Yes we can 7 - kennsluleiðbeiningar

­ Yes we can Yes we can 7 Teacher’s Book Teacher’s Book 7 Mie Schrøder Ellen M. Tudor Edwards, Tone Omland, Isabelle Royer, Victoria Armstrong Solli

Teacher’s Book Mie Schrøder Ellen M. Tudor Edwards, Tone Omland, Isabelle Royer, Victoria Armstrong Solli 7

Contents Til kennara 3 Uppbygging kennsluleiðbeininga 4 Gagnlegar kennsluhugmyndir 10 Að koma af stað samtölum 10 Notaðu kveikjumyndirnar 11 Vinnið með Magic words 11 Unnið með málfræði í samhengi 11 Samvinnunám 11 Áhersla á símat 12 Í upphafi 12 Á meðan 13 Eftir á 13 Kennslufræðilegar hugleiðingar 14 Tungumál uppgötvað 14 Hlustunartækni 14 Lestrartækni 15 Máltækni 15 Ritunartækni 15 Málform 15 Heimildir 15 Yfirlit yfir orðaforða 16 1 A World Language 18 2 Get the Ball Rolling 28 3 Break the Journey 38 4 Our Planet 45 5 A Nose for Crime 53 Yfirlit yfir efni til útprentunar og spil fyrir samvinnunám 63 2 Prentað efni Nemendabók • tekur til umfjöllunar mikilvæg og hvetjandi efni sem og alþjóðlegan vanda • kynnir nemendur fyrir mismunandi tegundum texta • hvetur nemendur til að vinna með námsmat á skapandi hátt • tryggir kerfisbundið tungumálanám með hlustun, lestri og málnotkun nemenda Verkefnabók • inniheldur munnleg og skrifleg verkefni • setur málfræði í skýrt samhengi við texta • inniheldur matsverkefni • hvetur til upprifjunar og samtals um eigið nám Vefsvæði Yes we can til nemenda • inniheldur krækjur við allar kveikjumyndir til að hlusta • hefur að geyma allar hljóðskrár, þ.á.m. texta og söngva • gagnvirk verkefni • krækjur sem snerta námsefnið Kennsluleiðbeiningar • innihalda tillögur um hvernig leggja má fram efni kaflanna • fela í sér yfirlit yfir alla hlustunartexta • innihalda tillögur um vinnu með námsmat Yes we can til kennarans • inniheldur aðgang að nemendasvæði • aðgang að nemenda- og verkefnabók og kennsluleiðbeiningum á rafbókarformi • aðgang að viðbótarefni til útprentunar, yfirlit yfir útprentanlegt efni er aftast í bókinni • lausnir við verkefni •

3 Til kennara Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa yfirlit yfir hvernig vinna má með kennsluefnið Yes we can 7. Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók og stafrænu efni á vef. Í efninu er boðið uppá fjölbreytta texta hvað varðar efnisval, lengd og þyngd. Nemendur takast á við úrval munnlegra og skriflegra verkefna sem reyna á orðaforða, mál og málnotkun auk sjálfsmats. Áhersla á orðaforða Í Yes we can 7 er, sem fyrr, áhersla lögð á tileinkun orðaforða og nemendur vinna markvisst með orð og orðasambönd sem tengjast viðfangsefnum hvers kafla. Þau fá tækifæri til þess að tjá sig með blæbrigðum, bæði munnlega og skriflega, og verða um leið æ meðvitaðri um hvaða lestrar- og hlustunaraðferðir nýtast þeim best. Hvatning til að íhuga reglulega eigin nám og námsaðferðir er liður í námsmati því sem Yes we can styðst við. Áhugavekjandi efnistök Með því að leita fanga í viðfangsefnum úr nærumhverfi nemenda, annars vegar, og alþjóðlegum málefnum hins vegar, gefast tækifæri til innsýnar í hvað ungt fólk í enskumælandi löndum verja tíma sínum í innan og utan skólans. Með umfjöllun um aðrar þjóðir og menningarheima opnast gáttir að fjölbreyttri menningu, aukinni víðsýni, skilningi, umburðarlyndi og virðingu gagnvart ólíkum háttum. Þannig má einnig stuðla að auknum skilningi á eigin menningu. Það er einnig mikilvægt að vekja nemendur til umhugsunar um hvers vegna enska er alheimstungumál og hvers vegna það gangast þeim að læra ensku. Málfræði Í Yes we can er unnið með málfræði út frá innihaldi textanna. Hver kafli hefst á kynningu á málfræðiáherslum kaflans sem farið er yfir í sameiningu. Í kjölfarið vinna nemendur sjálfstætt að verkefnum bæði í verkefnabók og á vef. Málfræðiáherslur hvers kafla koma svo fyrir jafnt og þétt í kaflanum, þar sem nemendur mæta þeim, og vinna með, í eðlilegu samhengi. Með dæmum og verkefnum komast nemendur í kynni við orð og setningamyndir sem þeir mæta svo síðar í textum og verkefnum kaflans. Í námsmatshlutanum, Let´s go er metið hvort nemandi hafi náð að tileinka sér málfræðihluta kaflans. Námsmat Nemendur vinna markvisst að mati á eigin námi og eru hvattir til að íhuga og ræða námsaðferðir og áskoranir sem þeir mæta í textum og verkefnum. Leiðsagnarmat fer fram samhliða náminu sjálfu og er liður í vinnu nemenda með skapandi verkefnum, matssíðum, samvinnu- námi, aukaverkefnum og samtölum í kennslustundum. Námsefnið bíður uppá skýrt samhengi milli náms, kennslu og námsmats og lagt er upp með að námsmatið sé leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi. Staða nemandans er metin jafnóðum í samvinnu nemanda og kennara og út frá henni metið hvernig næstu skref í náminu skulu vera. Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningarnar gefa yfirsýn yfir innihald hvers kafla, þ.m.t. orð og setningagerð, áherslur í töluðu máli og framburðarreglur, auk yfirlits yfir hvaða hæfniviðmiðum er unnið að hverju sinni. Efni kaflans er kynnt og lagt til hvernig vinna má með hvert viðgangsefni fyrir sig. Tengslum nemendabókar og verkefnabókar eru gerð skil.

A World Language 1 18 1 A World Language Enska skipar stóran sess í lífi nemanda og flest hafa, þegar hér er komið við sögu, öðlast mikinn orðaforða. Nemendur hafa greiðan aðgang að tungumálinu í daglegu lífi og öðlast nýja þekkingu daglega þegar þau hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir eða myndbönd. Kaflinn beinir sjónum að ensku sem heimstungumáli og lagt er upp með að vekja nemendur til umhugsunar um það hvernig tungumálakunnátta nýtist þeim. Hvernig erum við háð tungumálum? Hvers vegna er mikilvægt að tala fleiri en eitt tungumál? Hvaða gildi hefur tungumálakunnátta þegar mismunandi menningarheimar mætast? Æfingarorð og orðasambönd • language, greet, former, global, citizens, translated, pronounced, spelled, differences, similarities • I speak English when ... • People speak English in … Magic words hot sun sat boat, window hard why tea last each friends because its use even thing along ago different Workbook bls. 4-5 Námsmarkmið Soon • I can talk about English as a world language. • I can use English in various ways and in different situations. • I can show some differences between AmE and BrE. • I can use irregular verbs in the past tense. Byrjið á að fara yfir markmiðin sameiginlega og fáðu nemendur til að gefa þér dæmi um sagnorð sem tengjast ferðalögum, tungumálum eða samskiptum. Rifjaðu upp beygingu reglulegra sagna í nútíð og þátíð og láttu nemendur útskýra. Þessi umræða má gjarna fara fram á íslensku. Irregular verbs in the past tense Nemendur hafa þegar unnið nokkuð með ensk sagnorð. Í Yes we can 5 var áhersla lögð á nútíðarmynd reglulegra sagnorða, þar með 3. persónu endingu í eintölu, og nemendur unnu einnig lítils háttar með þátíð reglulegra sagnorða. Þessu var fylgt eftir í Yes we can 6, þar sem unnið var með algengar óreglulegar sagnir. Í gegnum allt enskunámið hafa þau þar að auki reglulega rekist á mismunandi þátíðarmyndir útvalinna óreglulegra sagna án þess að unnið hafi verið með þær sérstaklega. Í Yes we can hvetjum við til þess að nemendur venjist því að nota sagnorðin í samhengi, þannig að þau festist betur í minni. Þannig reynist þeim léttara að vinna með þau sérstaklega þegar ákveðin málfræðiatriði eru tekin fyrir. Áður en hafist er handa við verkefni A og B, skal kynna listann yfir valdar óreglulegar sagnir. Mælt er með því að nemendur tileinki sér hann með því að setja orðin í samhengi svo þetta verði ekki bara listi af orðum sem lærður er utan að. Tillögur að nálgun • Sameiginlega í bekknum. Nemendur skoða einungis dálkinn með nafnháttarmyndinni og skiptast á að lesa sagnorð upphátt. Næsti í röðinni býr til setningu með sagnorðinu í núUppbygging kennsluleiðbeininga 4 Uppbygging kennsluleiðbeininga Allir kaflar hefjast á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefnum er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni. Viðfangsefni kaflans eru kynnt ásamt yfirliti yfir orð, setningamynstur og málfræðiatriði sem unnið er með.

Uppbygging kennsluleiðbeininga 5 1 A World Language 19 tíð. Sá næsti þar á eftir breytir setningunni yfir í þátíð. Ef nemendur hafa nægjanlega þekkingu á núliðinni tíð má láta næsta gera setningu á því formi. Einnig má skrifa setning á töfluna, jafnvel spurnarsetningu, þar sem sagnorðið vantar og nemendur finna orðið sem vantar. • Unnið í pörum. Annar nemandinn velur sagnorð í nútíð eða nútíð. Hinn segir orðið í nafnhætti og býr til setningu með því. Til að gera verkefnið erfiðara má bæta við núliðinni tíð. Nemendurnir skiptast á hlutverkum. • Að lokum má búa til spurningar með útvöldum sagnorðum, sem nemendur svara áður en unnið er með verkefnin á bls. 5. Lestu óreglulegu sagnorðin upphátt og gefðu dæmi um hvernig má nota þau á mismunandi hátt t.d. - Have you been to a foreign country this summer? - Have you done anything special during the summer? Í verkefninu á bls. 5 er unnið með óregluleg sagnorð í nútíð og þátíð. Í öllum málfræðiverkefnunum vinna nemendur með orðaforða og innihald viðkomandi kafla. Viðbótarverkefni má finna á vefsvæði námsefnisins undir Drill. A Write the right tense of the verb Skrifaðu rétt form sagnorðsins og skrifaðu það í setninguna. B Find the irregular verbs in the past tense Finndu óreglulegu sagnorðin í þátíð. Orðin eru á ská og aftur á bak. Mælt er með því að minna á sagnorðin af og til í kaflanum. Til dæmis þegar unnið er með lestextana. Biddu nemendur um að benda á sagnir í nútíð eða þátíð og jafnvel að útskýra hvers vegna sagnorðið er á viðkomandi formi. Drill Drill Unnið með verkefni á vefsvæðinu. Verkefnin eru mismunandi en byggja öll á orðaforða kaflans og leiðréttast sjálfkrafa. Textbook bls. 4-5 Notaðu úrdrátt úr textanum og myndirnar Notaðu opnuna sem kveikju að samtali á ensku um væntingar nemenda til kaflans. Hvað segir titillinn okkur og hvað fá ljósmyndirnar og teikningarnar okkur til að hugsa? Gefa orðasamböndin einhverjar vísbendingar? Geta þau notað orðasamböndin í setningar? Lestu A World Language 1 I speak English when ... People speak English in ... Page 12 Do you know where the word geyser comes from? Page 6 Have you ever wondered how English became a world language? Page 16 Page 8 I speak Hindi with my family, but at school we use English. How do you greet other people? Maybe by sticking out yout tongue? Read about greetings around the world. 4 / four five / 5 Verkefni 1 Page 14 Do you take out the garbage or the rubbish? kynningartextana upphátt og gefðu nemendum tækifæri á að tjá sig um þá og spyrja inn á milli. Í sumum tilfellum eru þau spurð spurninga. Notaðu þær og láttu nemendur svara. Í öðrum tilfellum geta þau tjáð sig um fullyrðingar eða tilvitnanir. T.d. • I speak Hindi with my family, but at school we use English. • I speak Icelandic at home but I learn two foreign languages at school. Að lokum ljúka þau þessum hjálparsetningum: • When I look at the pictures, I think about … • I like the intro text about … • In this chapter we’re going to talk about … • The topic in this chapter is … Biddu nemendur að finna til verkefnabókina og leysa verkefni 1 bls. 6. Hlustið á Section 1-4 sameiginlega, en láttu nemendur leysa verkefnin hvert fyrir sig. Nemendur fá innsýn í efni kaflans með því að skoða sig um á kveikjumyndinni. Þar eru stuttir úrdrættir úr textum ásamt nýjum orðasamböndum. Tillögur að spurningum á ensku og umræðu- efnum sem þú getur notað til að hefja sam- ræður um kveikjumyndina.

Workbook bls. 6 1 Listen and answer Hlustaðu og merktu við rétt svar. Section 1 Read the question for section one. Now listen and choose the right answer. • I moved to England with my family when I was younger. On my first day of school, I walked to the school with my mum. Outside, we had to stand on the pavement beside the school gate. This is where all the parents and children had to wait. And then we walked in. The classrooms were nice. I was in year four, so we were the oldest pupils at the school. We sat down and the classroom was really small and there were a lot of kids in the class. My mom stayed in the classroom. To me it was not a big deal that my mom was there. But it wasn’t normal for parents to go to the classroom. Normally parents waited outside the school gates. At lunchtime, my mom was asked to leave and then I was all alone. I remember I cried. I was devastated. And I knew nothing. And I couldn’t talk to anyone. But my teacher was really sweet. And then she took me to lunch. That’s pretty much what I remember. Section 2 Read the question for section two. Now listen and choose the right answer. • Practically everywhere you look, you’ll find examples of English. English is all around us, on posters and menus and even on the tiny labels that we find on the inside of our clothes. Take a quick look around your classroom. Which English words can you find? Section 3 Read the question for section three. Now listen and choose the right answer. • In some countries like New Zealand, most people have English as their first language. Other countries, like Singapore, have English as their official language. People use English at school or at work, but they often speak another language at home. Language experts say that about a quarter of all the people in the world speak or use English. Section 4 Read the question for section four. Now listen and choose the right answer. • Both the UK and the USA speak English. The main difference between British English and American English is in pronunciation. Some words are also different in each variety of English, and there are also a few differences in the way they use grammar. It can be tricky as some British words have different meanings in the States. In the UK, you order chips, and in the US, you order fries. If you order chips in the US, you get what the English call crisps. Don’t be confused, you’ll get the hang of it. 20 1 A World Language 6 Uppbygging kennsluleiðbeininga Yfirlit yfir hlutstunarefni sem tilheyrir kveikjumyndinni. Textarnir eru lesnir inn af enskumælandi börnum og fullorðnum.

Textbook bls. 6-7 A World Language Áður en þið hefjist handa með fyrsta textann er mikilvægt að ræða við nemendur um málvenjur þeirra og láta þau velta fyrir sér þýðingu málsins. Hvað þýðir móðurmál? Eru nemendur í bekknum sem tala fleiri en eitt tungumál? Hvaða kosti hefur það í för með sér og hvaða vanda veldur það ef til vill? Í kaflanum er lagt upp með að nemendur tengi tungumálakunnáttu ekki einungis við það að geta pantað sér ís í sumarfríi, heldur öðlist skilning á því hversu stóran sess tungumálið spilar í því að geta skilið menningu og siði þvert á landamæri. FIRST! Where do people speak English? Spurðu nemendur hvar í heiminum enska er töluð. Notaðu kortið sem vísbendingu. Láttu nemendur einnig lesa titil textans og milli- fyrirsagnirnar. • Where do people speak English? • Have you been to an English speaking country? • Is English the same no matter where you’re from? Ræðið hvaða tungmál nemendur þekkja til. • What’s your first language? • Which languages do you speak at home? • Which languages would you like to learn? Vinnið með textann. Farið yfir glósuorðin. Hlustið og láttu nemendur lesa með. Leggðu mat á hvort ástæða sé til að stoppa eftir hverja efnisgrein, eða hvort henti betur að hlusta á allan textann án þess að lesa með og lesa svo í minni hlutum. Gakktu úr skugga um að nemendur meðtaki nöfn bæði persóna og landa, sem koma fyrir í textanum, svo auðveldara sé að ræða þau í framhaldinu. Ef nemendur lesa upphátt í pörum er mikilvægt að veita þeim stuðning og hjálpa til við framburð og tónfall. Spyrðu nemendur, sem eru fljót að leysa verkefnin, lýsandi spurninga, eða biddu þau að búa til spurningar úr textanum og spyrja hvert annað. Think and talk: Why did people say that the sun never sets on the British Empire? • Spurningunni er varpað fram til að vekja athygli nemenda á því hversu stórt svæði breska heimsveldið spannaði áður fyrr. Henni má til að mynda svara svona: The expression was used to explain the vastness of the British Empire. Between the 18th and 20th century, the British Empire covered a fifth of the land in the world and therefore, at any given point, there would be daylight in one of the territories. Workbook bls. 7 2 Read and match Lestu og tengdu saman setningahluta. 3 Word search Finndu sex lönd með ensku sem móðurmál og skrifaðu nöfn þeirra. Let’s do Let’s do – Find someone who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 1 • Nemendur æfa sig að lesa og skilja spurningar í tengslum við orðaforða kaflans. Áður en ljósritum er dreyft til nemenda er mikilvægt að rifja stuttlega upp spurnarsetningarnar Do you speak …? Do you know …? Can you …? Prentaðu út ljósrit 1 og dreyfðu því til bekkjarins. • Nemendur fara um bekkinn og spyrja bekkjarfélaga sína spurninga af blaðinu. • Nemendur skrifa nöfn þeirra sem svara játandi. • Ef nemandi getur ekki svarað játandi fær hann/hún aðra spurningu af blaðinu. Nemendur geta aðeins safnað einni undirskrift frá hverjum bekkjarfélaga. 1 A World Language 21 Uppbygging kennsluleiðbeininga 7 Í verkefnabókinni vinna nemendur með hreyfingar og leiki í Let´s do og Let´s play. Spil fylgja einnig efninu ásamt leiðbeiningum með þeim. Ljósrit eru á vefsvæðinu.

Textbook bls. 15 FIRST! Would you like to try to live abroad? Hvað finnst nemendum um tilhugsunina um að búa í öðru landi til skamms tíma? Þekkja þau ef til vill einhvern sem hafa prófað það? Ræðið um kosti og galla. • Think about moving abroad for a few years. How would you feel about that? • What would be the most exciting thing about it? • What would be the most difficult or challenging thing about it? • If your parents told you that you had to live abroad ... then where would you like to go? Lesið inngangstextann og ræðið: • Who is Juliane? • Where is she from? • Where did she live for six months and why? Láttu nemendur skima glósurnar og segja frá ef einhverjar vangaveltur eru, t.d. varðandi framburð. Hlustið síðan á frásögn Juliane. Legðu mat á það hvort betur færi á því að skipta textanum í hluta. Biddu nemendur að taka eftir stöðum þar sem Juliane gefur góð ráð og stöðum þar sem hún bendir á eitthvað sem var sérstaklega erfitt. Þannig hafa allir sameiginlegan útgangspunkt þegar þið ræðið svo textann. Nemendur geta einnig hlustað og einbeitt sér að því sem Juliane segir um það að búa í útlöndum og kunna fleiri en eitt tungumál. • Can you tell me about some of the things that Juliane thought were hard when moving to England? • What do you think is the most important piece of advice from Juliane? • Why does Juliane think it’s important to speak more than just one language? Do you agree with her? Workbook bls. 15 19 Choose a heading Lestu hvert textabrot og veldu fyrirsögn sem passar við. Það er tveimur fyrirsögnum ofaukið. • Nemendur þurfa góðan tíma til að leysa verkefnin því það getur verið erfitt að átta sig á hvaða fyrirsögn á við hvar. Let’s do Let’s do – Mix-N-Match© Þátttakendur: allur bekkurinn Efni: Spil • Verkefnið gengur út á að tengja saman orð sem þýða það sama en eru skrifuð á mismunandi hátt. Hver nemandi fær eitt spil. • Kennarinn segir Mix, og nemendur fara um og skiptast á spilum við þá sem þau mæta. • Þegar kennarinn segir Match, leita nemendur að einhverjum með spil sem passar við þeirra • Þegar pörin hafa náð saman fara þau til hliðar til að léttara sé fyrir þau sem eftir eru að finna hvert annað. Textbook bls. 16-17 Greetings Around the World Það ætti ekki að koma nemendum á óvart að það finnast mismunandi leiðir til að heilsast. Og heldur ekki að það hvernig við heilsumst fer að algjörlega eftir því hverjum við erum að heilsa. Í þessum texta lesa nemendur um hvernig fólk heilsast í mismunandi menningarheimum. FIRST! How many ways of greetings do you know? Ræðið fyrst hvernig nemendur heilsa fjölskyldumeðlimum, vinum, kennara eða ókunnugum. Vita þau alltaf hvernig þau eiga að heilsa eða eru þau stundum í vafa? Eru þau með mismunandi skoðanir á hvernig heilsa á við hverju sinni? Spurðu nemendur hvort þau þekki til hvernig heilsast er í öðrum löndum. • What do you do when you meet someone for the first time? • How do you greet your grandparents? • How do you say hello to your friends? • How do people greet each other in other countries, in France for example? Ræðið myndirnar fjórar og biddu nemendur að lýsa þeim. Hlustið því næst og fylgist með í textunum fjórum. Ræðið um að það hvernig við heilsumst er einnig mikilvægt samskiptaform, líkt og hið talaða mál. 26 1 A World Language 8 Uppbygging kennsluleiðbeininga Heildstæðar hugmyndir að textavinnu, bæði fyrir, á meðan og eftir lestur.

Do you remember? A World Language 1 What is a loanword? Where are English, Maori and sign language official languages? How do people use English in their everyday life? Why does Juliane think it is important to speak more than one language? Do you agree with her? Which greeting is used in Tibet to show you are not a gruesome reborn king? When do you speak English? © Alinea ∙ Yes we can 6 ∙ Kopiark Do you remember? A World Language 1 What is a loanword? Where are English, Maori and sign language official languages? How do people use English in their everyday life? Why does Juliane think it is important to speak more than one language? Do you agree with her? Which greeting is used in Tibet to show you are not a gruesome reborn king? When do you speak English? © Alinea ∙ Yes we can 6 ∙ Kopiark Workbook bls. 17 22 Read and match Lesið og tengið. 23 Write the missing verbs in the past tense Skrifið sagnorðin í þátíð á línurnar. • Verkefnið snýst um óregluleg sagnorð í þátíð og gefur tækifæri til að rifja þær upp. Á sama tíma er unnið með Greetings Around the World í nýju samhengi Let’s play Let’s play – Vocabulary bingo Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Hvítt A4 blað • Nemendur búa til bingóspjald með 25 reitum. Þau skrifa BINGO í miðjureitinn. • Nemendur eða kennarinn velja 24 orð úr textanum sem eru skrifuð í reitina. • Kennarinn les upp orðin (einnig má útfæra þetta þannig að hann útskýri orðið í staðinn) • Þegar einhver hefur fengið 5 í röð hrópar viðkomandi BINGO. Röðin getur verið lóðrétt, lárétt eða á ská. Miðjureiturinn telst með. • Sá sem fær Bingó þarf að útskýra orðið eða nota það í setningu. • Síðan er spilað áfram þar til næsti fær bingó. Eftir 3 umferðir geta nemendur skipt um bingóspjöld og spilað áfram. Do you remember? – Símat Nemendur vinna í pörum með verkefnið Do you remember? Hér gefst möguleiki á að rifja upp orðaforða og innihald kaflans. Verkefnið hentar vel sem liður í símati þar sem þú, sem kennari, getur fylgst með því hvernig nemendur nálgast spurningarnar og hvaða aðferðum þeir beita. • Nemendur skiptast á að kasta teningi. Tölurnar segja til um hvaða spurningu skal unnið með. Annar nemandi les spurninguna upphátt og hinn svarar. Útfærsla: Leggðu verkefnið fyrir allan bekkinn og ræðið sameiginlega hvernig svara má spurningunum á sem ítarlegastan hátt. Workbook bls. 19 Námið mitt Vinnið með ljósritið á vefsvæðinu. 1 A World Language 27 © Alinea ∙Yeswecan 6∙ Kopiark 1 A World Language 2 New words 1. Skriv om noget nyt, du har lært. 3. Skriv sætninger, hvor du bruger uregelmæssige verber i datid. 4. Hvilke opgaver arbejdede du bedst med? Forklar, hvad du gjorde. 2. Skriv ord eller udtryk, du har lært i kapitlet. • I can talk about English as a world language. • I can use English in various ways and in different situations. • I can show some differences between AmE and BrE. • I can use irregular verbs in the past tense. Min læring Uppbygging kennsluleiðbeininga 9 Í Do you remember? vinna nemendur í pörum og draga saman hvað þau hafa lesið um í hverjum kafla fyrir sig. Þau skiptast á að kasta teningi sem segir til um hvaða spurningum þau eiga að svara. Verkefnið er liður í námsmati. Að loknum hverjum kafla vinna nemendur með ljósritið Námið mitt. Þar eru markmið kaflans rifjuð upp og þau meta hvernig gengið hefur að vinna með þau. Þau svara spurningum sem beina sjónum þeirra að eigin námsferli, þ.á.m. lestrar- og hlustunartækni.

English every day Right, let’s get started! Hi/ Hello! Good morning! Nice to see you! How are you? Fine, thanks. How are you feeling? Come in. Sit down, please. Find your chair. Now then, let’s see…Who is here today? Anna? Yes! Carla? What month is it? What day is it today? What’s the weather like today? Have you had a nice weekend? I wonder who can find/see/tell me/show us … See if you can find … Look carefully! Listen carefully! Have a quick think … Have you found …? Try again! It’s your turn/It’s Jacob’s turn. Let’s all have a go. Are you ready? Ready, steady, go! Open your book on page … Approval Activity words Well done! Great! Excellent! Super! Fantastic! Lovely Brilliant. Good job! Great work! Good for you! Goodness me, I’m impressed! I agree with you. Lucky you! You’re right. Thank you. That’s interesting. Listen ... Read … Write … Count … Look at … Find … Point to … Find a pencil/your crayons, please. Draw/Colour/Circle … Sort … Show me … Go to … …and don’t forget Right, tidy-up time! Please. How do you say … in English? Thank you. Pardon me/Excuse me! Sorry! Come on, let’s all tidy up. Put your book and your pencil case in your bag. Those of you who like cycling can go out/home. See you tomorrow! Have a nice day! Gagnlegar kennsluhugmyndir 10 Gagnlegar kennsluhugmyndir Að koma af stað samtölum Nemendur hafa óþrjótandi tækifæri til að heyra ensku í daglegu lífi og fá eðlilega innblástur úr tungumálinu sem þau heyra í kvikmyndum, tónlist og tölvuleikjum, út á götu, í ferðalögum og í enskutímum. Sem fyrirmynd ættir þú að nota ensku við hvert tækifæri í kennslunni. Aðlagaðu orðanotkunina að getu nemenda en vertu óhrædd/ur við að nota orðaforða sem er nýr fyrir þeim, inn á milli. Með námsefninu Yes we can fá nemendur einmitt verkfæri sem gera þeim kleift að skilja innihald, þrátt fyrir að þau þekki ekki öll orðin. Notaðu skýra líkamstjáningu og endur- tekningar svo nemendur þrói með sér gagnlegar hlustunaraðferðir og verði virkir hlustendur. Vendu þau líka á að spyrja How do you say… in English? Þegar nemendur svara á íslensku getur þú endurtekið á ensku. Oft hentar að flétta stutt munnleg verkefni inn í kennsluna, til að nemendur verði öruggari með nýja málið. Gefið hverjum og einum tækifæri til að segja orð eða setningu, þannig að sjálfstraust þeirra eflist stöðugt og jafnvel feimnir eða óöruggir nemendur upplifi að vera með og ná völdum á nýjum orðum og orðatiltækjum. Rifjið upp og endurnýtið orðaforða frá fyrri árum og ræðið t.d. hvað nemendur gera eða hvað þau hlakkar til. Hafa þau séð nýja kvikmynd nýlega? Tekið þátt í íþróttamótum? Ferðast eða farið á menningaviðburð? Hér að neðan eru dæmi um orð og orðasambönd sem þú getur notað til að gefa nemendum tækifæri á að heyra eins mikla ensku og mögulegt er.

Gagnlegar kennsluhugmyndir 11 Í Teacher’s Book má finna hugmyndir sem hjálpa kennaranum að koma af stað samtölum um kveikjumyndir- nar, og hvernig orðasambönd kaflans eru notuð. Notaðu kveikjumyndirnar • Nemendur skoða myndirnar og lesa textabrotin á þeim. - Well then, let’s have a look. - What do you think this chapter is about? - What comes to your mind when you look at the pictures? • Nemendur skoða orðasamböndin efst á kveikjumyndunum og segja þau upphátt. Gefðu þeim dæmi um hvernig má nota þau og leyfðu þeim að koma með eigin hugmyndir og dæmi. Veldu orð úr textabrotunum og notaðu þau í spurningar til nemenda eða láttu nemendur búa til setningar með orðunum. Það er einnig upplagt að taka með gegnsæju orðin og ræða líkindi og mismun milli ensku og annarra mála. Vinnið með Magic words Í lok hvers kafla vinna nemendur með skapandi matsverkefni. Verkefnin taka mið af þema og textum kaflans og reyna á nemendur bæði munnlega og skriflega. Þau eru hvött til að halda utan um það hvernig þau læra og meðtaka nýtt tungumál og innihald. Matsverkefnin eru á opnunni Challenge og neðst má finna yfirliti yfir magic words. Nemendur sem áður hafa unnið með Yes we can þekkja þau. Útskýrðu að í Yes we can 7 sé unnið með ný magic words og því verði þau, í lok vetrar, búin að fara í gegnum 300 slík. Rannsóknir sýna að markviss vinna með algengustu orðin hafa mikla þýðingu fyrir nám. Þegar nemandi man orð sjónrænt og þekkir orðmyndina mun hann sjálfkrafa þekkja það í textasamhengi og meðtaka það á innan við 3 sekúndum. Þannig verður flæði lesturs mun betra og nemendur munu einnig geta nýtt sér þessa þekkingu við ritun. Nemendur sjá auðveldlega hvernig þau tileinka sér fleiri og fleiri magic words þar sem þau verða feitletruð um leið og þau hafa komið við sögu. Hvettu nemendur einnig til að nota þau sjálf, bæði í daglegri vinnu og í vinnunni með Challange verkefnin. Á vefsíðu efnisins má finna öll orðin á ljósriti. Þar eru einnig tillögur að mismunandi verkefnum, þar sem orðin eru notuð í skemmtilegum leikjum. Orðaspjöldin fylgja köflunum og þau eru tilbúin til útprentunar. Unnið með málfræði í samhengi Í Yes we can 7 er áfram unnið með grunnmálfræði. Eins og áður er málfræðin sett fram í samhengi og nemendur beita rannsóknaraðferðum. Nemendur muna, eftir fremsta megni, rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig valdir málfræðilegir þættir virka og tengjast saman. Þetta er flókið ferli sem þarf að hafa í forgrunni í öllu enskunáminu. Því þarf að gefa góðan tíma, ekki eingöngu til að leysa verkefnin, heldur einnig til hvatningar og ígrundunar. Málfræði getur verið flókin og nýstárleg fyrir nemendur og því er endur- tekning og tilbrigði við vinnulag afar nauðsynleg. Mikilvægast er að nemendur æfist í að nota sjálf viðeigandi málfræðiuppbyggingu. Því meiri æfingu sem þau fá, því fyrr öðlast þau flæði, einnig í málnotkun almennt. Sjálf vinnan með málfræðina fer fram á eftir- farandi hátt: Allir kaflarnir í Workbook hefjast á myndskreyttum kynningum á málfræðiþáttum, sem nemendur velta fyrir sér og ræða, og leysa svo viðeigandi verkefni í bókinni. Því næst halda þau áfram í Drill, sem er safn stafrænna verkefna sem leiðréttast sjálfkrafa. Verkefnin má finna á vefsvæðinu og henta vel sem viðbótarverkefni. Á matssíðunum Let´s go í lok kaflans vinna nemendur aftur að völdum verkefnum sem fyrst og beinast að tilteknum málfræðiatriðum. Í Yes we can 7 eru eftirfarandi atriði tekin fyrir: Óregluleg sagnorð í þátíð, samsettar sagnir, forsetningar, fleirtöluendingar nafnorða ásamt notkun á eignafalli. Samvinnunám Í Yes we can 7 er, sem fyrr, lagt upp með fjölda munnlegra verkefna sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin má finna undir yfirskriftinni Let‘s do, og undir þeim eru eftirfarandi verkefni: Mix-N-Match, Find someone who, QuizQuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru alltaf leyst á sama hátt og eru útskýrð hér að neðan. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni. Aðferð: • Hver nemandi er með spil með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þeir kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessu spili fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum hver við annan. Í hvert skipti sem þeir finna „samstæðuna“ sína verða þeir að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Aðferð:

12 Gagnlegar kennsluhugmyndir • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin eru samstæð, tvennur eða fernur. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt „match“ og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju. • Find someone who© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga til að svara spurningu eða t.d. tjá afstöðu sína. Markmiðið er að tala við sem flesta og þess vegna skal aðeins fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Aðferð: • Hver nemandi fær blað með staðhæfingu eða spurningu • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvor á blaði annars ef þeir geta svarað. Ef ekki reyna þeir við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. • Inside Outside Circle© Þegar mörg í einu hafa frá einhverju að segja, eða þegar þarf að rökræða eitthvað, hentar þessi aðferð vel. Hún hentar m.a. til endurtekninga, fyrir vangaveltur og innlögn. Aðferð: • Helmingur nemenda býr til hring og snýr bakinu inn að miðju hringsins. Hinn helmingurinn býr til annan hring utan um þannig að nemendur standi augliti til auglitis hvert við annað. • Nemendurnir í ytri hringnum byrja á að segja frá ákveðnu efni eða svara spurningu frá kennara. Svo er skipt um hlutverk þannig að nemendurnir í innri hringnum segi frá. • •Þegar tíminn er úti þakka nemendur hvort öðru fyrir samtalið, ytri hringurinn færir sig eitt pláss til hægri og samtalið er endurtekið með nýjum viðmælanda. Áhersla á símat Í Yes we can er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teachers book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta en á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið unnið er með í hverjum hluta fyrir sig ásamt tillögu að ársskipulagi. Allt námsmat skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • Skilja hvað þeir eru að læra og hvers ætlast er til af þeim • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar • fá leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að undirbúa sig • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun. Í Yes we can leggjum við áherslu á leiðsagnarmat, með það að markmiði að gera nemendur meðvituð um eign námsferli og námstækni. Með efninu gefast fjölmörg tækifæri til þess að flétta leiðsagnarmatið inn í bæði munnlega vinnu og ritun. Ekki síst vegna þess að mörg verkefni krefjast þess að nemendur sæki í eigin reynslu og kunnáttu, frekar en „hið eina rétta svar“. Hafið í huga að tilgangurinn er ekki að ganga úr skugga um hvort nemandinn hafi leyst eða ekki leyst tiltekið verkefni, heldur að meta að hve miklu leyti tilteknu markmiði hefur verið náð. Á sama tíma er mikilvægt að hafa jafnan og þéttan stuðning frá kennara, sem felst í samtölum, leiðbeiningum og uppbyggilegri endurgjöf. Sem kennari verður þú að gera ráð fyrir því að nemendur nái mislangt í átt að markmiðunum og þá er mikilvægt að geta aðlagað markmiðin og/eða sett einstaklingsbundin markmið fyrir suma nemendur. Með því að hafa nemendur með í þessu ferli verður skýrara hvaða þættir valda erfiðleikum og hvaða þættir eru fulllærðir. Í öllu ferlinu skiptir sköpum að matið innihaldi endurgjöf frá bæði nemendum og kennurum svo hægt sé að aðlaga kennsluna að þörfum hvers bekkjar. Leiðsagnarmat fer fram með mismunandi hætti í Yes we can: Í upphafi Farðu alltaf yfir námsmarkmiðin sem sýnd eru í upphafi hvers kafla í Workbook. Þetta hefur mikið að segja um það hvernig nemendur nálgast hin nýju verkefni. Þegar nemendur þekkja innihald og form geta þau auðveldar gert sér í hugarlund hvers krefst að ná lokamarkmiðinu. Fylgstu með því hvernig tækni nemendur beita þegar þau ræða um markmiðin.

Gagnlegar kennsluhugmyndir 13 Á meðan Notaðu samvinnunámsformið við leiðsagnarmat. Með því gefast næg tækifæri til að fylgjast með því hvernig nemendur vinna með efni og orðaforða sem þegar hefur verið kynntur. Taktu eftir því hvernig nemendur svara hvert öðru, hvort þau hafi burði til að svara meira uppfyllandi eða hvort þau láti stök orð duga, og leyfi öðrum að ráða ferðinni. Milli þess sem fjallað er um einstaka texta er mikilvægt að ganga úr skugga um að öll hafi náð að tileinka sér nýjan orðaforða. Búðu til stutt munnleg verkefni, þar sem nemendur draga saman og endurorða það sem þau hafa unnið með. Eftir á Öllum köflunum líkur með opnunni Challange í Textbook, sem reynir á nemendur á mismunandi vegu með verkefnunum Perform, Create og Find out. Nemendur búa til eigin afurð sem byggir á textunum sem unnið hefur verið með. Farið yfir fyrirmæli og upphafssetningar í sameiningu og ræðið einnig the magic words neðst á opnunni. Hvettu nemendur til að nota þau í eigin ritun. Leggðu mat á hvort nemendur þurfi stuðning við að velja tegund verkefna, t.d. hvort þau skuli skipta um verkefnaflokk í hvert skipti. Gakktu úr skugga um að markmið hvers verkefnis séu nemendum ljós og gefðu þeim endurgjöf jafn óðum svo þau verði öruggari í sinni vinnu. Í Workbook lýkur öllum köflum með opnunni Let’s go, þar sem unnið er út frá markmiðum. Flest verkefnin tilheyra málfræðiáherslum kaflans og nýjum orðaforða. Nemendur meta svo hvort þau hafi náð settum markmiðum. Ljúkið verkefninu með samtali um Námið mitt. Í hverjum kafla mæta nemendur spurningum um eigið nám, t.d. sem tengist námsmati, áskorunum, óskum í sambandi við efnistök eða vinnulag. Þetta samtal er afar mikilvægt þar sem það gerir nemendur meðvitaða um þau mörgu skref sem þau stíga í enskutímum til að efla kunnáttu sína. Spurningunum Námið mitt er svarað skriflega og þær má finna á vefsvæði námsefnisins. Verkefnið Do you remember? Nýtist einnig sem leiðsagnarmat. Nemendur vinna í pörum og keppa hvert við annað. Hverjum kafla fylgir ljósrit með völdum spurningum um texta og viðfangsefni hvers kafla. Hlustaðu og fylgstu með hvernig nemendum gengur að vinna verkefnin. Taktu eftir hvort þau lesa spurningarnar upphátt, hvort þau hjálpast að og hvort þau svara með stökum orðum eða heilum setningum. Hjálpaðu þeim með orðaforða eða aðrar hindranir og bættu við spurningum ef þörf er á.

14 Kennslufræðilegar hugleiðingar Kennslufræðilegar hugleiðingar Þegar nemandi byrjar að læra ensku í skóla hefur heilinn þegar myndað tungumálamynstur, við það að tileinka sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfærir heilinn á nám nýs tungumáls, og því er afar mikilvægt að nemendur fái frá upphafi að vinna með grundvallar orðasambönd sem smám saman festast í minninu. Þau lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að orðasamböndin eru samsett úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi. Tungumál uppgötvað Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þeir mæta. Rannsóknir sýna að tungumálanám, sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en það sem einkennist eingöngu af minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í töluðu máli en seinna einnig í ritun. Meiri áskoranir fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meiri áskorun t.d. flokkun orða eftir ákveðnum viðmiðunum eða að raða þeim í rétta röð. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innan ákveðins flokks, þar sem valið er milli nokkurra möguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg nálgun hefur jákvæð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum, að þeir hafa virkilega tileinkað sér þau. (Thornbury 2002.) Nemendur þurfa að sjá orð töluvert oft áður en þau festast í langtímaminninu. Þeir þurfa að þekkja þau, nota þau og nota þau aftur í nýju samhengi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mikil áhersla er lögð á upprifjun og endurtekningu í Yes we can. Þegar lærð orð eru sótt og notuð í nýju samhengi örvast og styrkist huglægt net nemenda. Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þeir verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku, íslensku og örðum málum. Í aðalnámsskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þeir þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkun sína að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur verði í stakk búnir til að aðlaga mál sitt samhenginu þurfa þeir smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Í enskunámi þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningarvit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmis konar námstækni sem þau sjálf eru ekki meðvituð um í upphafi. Börn á þessum aldri hafa oft líflegt ímyndunarafl og vilja gjarna leika sér. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og hana þarf að þjálfa upp með stuttum námslotum og mikilli fjölbreytni. Mikil áhersla er lögð á málörvun í námsefninu. Nemendur þroska skilning á samhenginu milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Framvindan í Yes we can þróast úr áherslu á hlustun, þekkingu og skilning í munnlega og skriflega tjáningu, og verkefnin í Workbook gera ráð fyrir því. Viðfangsefni og orðaforði efnisins eru sótt í nærumhverfi nemenda. Efnið reynir á móttökuhæfni tungumáls (hlustunarskilning og lesskilning) og gefur ríkuleg tækifæri til að styrkja sköpunarhæfni (mál og ritun). Nemendur læra ensk orð og hugtök á sama tíma og þau bæta við móðurmálskunnáttu sína og orðaforðinn eykst jafnt og þétt, gegnum alla skólagönguna og áfram út lífið. Í Yes we can 7, líkt og í 5 og 6, er áhersla lögð á vinnu með algengustu orðin í enskri tungu – ýmis smáorð, fallorð, forsetningar, hjálparsagnir og fornöfn, svo eitthvað sé nefnt. Kerfisbundin vinna með algengu orðin gefa góðan grunn fyrir lestrar- og ritunarfærni. Í Yes we can 7 mæta nemendur sífellt lengri og flóknari textum um leið og aukin krafa er á þeirra eigin ritun. Í því samhengi verða algengustu orðin mikilvæg verkfæri, ekki eingöngu hvað varðar réttritun og orðaforða heldur einnig í tengslum við rétt málfar. Hlustunartækni Hér er meginatriðið að hlusta eftir og þekkja ákveðin orð í setningum og samtölum. Láttu nemendur sýna skilning sinn með því, t.d, að merkja við, eða strika undir ákveðin orð. Lestrartextarnir í Textbook geta einnig nýst sem hlustunaræfingar og nemendur geta brugðist við, eða gert eitthvað ákveðið þegar þau heyra tiltekið orð eða orðasamband. T.d. klappað, rétt upp hönd, gert talningastrik eða álíka. Minntu líka á mikilvægi þess að lesa í líkamstjáningu, tónfall og aðstæður. Hvar á samtalið sér stað? Hver talar? Hvert er umræðuefnið?

Kennslufræðilegar hugleiðingar 15 Lestrartækni Í Yes we can 7 lesa nemendur marga mismunandi texta, sem hver á sinn hátt tengjast viðfangsefni kaflans. Ræddu við nemendur um lestrartækni, svo þau venji sig strax á að nota hana þegar þau mæta nýjum texta. Taktu einnig tíma til að vinna forverkefnin First! Sem setja textan í samhengi og gefa hugmynd um hvaða orð og orðasambönd koma við sögu. Nýttu þér að allir textar eru lesnir inn af enskumælandi fólki með tilliti til aldurs, hreims og aðstæðna. Það er ákveðið öryggi í því að geta hlustað á textann um leið og lesið er. Farið yfir glósuorðin í sameiningu og ræðið hvers kyns textinn er. Notið myndskreytingar, fyrirsagnir og lykilorð. Máltækni Vendu nemendur á að nota kurteisisfrasa og gagnleg orðatiltæki eins og Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! How do you say… in English? Ritunartækni Einfaldasta ritunartæknin er að skrifa fyrst orð og nota þau svo í einfaldar setningar. Í framhaldinu má svo nota valda texta sem fyrirmyndir. Í Yes we can er smátt og smátt lögð meiri áhersla á ritun, bæði með notkun á orðasamböndum ein einnig við sjálfstæða ritun nemenda. Ræðið í tengslum við samhengi: • Hverjum er textinn ætlaður og hvers vegna? • Um hvað er skrifað? • Hver er tilgangurinn? Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámsskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am, og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir Cameron, L.: Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press, 2001 Thornbury, S.: How to teach vocabulary. Harlow:­ Pearson Education Limited, 2002 Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H.: Det flerspråklige menneske. En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskundervisning. Bergen: Fagbokforlaget, 2008

16 Yfirlit yfir orðaforða Yfirlit yfir orðaforða Kafli Æfingarorð og orðasambönd Málfræðilegar áherslur Magic words 1 A World Language language greet former global citizens translated pronounced spelled differences similarities I speak English when ... People speak English in … Óregluleg sagnorð í þátíð hot sun sat boat window hard why tea last each friends because its use even thing along ago different 2 Get the Ball Rolling football soccer pitch field kick match captain manager championships exchange student On the one hand … On the other hand … In my opinion ... My favourite sport is … Compound verbs/ sagnarsambönd lived much place under across another liked queen room fell giant green girl we’re tried wet anywhere ball head team 3 Break the Journey across time zones states border settlers highway rest area yard porch At 10 o’clock I … In the summer I … On Saturdays I … Forsetningar suddenly snow air white cried he’s morning wind river looks stopped should looking cold run park outside ask forever ready

Yfirlit yfir orðaforða 17 Kafli Æfingarorð og orðasambönd Málfræðilegar áherslur Magic words 4 Our Planet earthquake bushfire food waste survive save recycle reduce environment I will reduce … I will turn off … I will no longer … Fleirtöluendingar nafnorða any birds rabbits trees bad feet keep top eyes ever end fly crazy nearly lucky alone forget save survive world 5 A Nose for Crime real-life criminals alibi motive mystery detective solve clues suspects escape prison My theory is … I can remember … I think the murderer is ... Notkun eignafalls better gone really jumped book once before there’s dragon miss which most tell inside best planting took wrong answer said

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=