Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

English at home English at home a. Veldu einn af textunum um kvikmyndaflokka og lestu upphátt. b. Veldu 5 orð úr textanum sem þú valdir og skrifaðu eina setningu sem inniheldur hvert orð. c. Taktu viðtöl við fjölskylduna þína. Spurðu þau hvaða kvikmyndaflokka þau velja helst að horfa á, og hvers vegna. Segðu þeim svo hvaða kvikmyndaflokka þér líkar best við og hvers vegna. • Which film genre is your favourite one? • Why do you prefer … films? • I like … because ... . Let’s do Nemendabók bls. 72-73 Go UK! Skoðið myndirnar og hlustið ef til vill sameiginlega á textann til að byrja með. Í framhaldinu vinna nemendur með textann í pörum. Farið því næst yfir það sameiginlega hvaða upplýsingar nemendur hafa meðtekið úr textanum. Þetta má til dæmis gera með minnisleik þar sem lið keppa á móti hvort öðru. Liðin fá eitt tækifæri enn til að líta yfir textann, svo fá þau spurningar um íþróttagreinar, tungumál, bæi eða íbúafjölda. Liðin mega bera saman bækur innbyrðis en ekki gá í textann. Verkefnabók bls. 73 2 Find the question word Finndu spurnarorðin sem passa við setningarnar. Það er einu spurnarorði of mikið. 3 Look and find Finndu löndin 4 sem tilheyra UK. Skrifaðu nöfn höfuðborganna og bættu við upplýsingum um eitt af löndunum 9 Ljósrit nr. Let’s do – Find Someone Who© Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Ljósrit 9 • Nemendur æfa lestur og skilning spurninga sem með áherslu á orðaforða kaflans. Áður en ljósritin eru afhent er mikilvægt að rifja upp spurnarformin Do you know …? Have you been to …? Can you …? Prentið út ljósritið og dreifið í bekknum. • Nemendur fara á milli og spyrja bekkjarfélaga spurninganna af ljósritinu. • Nöfn þeirra sem svara játandi eru skrifuð á blaðið. • Svari einhver neitandi fær viðkomandi aðra spurningu af blaðinu. Minnið nemendur á að heilsa og kveðja áður en haldið er áfram í leit að nýjum viðmælanda. Einungis má notast við hvern viðmælanda einu sinni. Þannig þurfa nemendur að tala við sem flesta til að fylla út blaðið. Nemendabók bls. 74-75 Let’s Talk About Films Lesið innganginn sameiginlega. Spyrjið nemendur hvaða kvikmyndaflokka þau þekkja. Hlustið því næst á unglingana fjóra sem segja frá sínum uppáhalds kvikmyndaflokkum. Biðjið nemendur að veita því athygli hvað einkennir hvern flokk. Þetta má vinna í pörum þegar búið er að hlusta eða lesa yfir a.m.k. einu sinni. Think and talk: What is your favourite type of film? Hjálpið nemendum af stað. T.d. I think I’m like Dylan. I also prefer … I’m just like Emma. My favourite genre is … Verkefnabók bls. 74 4 Who says what? Lestu setningarnar og merktu við rétt nafn. 5 Write keywords Hvað veist þú um þessa flokka kvikmynda? Finndu orð sem eru lýsandi fyrir hvern flokk. 56 5 Four Takes on the UK

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=