Yes we can 7 -kennsluleiðbeiningar

Kennslufræðilegar hugleiðingar 15 Lestrartækni Í Yes we can 7 lesa nemendur marga mismunandi texta, sem hver á sinn hátt tengjast viðfangsefni kaflans. Ræddu við nemendur um lestrartækni, svo þau venji sig strax á að nota hana þegar þau mæta nýjum texta. Taktu einnig tíma til að vinna forverkefnin First! Sem setja textan í samhengi og gefa hugmynd um hvaða orð og orðasambönd koma við sögu. Nýttu þér að allir textar eru lesnir inn af enskumælandi fólki með tilliti til aldurs, hreims og aðstæðna. Það er ákveðið öryggi í því að geta hlustað á textann um leið og lesið er. Farið yfir glósuorðin í sameiningu og ræðið hvers kyns textinn er. Notið myndskreytingar, fyrirsagnir og lykilorð. Máltækni Vendu nemendur á að nota kurteisisfrasa og gagnleg orðatiltæki eins og Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! How do you say… in English? Ritunartækni Einfaldasta ritunartæknin er að skrifa fyrst orð og nota þau svo í einfaldar setningar. Í framhaldinu má svo nota valda texta sem fyrirmyndir. Í Yes we can er smátt og smátt lögð meiri áhersla á ritun, bæði með notkun á orðasamböndum ein einnig við sjálfstæða ritun nemenda. Ræðið í tengslum við samhengi: • Hverjum er textinn ætlaður og hvers vegna? • Um hvað er skrifað? • Hver er tilgangurinn? Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámsskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am, og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir Cameron, L.: Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press, 2001 Thornbury, S.: How to teach vocabulary. Harlow:­ Pearson Education Limited, 2002 Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H.: Det flerspråklige menneske. En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskundervisning. Bergen: Fagbokforlaget, 2008

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=