yes we can hvetjum við til þess að nemendur venjist því að nota sagnorðin í samhengi, þannig að þau festist betur í minni. Þannig reynist þeim léttara að vinna með þau sérstaklega þegar ákveðin málfræðiatriði eru tekin fyrir. Áður en hafist er handa við verkefni A og B, skal kynna listann yfir valdar óreglulegar sagnir. Mælt er með því að nemendur tileinki sér hann með því að setja orðin í samhengi svo þetta verði ekki bara listi af orðum sem lærður er utan að. Tillögur að nálgun • Sameiginlega í bekknum. Nemendur skoða einungis dálkinn með nafnháttarmyndinni og skiptast á að lesa sagnorð upphátt. Næsti í röðinni býr til setningu með sagnorðinu í nú-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=