Gagnlegar kennsluhugmyndir 11 Í Teacher’s Book má finna hugmyndir sem hjálpa kennaranum að koma af stað samtölum um kveikjumyndir- nar, og hvernig orðasambönd kaflans eru notuð. Notaðu kveikjumyndirnar • Nemendur skoða myndirnar og lesa textabrotin á þeim. - Well then, let’s have a look. - What do you think this chapter is about? - What comes to your mind when you look at the pictures? • Nemendur skoða orðasamböndin efst á kveikjumyndunum og segja þau upphátt. Gefðu þeim dæmi um hvernig má nota þau og leyfðu þeim að koma með eigin hugmyndir og dæmi. Veldu orð úr textabrotunum og notaðu þau í spurningar til nemenda eða láttu nemendur búa til setningar með orðunum. Það er einnig upplagt að taka með gegnsæju orðin og ræða líkindi og mismun milli ensku og annarra mála. Vinnið með Magic words Í lok hvers kafla vinna nemendur með skapandi matsverkefni. Verkefnin taka mið af þema og textum kaflans og reyna á nemendur bæði munnlega og skriflega. Þau eru hvött til að halda utan um það hvernig þau læra og meðtaka nýtt tungumál og innihald. Matsverkefnin eru á opnunni Challenge og neðst má finna yfirliti yfir magic words. Nemendur sem áður hafa unnið með Yes we can þekkja þau. Útskýrðu að í Yes we can 7 sé unnið með ný magic words og því verði þau, í lok vetrar, búin að fara í gegnum 300 slík. Rannsóknir sýna að markviss vinna með algengustu orðin hafa mikla þýðingu fyrir nám. Þegar nemandi man orð sjónrænt og þekkir orðmyndina mun hann sjálfkrafa þekkja það í textasamhengi og meðtaka það á innan við 3 sekúndum. Þannig verður flæði lesturs mun betra og nemendur munu einnig geta nýtt sér þessa þekkingu við ritun. Nemendur sjá auðveldlega hvernig þau tileinka sér fleiri og fleiri magic words þar sem þau verða feitletruð um leið og þau hafa komið við sögu. Hvettu nemendur einnig til að nota þau sjálf, bæði í daglegri vinnu og í vinnunni með Challange verkefnin. Á vefsíðu efnisins má finna öll orðin á ljósriti. Þar eru einnig tillögur að mismunandi verkefnum, þar sem orðin eru notuð í skemmtilegum leikjum. Orðaspjöldin fylgja köflunum og þau eru tilbúin til útprentunar. Unnið með málfræði í samhengi Í Yes we can 7 er áfram unnið með grunnmálfræði. Eins og áður er málfræðin sett fram í samhengi og nemendur beita rannsóknaraðferðum. Nemendur muna, eftir fremsta megni, rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig valdir málfræðilegir þættir virka og tengjast saman. Þetta er flókið ferli sem þarf að hafa í forgrunni í öllu enskunáminu. Því þarf að gefa góðan tíma, ekki eingöngu til að leysa verkefnin, heldur einnig til hvatningar og ígrundunar. Málfræði getur verið flókin og nýstárleg fyrir nemendur og því er endur- tekning og tilbrigði við vinnulag afar nauðsynleg. Mikilvægast er að nemendur æfist í að nota sjálf viðeigandi málfræðiuppbyggingu. Því meiri æfingu sem þau fá, því fyrr öðlast þau flæði, einnig í málnotkun almennt. Sjálf vinnan með málfræðina fer fram á eftir- farandi hátt: Allir kaflarnir í Workbook hefjast á myndskreyttum kynningum á málfræðiþáttum, sem nemendur velta fyrir sér og ræða, og leysa svo viðeigandi verkefni í bókinni. Því næst halda þau áfram í Drill, sem er safn stafrænna verkefna sem leiðréttast sjálfkrafa. Verkefnin má finna á vefsvæðinu og henta vel sem viðbótarverkefni. Á matssíðunum Let´s go í lok kaflans vinna nemendur aftur að völdum verkefnum sem fyrst og beinast að tilteknum málfræðiatriðum. Í Yes we can 7 eru eftirfarandi atriði tekin fyrir: Óregluleg sagnorð í þátíð, samsettar sagnir, forsetningar, fleirtöluendingar nafnorða ásamt notkun á eignafalli. Samvinnunám Í Yes we can 7 er, sem fyrr, lagt upp með fjölda munnlegra verkefna sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin má finna undir yfirskriftinni Let‘s do, og undir þeim eru eftirfarandi verkefni: Mix-N-Match, Find someone who, QuizQuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru alltaf leyst á sama hátt og eru útskýrð hér að neðan. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni. Aðferð: • Hver nemandi er með spil með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þeir kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessu spili fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum hver við annan. Í hvert skipti sem þeir finna „samstæðuna“ sína verða þeir að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Aðferð:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=