Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

14 Kennslufræðilegar hugleiðingar Kennslufræðilegar hugleiðingar Þegar nemandi byrjar að læra ensku í skóla hefur heilinn þegar myndað tungumálamynstur, við það að tileinka sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfærir heilinn á nám nýs tungumáls, og því er afar mikilvægt að nemendur fái frá upphafi að vinna með grundvallar orðasambönd sem smám saman festast í minninu. Þau lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að orðasamböndin eru samsett úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Tungumál uppgötvað Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þeir mæta. Rannsóknir sýna að tungumálanám, sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en það sem einkennist eingöngu af minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í töluðu máli en seinna einnig í ritun. Meiri áskoranir fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meiri áskorun t.d. flokkun orða eftir ákveðnum viðmiðunum eða að raða þeim í rétta röð. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innan ákveðins flokks, þar sem valið er milli nokkurra möguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg nálgun hefur jákvæð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum, að þeir hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Nemendur þurfa að sjá orð töluvert oft áður en þau festast í langtímaminninu. Þeir þurfa að þekkja þau, nota þau og nota þau aftur í nýju samhengi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mikil áhersla er lögð á upprifjun og endurtekningu í Yes we can. Þegar lærð orð eru sótt og notuð í nýju samhengi örvast og styrkist huglægt net nemenda. Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þeir verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku, íslensku og örðum málum. Í aðalnámsskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þeir þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkun sína að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur verði í stakk búnir til að aðlaga mál sitt samhenginu þurfa þeir smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Í enskunámi þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningarvit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmis konar námstækni sem þau sjálf eru ekki meðvituð um í upphafi. Börn á þessum aldri hafa oft líflegt ímyndunarafl og vilja gjarna leika sér. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og hana þarf að þjálfa upp með stuttum námslotum og mikilli fjölbreytni. Mikil áhersla er lögð á málörvun í námsefninu. Nemendur þroska skilning á samhenginu milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Framvindan í Yes we can þróast úr áherslu á hlustun, þekkingu og skilning í munnlega og skriflega tjáningu, og verkefnin í Workbook gera ráð fyrir því. Viðfangsefni og orðaforði efnisins eru sótt í nærumhverfi nemenda. Efnið reynir á móttökuhæfni tungumáls (hlustunarskilning og lesskilning) og gefur ríkuleg tækifæri til að styrkja sköpunarhæfni (mál og ritun). Nemendur læra ensk orð og hugtök á sama tíma og þau bæta við móðurmálskunnáttu sína og orðaforðinn eykst jafnt og þétt, gegnum alla skólagönguna og áfram út lífið. Í Yes we can 7, líkt og í 5 og 6, er áhersla lögð á vinnu með algengustu orðin í enskri tungu – ýmis smáorð, fallorð, forsetningar, hjálparsagnir og fornöfn, svo eitthvað sé nefnt. Kerfisbundin vinna með algengu orðin gefa góðan grunn fyrir lestrar- og ritunarfærni. Í Yes we can 7 mæta nemendur sífellt lengri og flóknari textum um leið og aukin krafa er á þeirra eigin ritun. Í því samhengi verða algengustu orðin mikilvæg verkfæri, ekki eingöngu hvað varðar réttritun og orðaforða heldur einnig í tengslum við rétt málfar. Hlustunartækni Hér er meginatriðið að hlusta eftir og þekkja ákveðin orð í setningum og samtölum. Láttu nemendur sýna skilning sinn með því, t.d, að merkja við, eða strika undir ákveðin orð. Lestrartextarnir í Textbook geta einnig nýst sem hlustunaræfingar og nemendur geta brugðist við, eða gert eitthvað ákveðið þegar þau heyra tiltekið orð eða orðasamband. T.d. klappað, rétt upp hönd, gert talningastrik eða álíka. Minntu líka á mikilvægi þess að lesa í líkamstjáningu, tónfall og aðstæður. Hvar á samtalið sér stað? Hver talar? Hvert er umræðuefnið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=