1 Together Again 19 Let’s do Think and talk: What can you tell Harry about your school and your school day? Þessa umræðu má taka í minni hópum eða sameiginlega í öllum bekknum. Nemendur geta í raun sagt hvað sem er um sinn skóla en ætlunin er að þeir haldi sig fyrst og fremst við sambærileg atriði og nefnd eru í textanum. Til dæmis: • Which school I am in and where • How I get to school • What I wear at school • What I eat for lunch • What my favourite subject are • What I would like to be when I grow up. Verkefnabók bls. 7 2 Finish the sentences Ljúktu við setningarnar. 3 Odd one out Settu hring utan um orðið sem passar ekki með hinum. Let’s play – Use the circled words and battle Þátttakendur: 3ja til 4ra manna hópar Efni: Blöð • Nemendur fá tiltekinn tíma til að búa til setningar úr orðunum sem þau settu hring utan um í verkefni 3 og lesa svo setningarnar upphátt • Klippið niður miða, skrifið á þá orðin úr verkefni 3 og setjið í kassa. Nemendur skiptast á að draga miða og nota orðið í setningu, t.d. - Friend. What does the word mean? Can you make a sentence using the word friend? - I love spending time with my friends. - Well done! Nemendabók bls. 8-9 G’day! Hello! Textarnir tveir hafa sambærilegt innihald og málfar og textarnir á opnunni á undan. Við kynnumst fleiri þáttum sem eru sameiginlegir eða frábrugðnir í skólahaldi milli landa og þjálfum sambærilega setningabyggingu. Textarnir fjalla um skóladag í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Skólakerfið í þessum löndum á margt sameiginlegt með því breska. Nýja-Sjáland hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að bæta menntun frumbyggja og því eykst hlutfall tvítyngdra skóla hratt þar í landi. FIRST! Who do you live with? Nemendur segja frá heimilisfólki sínu og skima textann til að finna sambærilegar upplýsingar um Tom og Jessica. Því næst skima þau textann aftur og finna orð sem tengjast skóladeginum. Þetta geta verið orð yfir klæðnað, fög eða skipulag. Ræðið það sem þið finnið. • Who do Tom and Jessica live with? • Where do they go to school? • What do they wear? • What do they like at school? Lesið fyrst textann Did you know? Og hlustið því næst á hina textana. Minnið nemendur á æfingaorðin. Þau lesa í pörum hvort fyrir annað. Gangið á milli, hlustið, aðstoðið með framburð og spyrjið gjarna einfaldra spurninga úr innihaldi textans. Nemendur sem eru fljótir að lesa geta búið til spurningar úr textanum og spurt hvort annað. Think and talk: Do you think school uniforms are a good idea? Hjálpið nemendum af stað í umræðunum með því að minna á setningarnar: • I think school uniforms are … because … • In my opinion, school uniforms are …
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=