40650 EFNI Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Efnið byggir á grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla og hæfni- viðmiðum fyrir erlend tungumál. Því er ætlað að auka hæfni nemenda til þess að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda og miða að því að víkka þekkingu og skilning á daglegu lífi og menningarheimi ensku- mælandi þjóða og hlutverki einstaklingsins í alþjóðasamfélagi. Áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markvisst eftir því sem líður á námið. Námsmat er hluti af námsefninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvitund um eigin námsaðferðir og vinnulag. Yes we can 6 samanstendur af • nemendabók (einnig rafbók) • verkefnabók (einnig rafbók) • kennsluleiðbeiningar • vefefni fyrir nemendur og kennara Í Yes we can 6 fá nemendur ríkuleg tækifæri til að • þjálfa hlustun og tal • lesa og vinna með mismunandi texta • þjálfa mismunandi tegundir ritunar • vinna fjölbreytt skapandi verkefni á eigin forsendum • fá innsýn í hnattræn málefni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=