Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Let’s play Nemendabók bls. 75-77 Take 1 Ferðalagið um Bretland hefst í Wales og nemendur kynnast nokkrumkvikmyndum sem teknar eru upp þar í landi. Wales er ekki bara þekkt fyrir gamla kastala og sagnir heldur einnig fallegar strendur. Nemendur kannast eflaust við kvikmyndir á borð við Harry Potter, Robin Hood og Snow White and the Huntsman. Þessar myndir er tilvalið að nefna til leiks, þrátt fyrir að í textanum sé sjónum beint að James Bond og Billie Eilish. Með útgáfu sinni á laginu No time to die, varð Billie Eilish yngsti listamaðurinn til að syngja titillag í James Bond mynd. Þegar hér er komið sögu má líka minna á Chitty Chitty Bang Bang, sem nemendur kynntust í Yes We Can 5. Sagan um þann ævintýralega bíl er einmitt skrifuð af Ian Flemming, líkt og James Bond sögurnar. Hlustið á fyrsta hluta textans og gerið hlé eftir hverja efnisgrein. Ræðið um kvikmyndir og staði sem koma fyrir í textanum og lesið Agents and magical cars. Nemendur skoða svo síður 74-75, þar sem eru ýmsir fróðleiksmolar sem hver getur unnið með á sinn hátt. Þegar nemendur hafa skoðað opnuna er þeim skipt í hópa sem velja sér textabrot til að vinna með, kynna fyrir hinum hópunum og svara spurningum þeirra ef við á. Að lokum má spyrja nemendur hvað þeir vita um Billie Eilish og James Bond. Vinna má áfram með efnið á ýmsan hátt. Nemendur geta: • Leitað að fleiri Fun Facts. • Sagt frá því sem þeir vita um Eilish og Bond og ef til vill lýst áliti sínu á þeim. • Skrifað ljóð um þau á svipaðan hátt og gert er efst á bls. 74. • Hlustað á No time to die og jafnvel borið saman við titillög Adele og Sam Smith. Verkefnabók bls. 75 6 Find information Lestu textann Take one á blaðsíðu 73 í nemendabók og finndu upplýsingarnar. 7 Fact file about Billie Eilish Notaðu rauðu orðin til að búa til þínar eigin setningar um Billie Eilish. • Hvetjið nemendur til að reyna að skrifa setningar án þess að hafa textann fyrir framan sig. Let’s play – Twenty questions Þátttakendur: Allur bekkurinn • Skrifið nöfn á þekktum persónum á miða. Eina persónu á hvern miða. • Skiptið bekknum í tvo hópa. • Einn nemandi í hvorum hóp dregur miða og hinir spyrja já/nei spurninga til að reyna að finna út hver persónan er. • Ef hópnum tekst að finna það út á innan við 20 spurningum fær hann stig. • Sá sem giskar rétt dregur næsta nafn. • Minnið nemendur á að nota Do you…? Are you …? - Do you live in Denmark? - Do you wear glasses? - Are you English? - Are you a football player? Það má líka breyta til og spyrja spurninga í þriðju persónu Does he …? Does she …? Is he …? Is she …? • Does she live in Denmark? • Is he a football player? 5 Four Takes on the UK 57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=