Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

4 Time Off Time Off er kafli þar sem sjónum er beint að tómstundum og þátttöku í húsverkum. Komið er inn á hvaða þýðingu peningar hafa fyrir nemendur og fjallað um kosti og galla tölvuleikja. Lesnir eru nokkrir stuttir kaflar um sjálfboðastarf og að síðustu unnið með mataruppskrift. Í kaflanum er að finna brot úr bókunum Billionaire Boy eftir David Walliams og Diary of a Wimpy Kid eftir Jeff Kinneys, auk ljóðsins I Don’t Know What to Do today eftir Kenn Nesbitt. Orð og setningamyndir • meet, spend, enjoy, pocket money, chores, earn, save, spare time, awareness, bored • I sometimes ... • I never … • I always … Málfræðiáherslur Spurningar með Do og Does Magic Words clothes find fun good next couldn’t need great through baby river garden right even any much Verkefnabók bls. 54-55 Námsmarkmið Soon • I can tell others about my spare time activities. • I can give my opinion on gaming. • I can share my opinion on chores and pocket money. • I can read and talk about children’s literature in English. • I can tell the difference between do and does when asking questions. Í þessum kafla er unnið með notkun á Do og Does í spurnarsetningum. Nemendur þekkja nú þegar nokkrar fastar setningamyndir með sögninni Do, t.d. • On Mondays, I do karate / I do yoga / I do gymnastics. • After school, I do my homework. • I do the dishes twice a week. Einnig hefur verið unnið með setningamyndina Do + ing, t.d. • Do you like swimming? • Do you like reading? Í þessum kafla er unnið með Do sem hjálparsögn og nemendur æfa sig í að spyrja spurninga. Skoðið fyrst dæmin sem gefin eru vinstra megin. Hér ætti nemandinn að taka eftir muninum á do og does. Rifjið upp að reglulegar sagnir breytast einnig í 3. persónu, eintölu. Skoðið teikningarnar og lesið dæmin sem gefin eru. Spyrjið nemendahópinn spurningarinnar Do you do the dishes at home? Gefið nemendum færi á að svara með Yes, I do eða No, I don’t. Haldið áfram með því að spyrja Does your sister do the dishes at home, bætið svo við spurningum á borð við Does your brother eða does your father, þannig heyra nemendur setningarmyndina endurtekið og fá tækifæri til að æfa sig að nota bæði He/She does og He/She doesn’t. Skoðið dæmin neðst til vinstri og vekið athygli á fleirtölumyndinni, Do your parents help you with your homework? Nemendur vinna með verkefnin og rétt er að benda þeim á að þeir þurfi að finna út hver gerir hlutinn áður en form sagnarinnar er valið. 4 Time Off 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=