Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Let’s play 40 3 Our Mysterious World Believe It or Not Samtalið er tilvalið uppbrot eftir vinnu með fræðitexta. Lesið kynninguna sameiginlega áður en nemendur setjast saman tveir og tveir og leiklesa samtalið. Eftir að lesið er einu sinni er skipt um hlutverk og lesið aftur. Áhersla skal lögð á framburð og áherslur. Hvetjið nemendur til að reyna að láta það koma fram með áherslum í lestrinum að í samtalinu leggur Sara sig fram um að reyna að sannfæra efasemdarmanninn Steve, um upplifun sína í fríinu. Think and talk: Have you ever heard something you didn’t believe? Þessi spurning kallar væntanlega á fjörugar umræður. Nemendur geta ýmist vísað í dæmi úr eigin veruleika eða fjallað um fyrirbærin sem sagt var frá fyrr í kaflanum. Minnið á orðanotkunina I believe in … / I don’t believe in … . Verkefnabók bls. 43-44 8 Do they believe in aliens? Lestu setningarnar og merktu við YES, believes in aliens eða No, doesn´t believe in aliens, eftir því sem við á. • Þetta er mikilvægt lesskilningsverkefni sem gefur mynd af almennum skilningi nemandans á efninu. Gættu að því að hér gefist góður tími til að lesa fullyrðingarnar vel. Let’s play – Spaceman Þátttakendur: Allur bekkurinn Efni: Tafla • Leikurinn gengur út á að nemendur reyna að finna út hvaða orð á að standa á töflunni, með því að giska á staf þar til Spaceman er fullteiknaður. • Kennari eða nemandi velur orð úr textanum World Mysteries á bls. 38-39 í Textbook. • Á töfluna eru gerð strik fyrir hvern bókstaf í orðinu. • Nemendur giska á bókstafi. Ef bókstafurinn finnst í orðinu er hann skrifaður á rétt strik. Ef bókstafurinn finnst ekki er hann skrifaður fyrir ofan og einn hluti teiknaður í teikningunni af spaceman. 9 Make an acrostic poem Veldu orð úr fjólubláa reitnum og skrifaðu ljóð þar sem fyrstu bókstafirnir í hverri línu mynda orð ef lesið er lóðrétt. Notaðu orð og upplýsingar úr textanum Area 51 á blaðsíðu 40 í nemendabók. 10 Who says what? Lestu aftur textann Believe It or Not á blaðsíðu 41 í nemendabók. Merktu við hver segir hvað English at home English at home a. Veldu einn af textunum úr World Mysteries. Lestu hann upphátt og endurtaktu þar til þú ert sátt/ur við lesturinn. Taktu lesturinn upp og sendu kennaranum. b. Finndu lýsingarorðin í textanum Area 51 eða textanum um Crop Circles. Búðu til eina nýja setningu með hverju lýsingarorði. c. Segðu frá því sem þú veist um og trúir á, varðandi dularfulla staði, verur og atburði. Notaðu setningamyndir á borð við: I think ..., I believe in ..., I don’t believe in ..., I am afraid of … .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=