Gagnlegar kennsluhugmyndir 13 Á meðan Notaðu samvinnunámsformið við leiðsagnarmat. Með því gefast næg tækifæri til að fylgjast með því hvernig nemendur vinna með efni og orðaforða sem þegar hefur verið kynntur. Taktu eftir því hvernig nemendur svara hvert öðru, hvort þau hafi burði til að svara meira uppfyllandi eða hvort þau láti stök orð duga, og leyfi öðrum að ráða ferðinni. Milli þess sem fjallað er um einstaka texta er mikilvægt að ganga úr skugga um að öll hafi náð að tileinka sér nýjan orðaforða. Búðu til stutt munnleg verkefni, þar sem nemendur draga saman og endurorða það sem þau hafa unnið með. Eftir á Öllum köflunum líkur með opnunni Challange í Textbook, sem reynir á nemendur á mismunandi vegu með verkefnunum Perform, Create og Find out. Nemendur búa til eigin afurð sem byggir á textunum sem unnið hefur verið með. Farið yfir fyrirmæli og upphafssetningar í sameiningu og ræðið einnig the magic words neðst á opnunni. Hvettu nemendur til að nota þau í eigin ritun. Leggðu mat á hvort nemendur þurfi stuðning við að velja tegund verkefna, t.d. hvort þau skuli skipta um verkefnaflokk í hvert skipti. Gakktu úr skugga um að markmið hvers verkefnis séu nemendum ljós og gefðu þeim endurgjöf jafn óðum svo þau verði öruggari í sinni vinnu. Í Workbook lýkur öllum köflum með opnunni Let’s go, þar sem unnið er út frá markmiðum. Flest verkefnin tilheyra málfræðiáherslum kaflans og nýjum orðaforða. Nemendur meta svo hvort þau hafi náð settum markmiðum. Ljúkið verkefninu með samtali um Námið mitt. Í hverjum kafla mæta nemendur spurningum um eigið nám, t.d. sem tengist námsmati, áskorunum, óskum í sambandi við efnistök eða vinnulag. Þetta samtal er afar mikilvægt þar sem það gerir nemendur meðvitaða um þau mörgu skref sem þau stíga í enskutímum til að efla kunnáttu sína. Spurningunum Námið mitt er svarað skriflega og þær má finna á vefsvæði námsefnisins. Verkefnið Do you remember? Nýtist einnig sem leiðsagnarmat. Nemendur vinna í pörum og keppa hvert við annað. Hverjum kafla fylgir ljósrit með völdum spurningum um texta og viðfangsefni hvers kafla. Hlustaðu og fylgstu með hvernig nemendum gengur að vinna verkefnin. Taktu eftir hvort þau lesa spurningarnar upphátt, hvort þau hjálpast að og hvort þau svara með stökum orðum eða heilum setningum. Hjálpaðu þeim með orðaforða eða aðrar hindranir og bættu við spurningum ef þörf er á.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=