Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

12 Gagnlegar kennsluhugmyndir • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin eru samstæð, tvennur eða fernur. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju. • Find someone who© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga til að svara spurningu eða t.d. tjá afstöðu sína. Markmiðið er að tala við sem flesta og þess vegna skal aðeins fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Aðferð: • Hver nemandi fær blað með staðhæfingu eða spurningu • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvor á blaði annars ef þeir geta svarað. Ef ekki reyna þeir við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. • Inside Outside Circle© Þegar mörg í einu hafa frá einhverju að segja, eða þegar þarf að rökræða eitthvað, hentar þessi aðferð vel. Hún hentar m.a. til endurtekninga, fyrir vangaveltur og innlögn. Aðferð: • Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hvert við annað. • Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja frá ákveðnu efni eða svara spurningu frá kennara. Svo er skipt um hlutverk þannig að nemendurnir í innri hringnum segi frá. • •Þegar tíminn er úti þakka nemendur hvort öðru fyrir samtalið, ytri hringurinn færir sig eitt pláss til hægri og samtalið er endurtekið með nýjum viðmælanda. Áhersla á símat Í Yes we can er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teachers book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta en á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið unnið er með í hverjum hluta fyrir sig ásamt tillögu að ársskipulagi. Allt námsmat skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • Skilja hvað þeir eru að læra og hvers ætlast er til af þeim • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar • fá leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að undirbúa sig • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun. Í Yes we can leggjum við áherslu á leiðsagnarmat, með það að markmiði að gera nemendur meðvituð um eign námsferli og námstækni. Með efninu gefast fjölmörg tækifæri til þess að flétta leiðsagnarmatið inn í bæði munnlega vinnu og ritun. Ekki síst vegna þess að mörg verkefni krefjast þess að nemendur sæki í eigin reynslu og kunnáttu, frekar en „hið eina rétta svar“. Hafið í huga að tilgangurinn er ekki að ganga úr skugga um hvort nemandinn hafi leyst eða ekki leyst tiltekið verkefni, heldur að meta að hve miklu leyti tilteknu markmiði hefur verið náð. Á sama tíma er mikilvægt að hafa jafnan og þéttan stuðning frá kennara, sem felst í samtölum, leiðbeiningum og uppbyggilegri endurgjöf. Sem kennari verður þú að gera ráð fyrir því að nemendur nái mislangt í átt að markmiðunum og þá er mikilvægt að geta aðlagað markmiðin og/eða sett einstaklingsbundin markmið fyrir suma nemendur. Með því að hafa nemendur með í þessu ferli verður skýrara hvaða þættir valda erfiðleikum og hvaða þættir eru fulllærðir. Í öllu ferlinu skiptir sköpum að matið innihaldi endurgjöf frá bæði nemendum og kennurum svo hægt sé að aðlaga kennsluna að þörfum hvers bekkjar. Leiðsagnarmat fer fram með mismunandi hætti í Yes we can: Í upphafi Farðu alltaf yfir námsmarkmiðin sem sýnd eru í upphafi hvers kafla í Workbook. Þetta hefur mikið að segja um það hvernig nemendur nálgast hin nýju verkefni. Þegar nemendur þekkja innihald og form geta þau auðveldar gert sér í hugarlund hvers krefst að ná lokamarkmiðinu. Fylgstu með því hvernig tækni nemendur beita þegar þau ræða um markmiðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=